Þorvaldur um vítið: Höndin eða vindhviða og það var logn í Vesturbæ Sindri Sverrisson skrifar 21. september 2021 07:30 KR-ingar voru afar nálægt því að jafna metin þegar Kári Árnason virtist handleika knöttinn og vítaspyrna var dæmd. Stöð 2 Sport Þorvaldur Árnason, dómarinn í miklum hitaleik KR og Víkings á sunnudaginn, mætti í heimsókn til Rikka G og fór yfir stærstu atvikin í leiknum. Vítið sem hann dæmdi á Víkinga í lokin var vegna þess að Kári Árnason handlék boltann. Þorvaldur dæmdi víti á Kára í uppbótartíma leiksins, í stöðunni 2-1 fyrir Víkingi sem vann leikinn og komst á topp Pepsi Max-deildarinnar í fótbolta. Fyrst þurfti þó að leysa upp miklar ryskingar á milli leikmanna liðanna sem enduðu með því að Kjartan Henry Finnbogason var rekinn af velli og Þórður Ingason, varamarkvörður Víkings, fékk einnig rautt spjald. Þorvaldur dæmdi vítið eftir að hafa ráðfært sig við Gylfa Má Sigurðsson aðstoðardómara: „Já, það er rétt. Ég horfi á atvikið og sé að það er eitthvað rangt við þetta. Mér finnst boltinn taka stefnubreytingu með grunsamlegum hætti. Stuttu seinna fæ ég í eyrað frá Gylfa Má, aðstoðardómara mínum, að hann þurfi að ræða við mig. Þegar ég ætlaði til hans verður allt vitlaust og við þurftum að taka á því, áður en við tókum ákvörðun um vítið,“ sagði Þorvaldur. Innslagið má sjá hér að neðan: Klippa: Þorvaldur um vítaspyrnudóminn Aðeins höndin sem kemur til greina Kári slapp reyndar við gult spjald fyrir höndina, og þar með við að vera rekinn af velli með sitt annað gula spjald í síðasta deildarleik sínum á ferlinum. Hann verður þó í banni í lokaumferðinni á laugardag, þar sem Víkingur getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn, því hann fékk sína fjórðu áminningu í Pepsi Max-deildinni í sumar. Eftir að hafa skoðað atvikið vel kvaðst Þorvaldur viss um að rétt hefði verið að dæma vítið, sem hefði getað reynst svo örlagaríkt: „Já, við erum búnir að liggja yfir þessu í dag félagarnir og það er klár stefnubreyting á boltanum. Það getur ekki orðið nema við snertingu og það er höndin sem kemur til greina þar. Eða vindhviða, og ég get vottað það að það var logn í Vesturbænum í gær.“ Pálmi Rafn Pálmason tók vítaspyrnuna en Ingvar Jónsson markvörður Víkings varði hana og tryggði þar með Víkingi sigur og sæti á toppi deildarinnar. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Pepsi Max-deild karla KR Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Þorvaldur íhugar að leggja flautuna á hilluna: Ekki eins og maður poppi eftir svona leik og hafi gaman „Ég skal bara viðurkenna það að manni líður bölvanlega,“ sagði Þorvaldur Árnason, dómari leiks KR og Víkings í Pepsi Max deild karla er hann ræddi tilfinningar sínar að leik loknum. Allt sauð upp úr í leik liðanna þar sem Víkingur van dramatískan 2-1 sigur og tyllti sér á topp deildarinnar. 20. september 2021 20:16 „Ef ég ætlaði að kýla einhvern hefði þetta endað öðruvísi“ „Ég var ekki að sveifla hnefanum eða kýla neinn í andlitið. Stundum sér maður rautt en ég ætlaði mér bara að hrinda honum í burtu og gerði það óvarlega, ásamt fleirum í þessu atviki,“ segir Kjartan Henry Finnbogason um sinn þátt í ryskingunum í lok leik KR og Víkings í gærkvöld. 20. september 2021 12:37 Kjartan Henry gæti fengið langt bann eftir hnefahögg í gær KR-ingurinn Kjartan Henry Finnbogason fékk rauða spjaldið undir lokin í leik KR og Víkings í gær en eftirmálarnir gætu verið meira en eins leiks bann. 20. september 2021 09:27 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Þorvaldur dæmdi víti á Kára í uppbótartíma leiksins, í stöðunni 2-1 fyrir Víkingi sem vann leikinn og komst á topp Pepsi Max-deildarinnar í fótbolta. Fyrst þurfti þó að leysa upp miklar ryskingar á milli leikmanna liðanna sem enduðu með því að Kjartan Henry Finnbogason var rekinn af velli og Þórður Ingason, varamarkvörður Víkings, fékk einnig rautt spjald. Þorvaldur dæmdi vítið eftir að hafa ráðfært sig við Gylfa Má Sigurðsson aðstoðardómara: „Já, það er rétt. Ég horfi á atvikið og sé að það er eitthvað rangt við þetta. Mér finnst boltinn taka stefnubreytingu með grunsamlegum hætti. Stuttu seinna fæ ég í eyrað frá Gylfa Má, aðstoðardómara mínum, að hann þurfi að ræða við mig. Þegar ég ætlaði til hans verður allt vitlaust og við þurftum að taka á því, áður en við tókum ákvörðun um vítið,“ sagði Þorvaldur. Innslagið má sjá hér að neðan: Klippa: Þorvaldur um vítaspyrnudóminn Aðeins höndin sem kemur til greina Kári slapp reyndar við gult spjald fyrir höndina, og þar með við að vera rekinn af velli með sitt annað gula spjald í síðasta deildarleik sínum á ferlinum. Hann verður þó í banni í lokaumferðinni á laugardag, þar sem Víkingur getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn, því hann fékk sína fjórðu áminningu í Pepsi Max-deildinni í sumar. Eftir að hafa skoðað atvikið vel kvaðst Þorvaldur viss um að rétt hefði verið að dæma vítið, sem hefði getað reynst svo örlagaríkt: „Já, við erum búnir að liggja yfir þessu í dag félagarnir og það er klár stefnubreyting á boltanum. Það getur ekki orðið nema við snertingu og það er höndin sem kemur til greina þar. Eða vindhviða, og ég get vottað það að það var logn í Vesturbænum í gær.“ Pálmi Rafn Pálmason tók vítaspyrnuna en Ingvar Jónsson markvörður Víkings varði hana og tryggði þar með Víkingi sigur og sæti á toppi deildarinnar. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Pepsi Max-deild karla KR Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Þorvaldur íhugar að leggja flautuna á hilluna: Ekki eins og maður poppi eftir svona leik og hafi gaman „Ég skal bara viðurkenna það að manni líður bölvanlega,“ sagði Þorvaldur Árnason, dómari leiks KR og Víkings í Pepsi Max deild karla er hann ræddi tilfinningar sínar að leik loknum. Allt sauð upp úr í leik liðanna þar sem Víkingur van dramatískan 2-1 sigur og tyllti sér á topp deildarinnar. 20. september 2021 20:16 „Ef ég ætlaði að kýla einhvern hefði þetta endað öðruvísi“ „Ég var ekki að sveifla hnefanum eða kýla neinn í andlitið. Stundum sér maður rautt en ég ætlaði mér bara að hrinda honum í burtu og gerði það óvarlega, ásamt fleirum í þessu atviki,“ segir Kjartan Henry Finnbogason um sinn þátt í ryskingunum í lok leik KR og Víkings í gærkvöld. 20. september 2021 12:37 Kjartan Henry gæti fengið langt bann eftir hnefahögg í gær KR-ingurinn Kjartan Henry Finnbogason fékk rauða spjaldið undir lokin í leik KR og Víkings í gær en eftirmálarnir gætu verið meira en eins leiks bann. 20. september 2021 09:27 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Þorvaldur íhugar að leggja flautuna á hilluna: Ekki eins og maður poppi eftir svona leik og hafi gaman „Ég skal bara viðurkenna það að manni líður bölvanlega,“ sagði Þorvaldur Árnason, dómari leiks KR og Víkings í Pepsi Max deild karla er hann ræddi tilfinningar sínar að leik loknum. Allt sauð upp úr í leik liðanna þar sem Víkingur van dramatískan 2-1 sigur og tyllti sér á topp deildarinnar. 20. september 2021 20:16
„Ef ég ætlaði að kýla einhvern hefði þetta endað öðruvísi“ „Ég var ekki að sveifla hnefanum eða kýla neinn í andlitið. Stundum sér maður rautt en ég ætlaði mér bara að hrinda honum í burtu og gerði það óvarlega, ásamt fleirum í þessu atviki,“ segir Kjartan Henry Finnbogason um sinn þátt í ryskingunum í lok leik KR og Víkings í gærkvöld. 20. september 2021 12:37
Kjartan Henry gæti fengið langt bann eftir hnefahögg í gær KR-ingurinn Kjartan Henry Finnbogason fékk rauða spjaldið undir lokin í leik KR og Víkings í gær en eftirmálarnir gætu verið meira en eins leiks bann. 20. september 2021 09:27