„Ef ég ætlaði að kýla einhvern hefði þetta endað öðruvísi“ Sindri Sverrisson skrifar 20. september 2021 12:37 Mikill hasar var undir lok leiks á sigri Víkings gegn KR í gær. Stöð 2 Sport „Ég var ekki að sveifla hnefanum eða kýla neinn í andlitið. Stundum sér maður rautt en ég ætlaði mér bara að hrinda honum í burtu og gerði það óvarlega, ásamt fleirum í þessu atviki,“ segir Kjartan Henry Finnbogason um sinn þátt í ryskingunum í lok leik KR og Víkings í gærkvöld. Kjartan fékk að líta rauða spjaldið eftir að hafa slegið til Þórðar Ingasonar, varamarkvarðar Víkings, sem kominn var inn á völlinn. Framherjinn stóri og stæðilegi segist þó aðeins hafa ætlað sér að ýta Þórði, fyrrverandi liðsfélaga sínum hjá KR, í burtu en gert það of harkalega. Atvikið má sjá hér að neðan. Kjartan hefur beðist afsökunar á framferði sínu en bendir jafnframt á að fleiri hafi farið fram úr sér, og segir að ef hann hefði ætlað að beita hnefahöggi hefði það haft mun alvarlegri afleiðingar. Svona lýsir Kjartan atburðarásinni í lok leiks, þegar vítaspyrna var dæmd á Víkinga og upp úr sauð: „Kári [Árnason] liggur þarna og við erum nálægt því að skora, og mér er hrint inn í markið og enda einhvern veginn á stönginni. Þegar ég lít upp sé ég að það eru 20 manns að slást þarna. Ég sé að Doddi [Þórður] félagi minn er þarna kominn inn á og er eitthvað að slá til og rífa í Theódór Elmar. Ég kem þarna askvaðandi og ætla að hrinda honum fast í burtu, og enda á að fara einhvern veginn í hálsinn eða hökuna. Ég var bara í „fighting“ eins og 20 aðrir í þessari þvögu, og fæ svo réttilega rautt spjald. En þarna var kominn leikmaður inn á sem átti ekki að vera á vellinum og ég fer að hrinda og reyna að verja þá en ef ég ætlaði að kýla einhvern hefði þetta endað öðruvísi. Ég ætlaði ekki að kýla neinn heldur bara hrinda í burtu,“ segir Kjartan. Hann tekur þó undir að atvikið líti illa út á myndbandi: „Ég er alveg sammála því, enda biðst ég afsökunar á því sem ég gerði.“ „Fullt af karakterum í báðum liðum“ Mikill hiti virðist vera á milli leikmanna KR og Víkings, og til að mynda fengu þrír Víkingar rautt spjald þegar liðin áttust við á Meistaravöllum í fyrra. „Ég var ekki með í fyrra en fylgdist auðvitað með því. En þetta eru bara tvö góð lið og fullt af karakterum í báðum liðum. Auðvitað skiptir það máli. En ég verð að segja að dómarinn fannst mér dæma leikinn frábærlega og hafa mjög góð tök á erfiðum leik þar sem mikið var undir. Svona eiga leikir að vera, en auðvitað ekki eins og þetta var í lokin á leiknum. Slíkt á ekki að sjást á fótboltavellinum,“ segir Kjartan. Vel afgreitt hjá dómaranum Hann dregur ekki dul á að hann hafi verðskuldað rautt spjald í gær: „Jú, klárlega. Eins og hann [Þórður] segir þá fór ég í andlitið á honum og það verðskuldar rautt spjald. Hann fékk líka rautt og það voru fleiri þarna… Dómarinn [Þorvaldur Árnason] hefði alveg getað tekið einhverja spjaldahrinu. Það voru allir að hrinda öllum, klípa og stíga á tær. Það er ekki súmmað inn á allt. Hann hefði alveg getað spjaldað fleiri en mér fannst þetta mjög vel afgreitt hjá honum og ég hef ekkert út á það að setja,“ segir Kjartan. Knúsaði Þórð og hló með honum Hann náði fljótt sáttum við Þórð eftir leik: „Ég fór bara beint til hans eftir leikinn og við fórum nú bara að hlæja að þessu og knúsuðumst. Ég kom aftur út á völlinn og tók í höndina á öllum þeim Víkingum sem ég náði á og óskaði þeim alls hins besta, og þakkaði fyrir leikinn. Svo heldur lífið áfram,“ segir Kjartan. Kjartan segist heldur kjósa að athyglin beinist að frábærri spilamennsku Víkinga og stöðu þeirra á toppi Pepsi Max-deildarinnar. Hann spyr sig jafnframt að því hvort athyglin sé meiri á sér en öðrum þegar menn fari yfir strikið. „Þetta var ótrúlega skemmtilegur leikur að spila, fullkomnar aðstæður og mikil stemning í stúkunni, sem er eitthvað sem hefur saknað svolítið í sumar. Víkingarnir eru auðvitað búnir að vera frábærir og einhver meistaralykt af þeim, margt gengið upp og þeir hafa unnið fyrir því. Áhorfendur fengu alla vega allt fyrir peninginn. Þetta gat ekki verið dramatískara. Og mér finnst að fókusinn eigi að vera á það hversu frábærir Víkingarnir eru og hvað þeir eru að gera.“ Pepsi Max-deild karla KR Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Kjartan biðst afsökunar eftir kjaftshöggið Kjartan Henry Finnbogason, framherji KR, hefur beðist afsökunar á framferði sínu í gær undir lokin á tapi liðsins gegn Víkingi í Pepsi Max-deildinni í fótbolta. 20. september 2021 11:01 Kjartan Henry gæti fengið langt bann eftir hnefahögg í gær KR-ingurinn Kjartan Henry Finnbogason fékk rauða spjaldið undir lokin í leik KR og Víkings í gær en eftirmálarnir gætu verið meira en eins leiks bann. 20. september 2021 09:27 Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Víkingur 1-2 | Ótrúleg dramatík er Víkingar fóru á topp deildarinnar Baltasar Kormákur hefði sennilega ekki getað skrifað handritið að leik KR og Víkings í Pepsi Max deild karla. Einhver ótrúlegasta dramatík síðari ára. Lokatölur 1-2 Víkingum í vil og þeir komnir á topp deildarinnar þegar ein umferð er eftir. 19. september 2021 21:15 Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjá meira
Kjartan fékk að líta rauða spjaldið eftir að hafa slegið til Þórðar Ingasonar, varamarkvarðar Víkings, sem kominn var inn á völlinn. Framherjinn stóri og stæðilegi segist þó aðeins hafa ætlað sér að ýta Þórði, fyrrverandi liðsfélaga sínum hjá KR, í burtu en gert það of harkalega. Atvikið má sjá hér að neðan. Kjartan hefur beðist afsökunar á framferði sínu en bendir jafnframt á að fleiri hafi farið fram úr sér, og segir að ef hann hefði ætlað að beita hnefahöggi hefði það haft mun alvarlegri afleiðingar. Svona lýsir Kjartan atburðarásinni í lok leiks, þegar vítaspyrna var dæmd á Víkinga og upp úr sauð: „Kári [Árnason] liggur þarna og við erum nálægt því að skora, og mér er hrint inn í markið og enda einhvern veginn á stönginni. Þegar ég lít upp sé ég að það eru 20 manns að slást þarna. Ég sé að Doddi [Þórður] félagi minn er þarna kominn inn á og er eitthvað að slá til og rífa í Theódór Elmar. Ég kem þarna askvaðandi og ætla að hrinda honum fast í burtu, og enda á að fara einhvern veginn í hálsinn eða hökuna. Ég var bara í „fighting“ eins og 20 aðrir í þessari þvögu, og fæ svo réttilega rautt spjald. En þarna var kominn leikmaður inn á sem átti ekki að vera á vellinum og ég fer að hrinda og reyna að verja þá en ef ég ætlaði að kýla einhvern hefði þetta endað öðruvísi. Ég ætlaði ekki að kýla neinn heldur bara hrinda í burtu,“ segir Kjartan. Hann tekur þó undir að atvikið líti illa út á myndbandi: „Ég er alveg sammála því, enda biðst ég afsökunar á því sem ég gerði.“ „Fullt af karakterum í báðum liðum“ Mikill hiti virðist vera á milli leikmanna KR og Víkings, og til að mynda fengu þrír Víkingar rautt spjald þegar liðin áttust við á Meistaravöllum í fyrra. „Ég var ekki með í fyrra en fylgdist auðvitað með því. En þetta eru bara tvö góð lið og fullt af karakterum í báðum liðum. Auðvitað skiptir það máli. En ég verð að segja að dómarinn fannst mér dæma leikinn frábærlega og hafa mjög góð tök á erfiðum leik þar sem mikið var undir. Svona eiga leikir að vera, en auðvitað ekki eins og þetta var í lokin á leiknum. Slíkt á ekki að sjást á fótboltavellinum,“ segir Kjartan. Vel afgreitt hjá dómaranum Hann dregur ekki dul á að hann hafi verðskuldað rautt spjald í gær: „Jú, klárlega. Eins og hann [Þórður] segir þá fór ég í andlitið á honum og það verðskuldar rautt spjald. Hann fékk líka rautt og það voru fleiri þarna… Dómarinn [Þorvaldur Árnason] hefði alveg getað tekið einhverja spjaldahrinu. Það voru allir að hrinda öllum, klípa og stíga á tær. Það er ekki súmmað inn á allt. Hann hefði alveg getað spjaldað fleiri en mér fannst þetta mjög vel afgreitt hjá honum og ég hef ekkert út á það að setja,“ segir Kjartan. Knúsaði Þórð og hló með honum Hann náði fljótt sáttum við Þórð eftir leik: „Ég fór bara beint til hans eftir leikinn og við fórum nú bara að hlæja að þessu og knúsuðumst. Ég kom aftur út á völlinn og tók í höndina á öllum þeim Víkingum sem ég náði á og óskaði þeim alls hins besta, og þakkaði fyrir leikinn. Svo heldur lífið áfram,“ segir Kjartan. Kjartan segist heldur kjósa að athyglin beinist að frábærri spilamennsku Víkinga og stöðu þeirra á toppi Pepsi Max-deildarinnar. Hann spyr sig jafnframt að því hvort athyglin sé meiri á sér en öðrum þegar menn fari yfir strikið. „Þetta var ótrúlega skemmtilegur leikur að spila, fullkomnar aðstæður og mikil stemning í stúkunni, sem er eitthvað sem hefur saknað svolítið í sumar. Víkingarnir eru auðvitað búnir að vera frábærir og einhver meistaralykt af þeim, margt gengið upp og þeir hafa unnið fyrir því. Áhorfendur fengu alla vega allt fyrir peninginn. Þetta gat ekki verið dramatískara. Og mér finnst að fókusinn eigi að vera á það hversu frábærir Víkingarnir eru og hvað þeir eru að gera.“
Pepsi Max-deild karla KR Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Kjartan biðst afsökunar eftir kjaftshöggið Kjartan Henry Finnbogason, framherji KR, hefur beðist afsökunar á framferði sínu í gær undir lokin á tapi liðsins gegn Víkingi í Pepsi Max-deildinni í fótbolta. 20. september 2021 11:01 Kjartan Henry gæti fengið langt bann eftir hnefahögg í gær KR-ingurinn Kjartan Henry Finnbogason fékk rauða spjaldið undir lokin í leik KR og Víkings í gær en eftirmálarnir gætu verið meira en eins leiks bann. 20. september 2021 09:27 Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Víkingur 1-2 | Ótrúleg dramatík er Víkingar fóru á topp deildarinnar Baltasar Kormákur hefði sennilega ekki getað skrifað handritið að leik KR og Víkings í Pepsi Max deild karla. Einhver ótrúlegasta dramatík síðari ára. Lokatölur 1-2 Víkingum í vil og þeir komnir á topp deildarinnar þegar ein umferð er eftir. 19. september 2021 21:15 Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjá meira
Kjartan biðst afsökunar eftir kjaftshöggið Kjartan Henry Finnbogason, framherji KR, hefur beðist afsökunar á framferði sínu í gær undir lokin á tapi liðsins gegn Víkingi í Pepsi Max-deildinni í fótbolta. 20. september 2021 11:01
Kjartan Henry gæti fengið langt bann eftir hnefahögg í gær KR-ingurinn Kjartan Henry Finnbogason fékk rauða spjaldið undir lokin í leik KR og Víkings í gær en eftirmálarnir gætu verið meira en eins leiks bann. 20. september 2021 09:27
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Víkingur 1-2 | Ótrúleg dramatík er Víkingar fóru á topp deildarinnar Baltasar Kormákur hefði sennilega ekki getað skrifað handritið að leik KR og Víkings í Pepsi Max deild karla. Einhver ótrúlegasta dramatík síðari ára. Lokatölur 1-2 Víkingum í vil og þeir komnir á topp deildarinnar þegar ein umferð er eftir. 19. september 2021 21:15