Við getum eytt biðlistunum því við höfum gert það áður Vilhjálmur Árnason skrifar 20. september 2021 11:30 Biðlistar eftir nauðsynlegri og sjálfsagðri heilbrigðisþjónustu spretta upp eins og enginn sé morgundagurinn. Þetta er óþolandi. Börn eiga t.d. ekki að þurfa að bíða eftir tíma hjá talmeinafræðingi eða geðheilbrigðisþjónustu, fólk með stoðkerfisvanda á erfitt með að bíða eftir sjúkraþjálfun eða aðgerð sem linar þjáningarnar, eins og liðskiptaaðgerð. Heilsugæslan á að vera fyrsti viðkomustaður heyrist gjarnan, en svo er kannski fimm vikna bið. Viljum fyrsta flokks þjónustu Þetta er ekki sú þjónusta sem við viljum búa við í vel stæðu velferðarsamfélagi. Allir sjá að þetta er ekki skynsamlegt. Fyrir utan þá vanlíðan sem biðlistarnir skapa þá geta þeir leitt til frekari kvilla, aukinnar lyfjaþörf og álags annarsstaðar í heilbrigðiskerfinu. Það má því segja að það sé mikil forvörn að útrýma biðlistum. Forvörn sem bætir heilsu fólks og dregur úr eftirspurn eftir kostnaðarsamari þjónustu. Búum við öflugan mannauð Við erum svo heppin að lausnirnar eru til en við erum ekki að nýta okkur þær út af pólitík. Bæði hér á Íslandi og um víða um heim er gríðarlega öflugt heilbrigðisstarfsfólk sem brennur fyrir að veita góða velferðarþjónustu. Þetta er fólk sem hefur fjölda hugmynda til að leysa áskoranir heilbrigðiskerfisins. Á sama tíma er hugverkaiðnaðurinn á fullu við að hanna tæknilausnir sem auðvelda aðgengi að þjónustu og einfalda veitingu þjónustu. Við verðum að hleypa þessu öfluga fólki að með lausnirnar fyrir okkur hin. Hvað hefur Sjálfstæðisflokkurinn gert? Sjálfstæðisflokkurinn vill setja almenning í fyrsta sæti, gefa því valfrelsi og öllum jafna þjónustutryggingu. Sjálfstæðisflokkurinn stóð fyrir setningu laga um Sjúkratryggingar Íslands til að geta gert samning við sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólk svo tryggja mætti fjölbreytt úrræði í heilbrigðisþjónustu. Á grunni þeirra var biðlistum um augasteina útrýmt og líka biðlistum eftir heilsugæsluþjónustu á höfuðborgarsvæðinu, svo dæmi séu tekin. Það yrði í gegnum þessi lög sem samningur yrði gerður til að veita liðskiptaaðgerðir hérlendis í stað þess að flytja fólk úr landi á þreföldu verði, sem er glórulaust. Þá hafa talmeinafræðingar og sjúkraþjálfarar veitt þjónustu á grundvelli laga um sjúkratryggingar. Nú er komin upp sú staða að Sjúkratryggingar Íslands og heilbrigðisráðuneytið hafa breytt reglugerðum og ekki gert samninga sem hafa komið okkur í þá stöðu að menntað heilbrigðisstarfsfólk fær ekki að veita þá þjónustu sem fólk er að bíða eftir með tilheyrandi kostnaði og vanlíðan. Það á við um talmeinafræðinga og sjúkraþjálfara. Snýst ekki um gróða Á Íslandi erum við sammála um að búa við opinbert heilbrigðiskerfi á þann veg að ríkið greiðir fyrir heilbrigðisþjónustuna en þjónustan er rekin af opinberum stofnunum og sjálfstætt starfandi í bland. Mikill meirihluti þeirra sem stunda sjálfstætt starfandi heilbrigðisþjónustu á Íslandi er menntað heilbrigðisstarfsfólk sem er í sínum störfum af hugsjón um að veita fólki velferðarþjónustu. Rekstarform sjálfstætt starfandi eru fjölbreytt; frjáls félagasamtök, sjálfseignastofnanir og einkahlutafélög. Má þar nefna úrval hjúkrunarheimila, SÁÁ, Krabbameinsfélagið, sjúkraþjálfara, talmeinafræðinga, sjálfstæðu heilsugæslustöðvarnar sem mest ánægja mælist með hjá sjúklingum, Hugarafl, Klíníkina, Heilsuhælið í Hveragerði og marga fleiri. Fólkið í heilbrigðisgeiranum er framtakssamt hugsjónarfólk og þekkir lausnirnar. Áskoranir aukast dag frá degi í velferðarkerfinu og má þar nefna geðheilbrigðismál og öldrun þjóðarinnar. Við munum ekki leysa þessar áskoranir án þess að hleypa að þeim tæknilausnum sem íslenskt hugvit hefur þróað og treysta okkar öfluga heilbrigðisstarfsfólki við að skapa þau úrræði sem veita bestu lausnina. Sjálfstæðisflokkurinn leggur skýra áherslu á að almenningur sé í fyrirrúmi og fái fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu hvar sem er á landinu og óháð efnahag, stétt og stöðu að öðru leyti.. Við viljum eyða biðlistunum enda höfum við gert það áður. Til þess þarf Sjálfstæðisflokkurinn á þínu atkvæði að halda. Höfundur er varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi í 2. sæti í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Heilbrigðismál Suðurkjördæmi Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Sjá meira
Biðlistar eftir nauðsynlegri og sjálfsagðri heilbrigðisþjónustu spretta upp eins og enginn sé morgundagurinn. Þetta er óþolandi. Börn eiga t.d. ekki að þurfa að bíða eftir tíma hjá talmeinafræðingi eða geðheilbrigðisþjónustu, fólk með stoðkerfisvanda á erfitt með að bíða eftir sjúkraþjálfun eða aðgerð sem linar þjáningarnar, eins og liðskiptaaðgerð. Heilsugæslan á að vera fyrsti viðkomustaður heyrist gjarnan, en svo er kannski fimm vikna bið. Viljum fyrsta flokks þjónustu Þetta er ekki sú þjónusta sem við viljum búa við í vel stæðu velferðarsamfélagi. Allir sjá að þetta er ekki skynsamlegt. Fyrir utan þá vanlíðan sem biðlistarnir skapa þá geta þeir leitt til frekari kvilla, aukinnar lyfjaþörf og álags annarsstaðar í heilbrigðiskerfinu. Það má því segja að það sé mikil forvörn að útrýma biðlistum. Forvörn sem bætir heilsu fólks og dregur úr eftirspurn eftir kostnaðarsamari þjónustu. Búum við öflugan mannauð Við erum svo heppin að lausnirnar eru til en við erum ekki að nýta okkur þær út af pólitík. Bæði hér á Íslandi og um víða um heim er gríðarlega öflugt heilbrigðisstarfsfólk sem brennur fyrir að veita góða velferðarþjónustu. Þetta er fólk sem hefur fjölda hugmynda til að leysa áskoranir heilbrigðiskerfisins. Á sama tíma er hugverkaiðnaðurinn á fullu við að hanna tæknilausnir sem auðvelda aðgengi að þjónustu og einfalda veitingu þjónustu. Við verðum að hleypa þessu öfluga fólki að með lausnirnar fyrir okkur hin. Hvað hefur Sjálfstæðisflokkurinn gert? Sjálfstæðisflokkurinn vill setja almenning í fyrsta sæti, gefa því valfrelsi og öllum jafna þjónustutryggingu. Sjálfstæðisflokkurinn stóð fyrir setningu laga um Sjúkratryggingar Íslands til að geta gert samning við sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólk svo tryggja mætti fjölbreytt úrræði í heilbrigðisþjónustu. Á grunni þeirra var biðlistum um augasteina útrýmt og líka biðlistum eftir heilsugæsluþjónustu á höfuðborgarsvæðinu, svo dæmi séu tekin. Það yrði í gegnum þessi lög sem samningur yrði gerður til að veita liðskiptaaðgerðir hérlendis í stað þess að flytja fólk úr landi á þreföldu verði, sem er glórulaust. Þá hafa talmeinafræðingar og sjúkraþjálfarar veitt þjónustu á grundvelli laga um sjúkratryggingar. Nú er komin upp sú staða að Sjúkratryggingar Íslands og heilbrigðisráðuneytið hafa breytt reglugerðum og ekki gert samninga sem hafa komið okkur í þá stöðu að menntað heilbrigðisstarfsfólk fær ekki að veita þá þjónustu sem fólk er að bíða eftir með tilheyrandi kostnaði og vanlíðan. Það á við um talmeinafræðinga og sjúkraþjálfara. Snýst ekki um gróða Á Íslandi erum við sammála um að búa við opinbert heilbrigðiskerfi á þann veg að ríkið greiðir fyrir heilbrigðisþjónustuna en þjónustan er rekin af opinberum stofnunum og sjálfstætt starfandi í bland. Mikill meirihluti þeirra sem stunda sjálfstætt starfandi heilbrigðisþjónustu á Íslandi er menntað heilbrigðisstarfsfólk sem er í sínum störfum af hugsjón um að veita fólki velferðarþjónustu. Rekstarform sjálfstætt starfandi eru fjölbreytt; frjáls félagasamtök, sjálfseignastofnanir og einkahlutafélög. Má þar nefna úrval hjúkrunarheimila, SÁÁ, Krabbameinsfélagið, sjúkraþjálfara, talmeinafræðinga, sjálfstæðu heilsugæslustöðvarnar sem mest ánægja mælist með hjá sjúklingum, Hugarafl, Klíníkina, Heilsuhælið í Hveragerði og marga fleiri. Fólkið í heilbrigðisgeiranum er framtakssamt hugsjónarfólk og þekkir lausnirnar. Áskoranir aukast dag frá degi í velferðarkerfinu og má þar nefna geðheilbrigðismál og öldrun þjóðarinnar. Við munum ekki leysa þessar áskoranir án þess að hleypa að þeim tæknilausnum sem íslenskt hugvit hefur þróað og treysta okkar öfluga heilbrigðisstarfsfólki við að skapa þau úrræði sem veita bestu lausnina. Sjálfstæðisflokkurinn leggur skýra áherslu á að almenningur sé í fyrirrúmi og fái fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu hvar sem er á landinu og óháð efnahag, stétt og stöðu að öðru leyti.. Við viljum eyða biðlistunum enda höfum við gert það áður. Til þess þarf Sjálfstæðisflokkurinn á þínu atkvæði að halda. Höfundur er varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi í 2. sæti í Suðurkjördæmi.
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun