Lærdómurinn af Fossvogsskólamálinu Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 18. september 2021 07:01 Á fundi borgarráðs í mars var samþykkt tillagameirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur um að ráðast í vinnu við nýjan verkferil til framtíðar um viðbrögð og verklag og hvernig beri að bregðast við þegar koma upp raka- og myglumál í húsnæði borgarinnar. Sá verkferill er tilbúinn og mjög umfangsmikill og mun skipta verulegu máli. Hann var samþykktur í borgarráði í síðustu viku. Þessi nýi verkferill er mikilvægur áfangi í því að draga lærdóm af Fossvogsskólamálinu þar sem við erum öll sammála um að ýmislegt hefði betur mátt fara varðandi meðal annars verkstjórn, vinnubrögð, upplýsingamiðlun og samskipti við foreldra. Við skjótumst ekki undan ábyrgð heldur gerum allt sem við getum til að leysa málið. Ég þekki það af eigin reynslu hve grafalvarlegt mál mygla er og myndi hreinlega aldrei taka annað í mál en að bregðast við af festu. Systir mín varð alvarlega veik vegna myglu á heimili sínu og endaði í raun með að missa allt sitt. Heimilið, innbúið, eigurnar sínar, fötin sín. Hún þurfti að henda öllu gömlu sem hún vildi geyma og missti þar með minningarnar. Hún missti heilsuna og starfsgetuna sína árum saman, var óvinnufær í nokkur ár. Við höfum bætt verulega í viðhald skólahúsnæðis síðustu ár til að vinda ofan af uppsafnaðri viðhaldsþörf eftir hrun. Síðan 2016 hefur verið sett ríflega þrefalt fjármagn í viðhald skólahúsnæðis í Reykjavík frá tæpum 600 mkr í um 2100 mkr í ár. Við ætlum að gera enn meira og höfum látið framkvæma úttekt á ástandi skólahúsnæðis þar sem niðurstöður liggja fyrir von bráðar og verða lagðar fyrir sem grundvöllur fjárfestingaáætlunar til næstu ára. Það er risastórt mál. Það skulum við þó hafa á hreinu að mygla er ekki eitthvað einkamál meirihlutans í Reykjavík heldur umfangsmikið verkefni hins opinbera á landinu öllu. Við verðum því að horfa á þetta í stærra samhengi. Víða eru fordómar gagnvart mygluveikindum og heilbrigðiskerfið hefur ekki komist á þann stað að geta brugðist almennilega við mygluveikindum hvorki með sjúkdómsgreiningum né meðferð. Það virðist vanta almennileg viðmið um hvernig beri að greina myglu í húsnæði sem og betri umgjörð um uppbyggingu. Þess vegna gleðst ég yfir því að þingsályktun Pírata vegna myglu og rakaskemmda hafi verið samþykkt á Alþingi í vor sem snýr að betrumbótum á þessu sviði. Sömuleiðis harma ég að núverandi ríkisstjórn hafi lagt niður Rannsóknarmiðstöð byggingariðnaðarins sem heyrði undir Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Stofnunin hefur verið leiðandi í myglurannsóknums sem mikilvægasta stofnun landsins í baráttunni fyrir betri umgjörð um raka- og myglumál. Nýi verkferill Reykjavíkurborgar vegna myglu- og rakaskemmda í húsnæði borgarinnar, úttekt á ástandi skólahúsnæðis með úrbótum í kjölfarið og veruleg aukning viðhaldsfjármagns undanfarin ár eru mikilvæg skref á vegferð okkar gegn þeim vágesti sem mygla og rakaskemmdir eru. Verkefnið er þó enn umfangsmeira og allt samfélagið þarf að taka höndum saman. Við höldum ótrauð áfram baráttunni svo öll megi lifa og starfa við heilnæmt húsnæði og góða heilsu. Höfundur er oddviti Pírata í borgarstjórn Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Píratar Skóla - og menntamál Húsnæðismál Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Grunnskólar Mygla Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Á fundi borgarráðs í mars var samþykkt tillagameirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur um að ráðast í vinnu við nýjan verkferil til framtíðar um viðbrögð og verklag og hvernig beri að bregðast við þegar koma upp raka- og myglumál í húsnæði borgarinnar. Sá verkferill er tilbúinn og mjög umfangsmikill og mun skipta verulegu máli. Hann var samþykktur í borgarráði í síðustu viku. Þessi nýi verkferill er mikilvægur áfangi í því að draga lærdóm af Fossvogsskólamálinu þar sem við erum öll sammála um að ýmislegt hefði betur mátt fara varðandi meðal annars verkstjórn, vinnubrögð, upplýsingamiðlun og samskipti við foreldra. Við skjótumst ekki undan ábyrgð heldur gerum allt sem við getum til að leysa málið. Ég þekki það af eigin reynslu hve grafalvarlegt mál mygla er og myndi hreinlega aldrei taka annað í mál en að bregðast við af festu. Systir mín varð alvarlega veik vegna myglu á heimili sínu og endaði í raun með að missa allt sitt. Heimilið, innbúið, eigurnar sínar, fötin sín. Hún þurfti að henda öllu gömlu sem hún vildi geyma og missti þar með minningarnar. Hún missti heilsuna og starfsgetuna sína árum saman, var óvinnufær í nokkur ár. Við höfum bætt verulega í viðhald skólahúsnæðis síðustu ár til að vinda ofan af uppsafnaðri viðhaldsþörf eftir hrun. Síðan 2016 hefur verið sett ríflega þrefalt fjármagn í viðhald skólahúsnæðis í Reykjavík frá tæpum 600 mkr í um 2100 mkr í ár. Við ætlum að gera enn meira og höfum látið framkvæma úttekt á ástandi skólahúsnæðis þar sem niðurstöður liggja fyrir von bráðar og verða lagðar fyrir sem grundvöllur fjárfestingaáætlunar til næstu ára. Það er risastórt mál. Það skulum við þó hafa á hreinu að mygla er ekki eitthvað einkamál meirihlutans í Reykjavík heldur umfangsmikið verkefni hins opinbera á landinu öllu. Við verðum því að horfa á þetta í stærra samhengi. Víða eru fordómar gagnvart mygluveikindum og heilbrigðiskerfið hefur ekki komist á þann stað að geta brugðist almennilega við mygluveikindum hvorki með sjúkdómsgreiningum né meðferð. Það virðist vanta almennileg viðmið um hvernig beri að greina myglu í húsnæði sem og betri umgjörð um uppbyggingu. Þess vegna gleðst ég yfir því að þingsályktun Pírata vegna myglu og rakaskemmda hafi verið samþykkt á Alþingi í vor sem snýr að betrumbótum á þessu sviði. Sömuleiðis harma ég að núverandi ríkisstjórn hafi lagt niður Rannsóknarmiðstöð byggingariðnaðarins sem heyrði undir Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Stofnunin hefur verið leiðandi í myglurannsóknums sem mikilvægasta stofnun landsins í baráttunni fyrir betri umgjörð um raka- og myglumál. Nýi verkferill Reykjavíkurborgar vegna myglu- og rakaskemmda í húsnæði borgarinnar, úttekt á ástandi skólahúsnæðis með úrbótum í kjölfarið og veruleg aukning viðhaldsfjármagns undanfarin ár eru mikilvæg skref á vegferð okkar gegn þeim vágesti sem mygla og rakaskemmdir eru. Verkefnið er þó enn umfangsmeira og allt samfélagið þarf að taka höndum saman. Við höldum ótrauð áfram baráttunni svo öll megi lifa og starfa við heilnæmt húsnæði og góða heilsu. Höfundur er oddviti Pírata í borgarstjórn Reykjavíkur.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun