Heilbrigðiskerfið þarf að endurreisa Fjóla Hrund Björnsdóttir skrifar 16. september 2021 20:01 Ef Íslendingar eru sammála um eitthvað þá er það það að heilbrigðiskerfið okkar er komið að þolmörkum, svo mjög að gera þarf róttækar breytingar á því. Eftir fjögur ár undir núverandi stjórn er svo komið að endurreisa þarf það sem er okkur mikilvægst, sjálft heilbrigðiskerfið. Við í Miðflokknum leggjum áherslu á uppbyggingu og endurreisn heilbrigðiskerfisins. Um það höfum við skýra aðgerðaáætlun. Það þarf að efla heilsugæsluna um land allt og færa hana nær íbúum þar sem fólk á að geta búið hvar sem er á landinu en sótt sér grundvallarþjónustu. Um leið þarf að eyða biðlistum en þeir eru eru sársaukafullir fyrir sjúklinga og dýrir fyrir ríkissjóð. Tryggja þarf rétt allra Íslendinga til að komast í nauðsynlegar læknisaðgerðir, nú þegar. Bylting í forvörnum Yfirgripsmikil heilbrigðisskimun hefur ekki sést áður hér á landi en er vel þekkt út í heimi. Skimanir vegna heimsfaraldursins hafa gengið vel, en þau vandamál sem hafa komið upp vegna krabbameinsskimana kvenna minna á mikilvægi þess að tryggja öllum landsmönnum rétt á að fylgjast með eigin heilsu. Við í Miðflokknum boðum heilbrigðisskimanir sem munu bjarga mannslífum, bæta lýðheilsu og spara í ríkisrekstri til lengri tíma þar sem sjúkdómar og hættur uppgötvast vonandi í tæka tíð. Nýr Landspítali er enn í byggingu, þrátt fyrir langa bið eftir honum sem hefur valdið óþæginum fyrir bæði starfsfólk og sjúklinga við Hringbraut. Við í Miðflokknum viljum huga að uppbyggingu á nýjum spítala á nýjum stað, þó svo að bygging spítalans við Hringbraut, sem mætti kalla framlengingu á núverandi spítala, sé enn í gangi. Við þekkjum vel að það tekur tíma að teikna og undirbúa byggingu nýs spítala og því verðum við að nýta tímann og tækifærin sem við höfum núna til að vinna okkur í hag. Horfum á heildarmyndina Til þess að allir þessir þættir sem taldir eru upp geti virkað sem skildi þarf að huga að bættu starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks. Landspítalinn þarf að vera spennandi vinnuumhverfi með góða aðstöðu til að vera samkeppnishæfur, bæði gagnvart fyrirtækjum hér á landi og ekki síður erlendis. Við Íslendingar verðum að horfa á heildarmyndina. Landsmenn eiga skilið að fá góða og skilvirka heilbrigðisþjónstu. Miðflokkurinn mun standa við loforð sín um bætt heilbrigðiskerfi og vinna að því að stytta biðlista, koma af stað heilbrigðisskimunum og hugsa til framtíðar í heilbrigðisþjónustu. Við gerum það sem við segjumst ætla að gera. Höfundur skipar 1. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi suður Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Fjóla Hrund Björnsdóttir Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Ef Íslendingar eru sammála um eitthvað þá er það það að heilbrigðiskerfið okkar er komið að þolmörkum, svo mjög að gera þarf róttækar breytingar á því. Eftir fjögur ár undir núverandi stjórn er svo komið að endurreisa þarf það sem er okkur mikilvægst, sjálft heilbrigðiskerfið. Við í Miðflokknum leggjum áherslu á uppbyggingu og endurreisn heilbrigðiskerfisins. Um það höfum við skýra aðgerðaáætlun. Það þarf að efla heilsugæsluna um land allt og færa hana nær íbúum þar sem fólk á að geta búið hvar sem er á landinu en sótt sér grundvallarþjónustu. Um leið þarf að eyða biðlistum en þeir eru eru sársaukafullir fyrir sjúklinga og dýrir fyrir ríkissjóð. Tryggja þarf rétt allra Íslendinga til að komast í nauðsynlegar læknisaðgerðir, nú þegar. Bylting í forvörnum Yfirgripsmikil heilbrigðisskimun hefur ekki sést áður hér á landi en er vel þekkt út í heimi. Skimanir vegna heimsfaraldursins hafa gengið vel, en þau vandamál sem hafa komið upp vegna krabbameinsskimana kvenna minna á mikilvægi þess að tryggja öllum landsmönnum rétt á að fylgjast með eigin heilsu. Við í Miðflokknum boðum heilbrigðisskimanir sem munu bjarga mannslífum, bæta lýðheilsu og spara í ríkisrekstri til lengri tíma þar sem sjúkdómar og hættur uppgötvast vonandi í tæka tíð. Nýr Landspítali er enn í byggingu, þrátt fyrir langa bið eftir honum sem hefur valdið óþæginum fyrir bæði starfsfólk og sjúklinga við Hringbraut. Við í Miðflokknum viljum huga að uppbyggingu á nýjum spítala á nýjum stað, þó svo að bygging spítalans við Hringbraut, sem mætti kalla framlengingu á núverandi spítala, sé enn í gangi. Við þekkjum vel að það tekur tíma að teikna og undirbúa byggingu nýs spítala og því verðum við að nýta tímann og tækifærin sem við höfum núna til að vinna okkur í hag. Horfum á heildarmyndina Til þess að allir þessir þættir sem taldir eru upp geti virkað sem skildi þarf að huga að bættu starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks. Landspítalinn þarf að vera spennandi vinnuumhverfi með góða aðstöðu til að vera samkeppnishæfur, bæði gagnvart fyrirtækjum hér á landi og ekki síður erlendis. Við Íslendingar verðum að horfa á heildarmyndina. Landsmenn eiga skilið að fá góða og skilvirka heilbrigðisþjónstu. Miðflokkurinn mun standa við loforð sín um bætt heilbrigðiskerfi og vinna að því að stytta biðlista, koma af stað heilbrigðisskimunum og hugsa til framtíðar í heilbrigðisþjónustu. Við gerum það sem við segjumst ætla að gera. Höfundur skipar 1. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun