Lærdómurinn af Fossvogsskólamálinu Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 18. september 2021 07:01 Á fundi borgarráðs í mars var samþykkt tillagameirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur um að ráðast í vinnu við nýjan verkferil til framtíðar um viðbrögð og verklag og hvernig beri að bregðast við þegar koma upp raka- og myglumál í húsnæði borgarinnar. Sá verkferill er tilbúinn og mjög umfangsmikill og mun skipta verulegu máli. Hann var samþykktur í borgarráði í síðustu viku. Þessi nýi verkferill er mikilvægur áfangi í því að draga lærdóm af Fossvogsskólamálinu þar sem við erum öll sammála um að ýmislegt hefði betur mátt fara varðandi meðal annars verkstjórn, vinnubrögð, upplýsingamiðlun og samskipti við foreldra. Við skjótumst ekki undan ábyrgð heldur gerum allt sem við getum til að leysa málið. Ég þekki það af eigin reynslu hve grafalvarlegt mál mygla er og myndi hreinlega aldrei taka annað í mál en að bregðast við af festu. Systir mín varð alvarlega veik vegna myglu á heimili sínu og endaði í raun með að missa allt sitt. Heimilið, innbúið, eigurnar sínar, fötin sín. Hún þurfti að henda öllu gömlu sem hún vildi geyma og missti þar með minningarnar. Hún missti heilsuna og starfsgetuna sína árum saman, var óvinnufær í nokkur ár. Við höfum bætt verulega í viðhald skólahúsnæðis síðustu ár til að vinda ofan af uppsafnaðri viðhaldsþörf eftir hrun. Síðan 2016 hefur verið sett ríflega þrefalt fjármagn í viðhald skólahúsnæðis í Reykjavík frá tæpum 600 mkr í um 2100 mkr í ár. Við ætlum að gera enn meira og höfum látið framkvæma úttekt á ástandi skólahúsnæðis þar sem niðurstöður liggja fyrir von bráðar og verða lagðar fyrir sem grundvöllur fjárfestingaáætlunar til næstu ára. Það er risastórt mál. Það skulum við þó hafa á hreinu að mygla er ekki eitthvað einkamál meirihlutans í Reykjavík heldur umfangsmikið verkefni hins opinbera á landinu öllu. Við verðum því að horfa á þetta í stærra samhengi. Víða eru fordómar gagnvart mygluveikindum og heilbrigðiskerfið hefur ekki komist á þann stað að geta brugðist almennilega við mygluveikindum hvorki með sjúkdómsgreiningum né meðferð. Það virðist vanta almennileg viðmið um hvernig beri að greina myglu í húsnæði sem og betri umgjörð um uppbyggingu. Þess vegna gleðst ég yfir því að þingsályktun Pírata vegna myglu og rakaskemmda hafi verið samþykkt á Alþingi í vor sem snýr að betrumbótum á þessu sviði. Sömuleiðis harma ég að núverandi ríkisstjórn hafi lagt niður Rannsóknarmiðstöð byggingariðnaðarins sem heyrði undir Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Stofnunin hefur verið leiðandi í myglurannsóknums sem mikilvægasta stofnun landsins í baráttunni fyrir betri umgjörð um raka- og myglumál. Nýi verkferill Reykjavíkurborgar vegna myglu- og rakaskemmda í húsnæði borgarinnar, úttekt á ástandi skólahúsnæðis með úrbótum í kjölfarið og veruleg aukning viðhaldsfjármagns undanfarin ár eru mikilvæg skref á vegferð okkar gegn þeim vágesti sem mygla og rakaskemmdir eru. Verkefnið er þó enn umfangsmeira og allt samfélagið þarf að taka höndum saman. Við höldum ótrauð áfram baráttunni svo öll megi lifa og starfa við heilnæmt húsnæði og góða heilsu. Höfundur er oddviti Pírata í borgarstjórn Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Píratar Skóla - og menntamál Húsnæðismál Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Grunnskólar Mygla Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Á fundi borgarráðs í mars var samþykkt tillagameirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur um að ráðast í vinnu við nýjan verkferil til framtíðar um viðbrögð og verklag og hvernig beri að bregðast við þegar koma upp raka- og myglumál í húsnæði borgarinnar. Sá verkferill er tilbúinn og mjög umfangsmikill og mun skipta verulegu máli. Hann var samþykktur í borgarráði í síðustu viku. Þessi nýi verkferill er mikilvægur áfangi í því að draga lærdóm af Fossvogsskólamálinu þar sem við erum öll sammála um að ýmislegt hefði betur mátt fara varðandi meðal annars verkstjórn, vinnubrögð, upplýsingamiðlun og samskipti við foreldra. Við skjótumst ekki undan ábyrgð heldur gerum allt sem við getum til að leysa málið. Ég þekki það af eigin reynslu hve grafalvarlegt mál mygla er og myndi hreinlega aldrei taka annað í mál en að bregðast við af festu. Systir mín varð alvarlega veik vegna myglu á heimili sínu og endaði í raun með að missa allt sitt. Heimilið, innbúið, eigurnar sínar, fötin sín. Hún þurfti að henda öllu gömlu sem hún vildi geyma og missti þar með minningarnar. Hún missti heilsuna og starfsgetuna sína árum saman, var óvinnufær í nokkur ár. Við höfum bætt verulega í viðhald skólahúsnæðis síðustu ár til að vinda ofan af uppsafnaðri viðhaldsþörf eftir hrun. Síðan 2016 hefur verið sett ríflega þrefalt fjármagn í viðhald skólahúsnæðis í Reykjavík frá tæpum 600 mkr í um 2100 mkr í ár. Við ætlum að gera enn meira og höfum látið framkvæma úttekt á ástandi skólahúsnæðis þar sem niðurstöður liggja fyrir von bráðar og verða lagðar fyrir sem grundvöllur fjárfestingaáætlunar til næstu ára. Það er risastórt mál. Það skulum við þó hafa á hreinu að mygla er ekki eitthvað einkamál meirihlutans í Reykjavík heldur umfangsmikið verkefni hins opinbera á landinu öllu. Við verðum því að horfa á þetta í stærra samhengi. Víða eru fordómar gagnvart mygluveikindum og heilbrigðiskerfið hefur ekki komist á þann stað að geta brugðist almennilega við mygluveikindum hvorki með sjúkdómsgreiningum né meðferð. Það virðist vanta almennileg viðmið um hvernig beri að greina myglu í húsnæði sem og betri umgjörð um uppbyggingu. Þess vegna gleðst ég yfir því að þingsályktun Pírata vegna myglu og rakaskemmda hafi verið samþykkt á Alþingi í vor sem snýr að betrumbótum á þessu sviði. Sömuleiðis harma ég að núverandi ríkisstjórn hafi lagt niður Rannsóknarmiðstöð byggingariðnaðarins sem heyrði undir Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Stofnunin hefur verið leiðandi í myglurannsóknums sem mikilvægasta stofnun landsins í baráttunni fyrir betri umgjörð um raka- og myglumál. Nýi verkferill Reykjavíkurborgar vegna myglu- og rakaskemmda í húsnæði borgarinnar, úttekt á ástandi skólahúsnæðis með úrbótum í kjölfarið og veruleg aukning viðhaldsfjármagns undanfarin ár eru mikilvæg skref á vegferð okkar gegn þeim vágesti sem mygla og rakaskemmdir eru. Verkefnið er þó enn umfangsmeira og allt samfélagið þarf að taka höndum saman. Við höldum ótrauð áfram baráttunni svo öll megi lifa og starfa við heilnæmt húsnæði og góða heilsu. Höfundur er oddviti Pírata í borgarstjórn Reykjavíkur.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun