Ég fékk tengdamömmu í heimsókn Hólmfríður Árnadóttir skrifar 21. september 2021 19:01 Hún kom með nýja handprjónaða peysu handa mér og eins og hennar er von og vísa mátti ég ekki borga fyrir viðvikið. Hún væri nú ekki of góð að prjóna fyrir mig komin á eftirlaun og hefði nægan tíma en ég ekki. Svona konur eru gersemar og uppfullar af þekkingu og færni sem við margt yngra fólkið búum ekki yfir. Tengdamamma mín var verkakona alla sína tíð og lengi vel einstæð með sex börn á framfæri. Hún hefur þurft að telja krónur og aura alla sína tíð en samt telur hún ekki eftir sér að gefa tíma sinn til að sinna barnabörnum, baka fyrir fjölskylduna og prjóna kynstrin öll af flíkum sem við fjölskyldumeðlimir skörtum við flest tækifæri. Hún er eitt stórt hjarta og einstaklega flink í höndunum. Fyrir hana og fyrir alla aðra í hennar stöðu vil ég berjast með félagslegt réttlæti að vopni. Það er réttlætismál að hún fái mannsæmandi lífskjör, njóti félagslegra réttinda og lifi við mannlega reisn. Að hún hafi efni á að kaupa lyfin sín og garn í flíkur fyrir ættingja utan þess að eiga í sig og á. Fyrir hana þarf að einfalda bótakerfið sem hefur vaxið um of í augum flestra í hennar sporum. Fyrir hana er einnig afar mikilvægt að ellilífeyrir fylgi lágmarkslaunum og að haldið sé áfram að lækka lyfjakostnað með hagkvæmari innkaupum til dæmis í samvinnu við Norðurlöndin eða kanna möguleika á að aftur verði til lyfjaframleiðsla á vegum hins opinbera með hag aldraðra og öryrkja að leiðarljósi. Tengdamamma mín er ern og heldur heimili og myndi njóta góðs af því að fá heimaþjónustu sérstaklega þegar hún á níræðisaldri á erfiðara með að sinna öllum heimilisverkum líkt og áður. Þegar hún vill njóta heilsdags þjónustu eða jafnvel fara á hjúkrunarheimili þá á slíkt í boði. Við í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði viljum setja af stað vinnu við að endurskoða þjónustulíkan í öldrunarþjónustu með áherslu á þverfaglega samvinnu heilsugæslu og félagsþjónustu. Það er nefnilega skýlaus réttur þeirra sem mótað hafa landið og lagt sitt af mörkum við að byggja það upp að lifa með reisn óháð efnahag. Við sem yngri erum eigum að hugsa til þeirra með virðingu og gæta að réttindum þeirra í okkar baráttu fyrir betra samfélagi. Þau eiga það sannarlega skilið. Höfundur er oddviti Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Suðurkjördæmi Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hún kom með nýja handprjónaða peysu handa mér og eins og hennar er von og vísa mátti ég ekki borga fyrir viðvikið. Hún væri nú ekki of góð að prjóna fyrir mig komin á eftirlaun og hefði nægan tíma en ég ekki. Svona konur eru gersemar og uppfullar af þekkingu og færni sem við margt yngra fólkið búum ekki yfir. Tengdamamma mín var verkakona alla sína tíð og lengi vel einstæð með sex börn á framfæri. Hún hefur þurft að telja krónur og aura alla sína tíð en samt telur hún ekki eftir sér að gefa tíma sinn til að sinna barnabörnum, baka fyrir fjölskylduna og prjóna kynstrin öll af flíkum sem við fjölskyldumeðlimir skörtum við flest tækifæri. Hún er eitt stórt hjarta og einstaklega flink í höndunum. Fyrir hana og fyrir alla aðra í hennar stöðu vil ég berjast með félagslegt réttlæti að vopni. Það er réttlætismál að hún fái mannsæmandi lífskjör, njóti félagslegra réttinda og lifi við mannlega reisn. Að hún hafi efni á að kaupa lyfin sín og garn í flíkur fyrir ættingja utan þess að eiga í sig og á. Fyrir hana þarf að einfalda bótakerfið sem hefur vaxið um of í augum flestra í hennar sporum. Fyrir hana er einnig afar mikilvægt að ellilífeyrir fylgi lágmarkslaunum og að haldið sé áfram að lækka lyfjakostnað með hagkvæmari innkaupum til dæmis í samvinnu við Norðurlöndin eða kanna möguleika á að aftur verði til lyfjaframleiðsla á vegum hins opinbera með hag aldraðra og öryrkja að leiðarljósi. Tengdamamma mín er ern og heldur heimili og myndi njóta góðs af því að fá heimaþjónustu sérstaklega þegar hún á níræðisaldri á erfiðara með að sinna öllum heimilisverkum líkt og áður. Þegar hún vill njóta heilsdags þjónustu eða jafnvel fara á hjúkrunarheimili þá á slíkt í boði. Við í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði viljum setja af stað vinnu við að endurskoða þjónustulíkan í öldrunarþjónustu með áherslu á þverfaglega samvinnu heilsugæslu og félagsþjónustu. Það er nefnilega skýlaus réttur þeirra sem mótað hafa landið og lagt sitt af mörkum við að byggja það upp að lifa með reisn óháð efnahag. Við sem yngri erum eigum að hugsa til þeirra með virðingu og gæta að réttindum þeirra í okkar baráttu fyrir betra samfélagi. Þau eiga það sannarlega skilið. Höfundur er oddviti Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Suðurkjördæmi.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar