Ég fékk tengdamömmu í heimsókn Hólmfríður Árnadóttir skrifar 21. september 2021 19:01 Hún kom með nýja handprjónaða peysu handa mér og eins og hennar er von og vísa mátti ég ekki borga fyrir viðvikið. Hún væri nú ekki of góð að prjóna fyrir mig komin á eftirlaun og hefði nægan tíma en ég ekki. Svona konur eru gersemar og uppfullar af þekkingu og færni sem við margt yngra fólkið búum ekki yfir. Tengdamamma mín var verkakona alla sína tíð og lengi vel einstæð með sex börn á framfæri. Hún hefur þurft að telja krónur og aura alla sína tíð en samt telur hún ekki eftir sér að gefa tíma sinn til að sinna barnabörnum, baka fyrir fjölskylduna og prjóna kynstrin öll af flíkum sem við fjölskyldumeðlimir skörtum við flest tækifæri. Hún er eitt stórt hjarta og einstaklega flink í höndunum. Fyrir hana og fyrir alla aðra í hennar stöðu vil ég berjast með félagslegt réttlæti að vopni. Það er réttlætismál að hún fái mannsæmandi lífskjör, njóti félagslegra réttinda og lifi við mannlega reisn. Að hún hafi efni á að kaupa lyfin sín og garn í flíkur fyrir ættingja utan þess að eiga í sig og á. Fyrir hana þarf að einfalda bótakerfið sem hefur vaxið um of í augum flestra í hennar sporum. Fyrir hana er einnig afar mikilvægt að ellilífeyrir fylgi lágmarkslaunum og að haldið sé áfram að lækka lyfjakostnað með hagkvæmari innkaupum til dæmis í samvinnu við Norðurlöndin eða kanna möguleika á að aftur verði til lyfjaframleiðsla á vegum hins opinbera með hag aldraðra og öryrkja að leiðarljósi. Tengdamamma mín er ern og heldur heimili og myndi njóta góðs af því að fá heimaþjónustu sérstaklega þegar hún á níræðisaldri á erfiðara með að sinna öllum heimilisverkum líkt og áður. Þegar hún vill njóta heilsdags þjónustu eða jafnvel fara á hjúkrunarheimili þá á slíkt í boði. Við í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði viljum setja af stað vinnu við að endurskoða þjónustulíkan í öldrunarþjónustu með áherslu á þverfaglega samvinnu heilsugæslu og félagsþjónustu. Það er nefnilega skýlaus réttur þeirra sem mótað hafa landið og lagt sitt af mörkum við að byggja það upp að lifa með reisn óháð efnahag. Við sem yngri erum eigum að hugsa til þeirra með virðingu og gæta að réttindum þeirra í okkar baráttu fyrir betra samfélagi. Þau eiga það sannarlega skilið. Höfundur er oddviti Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Suðurkjördæmi Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Hún kom með nýja handprjónaða peysu handa mér og eins og hennar er von og vísa mátti ég ekki borga fyrir viðvikið. Hún væri nú ekki of góð að prjóna fyrir mig komin á eftirlaun og hefði nægan tíma en ég ekki. Svona konur eru gersemar og uppfullar af þekkingu og færni sem við margt yngra fólkið búum ekki yfir. Tengdamamma mín var verkakona alla sína tíð og lengi vel einstæð með sex börn á framfæri. Hún hefur þurft að telja krónur og aura alla sína tíð en samt telur hún ekki eftir sér að gefa tíma sinn til að sinna barnabörnum, baka fyrir fjölskylduna og prjóna kynstrin öll af flíkum sem við fjölskyldumeðlimir skörtum við flest tækifæri. Hún er eitt stórt hjarta og einstaklega flink í höndunum. Fyrir hana og fyrir alla aðra í hennar stöðu vil ég berjast með félagslegt réttlæti að vopni. Það er réttlætismál að hún fái mannsæmandi lífskjör, njóti félagslegra réttinda og lifi við mannlega reisn. Að hún hafi efni á að kaupa lyfin sín og garn í flíkur fyrir ættingja utan þess að eiga í sig og á. Fyrir hana þarf að einfalda bótakerfið sem hefur vaxið um of í augum flestra í hennar sporum. Fyrir hana er einnig afar mikilvægt að ellilífeyrir fylgi lágmarkslaunum og að haldið sé áfram að lækka lyfjakostnað með hagkvæmari innkaupum til dæmis í samvinnu við Norðurlöndin eða kanna möguleika á að aftur verði til lyfjaframleiðsla á vegum hins opinbera með hag aldraðra og öryrkja að leiðarljósi. Tengdamamma mín er ern og heldur heimili og myndi njóta góðs af því að fá heimaþjónustu sérstaklega þegar hún á níræðisaldri á erfiðara með að sinna öllum heimilisverkum líkt og áður. Þegar hún vill njóta heilsdags þjónustu eða jafnvel fara á hjúkrunarheimili þá á slíkt í boði. Við í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði viljum setja af stað vinnu við að endurskoða þjónustulíkan í öldrunarþjónustu með áherslu á þverfaglega samvinnu heilsugæslu og félagsþjónustu. Það er nefnilega skýlaus réttur þeirra sem mótað hafa landið og lagt sitt af mörkum við að byggja það upp að lifa með reisn óháð efnahag. Við sem yngri erum eigum að hugsa til þeirra með virðingu og gæta að réttindum þeirra í okkar baráttu fyrir betra samfélagi. Þau eiga það sannarlega skilið. Höfundur er oddviti Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Suðurkjördæmi.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun