List að læknisráði Brynhildur Björnsdóttir og Orri Páll Jóhannsson skrifa 21. september 2021 13:00 Heilbrigðiskerfið er landsmönnum ofarlega í huga fyrir þessar kosningar og fyrirbyggjandi aðgerðir til að bæta lýðheilsu eru mikilvægar til að létta álagið. Skýrsla frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni WHO frá 2019 sýnir svo ekki verður um villst hversu góð áhrif listir hafa á lýðheilsu og lífsgæði. Byggt var á 900 rannsóknum sem allar sýna það sama: listneysla bætir ónæmiskerfið, styrkir hjartað og æðarnar, léttir lund, vinnur gegn streitu og bætir sálræna líðan. Listir og menning hafa svo miklu og fjölbreyttu hlutverki að gegna í samfélagi að það er í raun sama hvar er borið niður, allsstaðar má sjá mikilvægi skapandi greina. Félagslegt og menningarlegt gildi listsköpunar er óumdeilt, listir eru stórkostleg landkynning og skapa efnahagsleg, tilfinningaleg og menningarleg verðmæti, veita ný sjónarhorn og endurspegla ríkjandi strauma og stefnur. Listir eru alhliða mikilvægar fyrir samfélög sem vilja vera gildandi meðal samfélaga. Þá eru listir og hönnunargreinar ómissandi hluti af annarri nýsköpun svo sem í tölvuleikjasmíði og framsetningu hugverka og uppfinninga. Það gefur því auga leið að samfélag sem vill gera sig gildandi meðal samfélaga hlúir að listum sínum og listafólki. Vinstrihreyfingin - grænt framboð setti fyrir þessar kosningar fram ítarlega stefnu um menningu og listir. Þar er meðal annars kveðið á um að styðja af krafti við menningarstofnanir og faglega úthlutunarsjóði, efla listnám á öllum skólastigum og gera LHÍ að opinberri stofnun sem tekur sambærileg skólagjöld af nemendum og Háskóli Íslands. Við í VG viljum auka jöfnuð og að öll eigi þess kost að stunda listnám á háskólastigi óháð efnahag. Menning og listir hafa mikilvægu samfélagslegu hlutverki að gegna, þær eru veigamikil stoð í fjölbreyttu atvinnulífi og hagræn áhrif þeirra skipta verulegu máli. Leggja þarf aukna áherslu á að menningarstarfsemi sé fjárfesting til framtíðar, ávísun á aukna verðmætasköpun og fjölbreytt og dýrmæt störf. Efla þarf launasjóði listamanna og verkefnasjóði listgreina ásamt því að tryggja listamönnum gott starfsumhverfi og að hið opinbera greiði þeim fyrir vinnu sína. Við í VG viljum gera varanlegar breytingar til að fjölga starfslaunum listamanna. Brýnt er að styðja bæði við menningarstofnanir og sjálfsprottna menningarstarfsemi með fjármagni og sterkri stjórnsýslulegri umgjörð. Fjárveitingar þurfa að byggja á faglegum forsendum og verkefni metin af fagaðilum. Þá er einnig mikilvægt að innleiða samþykkta menningarstefnu fyrir Ísland frá árinu 2013 með skýrri aðgerðaáætlun. Menning, listir og hönnun eru vaxandi stoð í íslensku samfélagi. Tímabært er að endurskoða stjórnsýslulega stöðu þessara greina, styrkja hana og auka skilvirkni hennar. Til að tryggja menningu, listum og skapandi greinum stöðugleika er mikilvægt að þessar greinar hafi sjálfstæða rödd í stjórnsýslunni og það er best tryggt með stofnun ráðuneytis menningar og skapandi greina. Í skýrslu WHO kemur fram að mælt er með því að heilsugæslulæknar geti ávísað listneyslu og ástundun við ýmsum sjúkdómum. Vinstrihreyfingin - grænt framboð vill ávísa blómstrandi menningar- og listalífi fyrir samfélagið allt og þannig bæta lífsgæði og hamingju allra.Með öflugri menningarstarfsemi fjárfestum við í framtíðinni og aukinni velsæld. Það viljum við í VG gera. Brynhildur skipar 4. sæti og Orri Páll 2. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Brynhildur Björnsdóttir Vinstri græn Orri Páll Jóhannsson Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Heilbrigðiskerfið er landsmönnum ofarlega í huga fyrir þessar kosningar og fyrirbyggjandi aðgerðir til að bæta lýðheilsu eru mikilvægar til að létta álagið. Skýrsla frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni WHO frá 2019 sýnir svo ekki verður um villst hversu góð áhrif listir hafa á lýðheilsu og lífsgæði. Byggt var á 900 rannsóknum sem allar sýna það sama: listneysla bætir ónæmiskerfið, styrkir hjartað og æðarnar, léttir lund, vinnur gegn streitu og bætir sálræna líðan. Listir og menning hafa svo miklu og fjölbreyttu hlutverki að gegna í samfélagi að það er í raun sama hvar er borið niður, allsstaðar má sjá mikilvægi skapandi greina. Félagslegt og menningarlegt gildi listsköpunar er óumdeilt, listir eru stórkostleg landkynning og skapa efnahagsleg, tilfinningaleg og menningarleg verðmæti, veita ný sjónarhorn og endurspegla ríkjandi strauma og stefnur. Listir eru alhliða mikilvægar fyrir samfélög sem vilja vera gildandi meðal samfélaga. Þá eru listir og hönnunargreinar ómissandi hluti af annarri nýsköpun svo sem í tölvuleikjasmíði og framsetningu hugverka og uppfinninga. Það gefur því auga leið að samfélag sem vill gera sig gildandi meðal samfélaga hlúir að listum sínum og listafólki. Vinstrihreyfingin - grænt framboð setti fyrir þessar kosningar fram ítarlega stefnu um menningu og listir. Þar er meðal annars kveðið á um að styðja af krafti við menningarstofnanir og faglega úthlutunarsjóði, efla listnám á öllum skólastigum og gera LHÍ að opinberri stofnun sem tekur sambærileg skólagjöld af nemendum og Háskóli Íslands. Við í VG viljum auka jöfnuð og að öll eigi þess kost að stunda listnám á háskólastigi óháð efnahag. Menning og listir hafa mikilvægu samfélagslegu hlutverki að gegna, þær eru veigamikil stoð í fjölbreyttu atvinnulífi og hagræn áhrif þeirra skipta verulegu máli. Leggja þarf aukna áherslu á að menningarstarfsemi sé fjárfesting til framtíðar, ávísun á aukna verðmætasköpun og fjölbreytt og dýrmæt störf. Efla þarf launasjóði listamanna og verkefnasjóði listgreina ásamt því að tryggja listamönnum gott starfsumhverfi og að hið opinbera greiði þeim fyrir vinnu sína. Við í VG viljum gera varanlegar breytingar til að fjölga starfslaunum listamanna. Brýnt er að styðja bæði við menningarstofnanir og sjálfsprottna menningarstarfsemi með fjármagni og sterkri stjórnsýslulegri umgjörð. Fjárveitingar þurfa að byggja á faglegum forsendum og verkefni metin af fagaðilum. Þá er einnig mikilvægt að innleiða samþykkta menningarstefnu fyrir Ísland frá árinu 2013 með skýrri aðgerðaáætlun. Menning, listir og hönnun eru vaxandi stoð í íslensku samfélagi. Tímabært er að endurskoða stjórnsýslulega stöðu þessara greina, styrkja hana og auka skilvirkni hennar. Til að tryggja menningu, listum og skapandi greinum stöðugleika er mikilvægt að þessar greinar hafi sjálfstæða rödd í stjórnsýslunni og það er best tryggt með stofnun ráðuneytis menningar og skapandi greina. Í skýrslu WHO kemur fram að mælt er með því að heilsugæslulæknar geti ávísað listneyslu og ástundun við ýmsum sjúkdómum. Vinstrihreyfingin - grænt framboð vill ávísa blómstrandi menningar- og listalífi fyrir samfélagið allt og þannig bæta lífsgæði og hamingju allra.Með öflugri menningarstarfsemi fjárfestum við í framtíðinni og aukinni velsæld. Það viljum við í VG gera. Brynhildur skipar 4. sæti og Orri Páll 2. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun