Nokkur orð um tónlistargagnrýni Magnús Lyngdal Magnússon skrifar 16. september 2021 14:01 Fyrir skemmstu kom fram hörð gagnrýni á krítík sem birtist í Fréttablaðinu um sýningu á óperunni Fidelio eftir Beethoven, sem sýnd var í styttri útgáfu í útsetningu fyrir litla hljómsveit. Ég sá ekki sýninguna en las gagnrýnina sem birtist og var hún neikvæð; söngvarar fengu að vísu fína dóma en uppfærslan og hljómsveitin ekki. Ég þekki ýmsa sem sáu þessa sýningu og var fólk almennt afar hrifið. Það sýnir vitanlega að gagnrýni sem birtist – til að mynda í dagblöðum – er bara skoðun einnar manneskju. Hún getur hins vegar auðvitað haft áhrif – til að mynda á miðasölu ef um fleiri tónleika/sýningar er að ræða eða þá á sölu geisladiskum svo eitthvað sé nefnt. Fleira mætti auðvitað tína til. En það er líka þekkt í sögunni að gagnrýnendur hafa stundum ekki reynst sannspáir, þ.e.a.s. þeir hafa ekki alltaf „rétt“ fyrir sér. George Bernard Shaw fannst ekki mikið til Þýsku sálumessu Brahms koma þegar hann heyrði hana fyrst (en hann var auðvitað Wagneristi) og annar gagnrýnandi spáði því eftir frumsýninguna á La bohème eftir Puccini að óperan myndi aldrei ná vinsældum. Við sáum hvernig það fór. Ef við tölum almennt þá þarf slæmur dómur eftir sem áður ekki að þýða það að krítíkin sé illa unnin. Stundum tekst bara ekki vel upp og það er þarflaust að skauta í kringum það. Eins getur afar lofsamlegur dómur verið algjörlega innihaldslaus ef því er ekki lýst í hverju hin lofsamlega krítík felst. En það sem ég myndi kalla lélega krítík er innihaldslaust blaður um eitthvað sem skiptir ekki máli – eins og það að nota þessa örfáu dálkasentímetra sem tónlistarkrítík vanalega fær til þess að kvarta undan hörðum sessum frammi í alrými Hörpu – eða þá að meira en hálf gagnrýnin snúist um tilurð verkanna sem verið var að flytja og frammistöðu og túlkunar sé getið í framhjáhlaupi. Ég hef séð ótal tónleika/sýningar og freista þess yfirleitt að hafa upp á gagnrýni sem birtist að þeim loknum, hér á landi sem og erlendis. Ég hef þannig lesið mjög neikvæða krítík um tónleika/sýningar sem ég var afar hrifinn af og mjög jákvæða gagnrýni um flutning sem mér fannst ekki góður. Þannig er það bara – upplifun okkar er misjöfn. En ég hef líka oftar en ekki lesið mjög lélega krítík sem var illa unnin og raunar til ama – bæði hér heima og erlendis. Þegar ég var að byrja að hlusta á tónlist skipti mig öllu máli að allt væri „kórrétt“ flutt – röng nóta, röng innkoma eða slæm intónasjón hér og þar eyðilagði þannig flutninginn fyrir mér. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og nú er ég hrifnastur af því þegar tónlistarflutningur hefur einhverja „frásögn“, þ.e.a.s. það að flytjandi sé að segja manni eitthvað með flutningi sínum. Þannig getur það verið skilningur á sónötuformi – framvindu verksins – eða hreinlega að laglína eða texti sé túlkaður þannig að hann hafi eitthvað að segja – með öðrum orðum: Verkið sé flutt. Þegar maður fer á tónleika hjá atvinnufólki gerir maður vitanlega ákveðnar kröfur en það eitt að maður sé ekki sammála einhverju í leikstjórn eða þá að viðkomandi listamaður túlki tónlistina/textann með öðrum hætti en maður er vanur að heyra á uppáhalds hljóðrituninni sinni kallar bara alls ekki ekki á sjálfkrafa á lélega krítík. Aðalmálið er hvort og þá hvað listamenn hafa að segja okkur með flutningi sínum sem hlýtur að skipta máli. Hliðstæða væri – úr því að það eru að koma kosningar – stjórnmálamaður með mikinn sannfæringakraft, jafnvel þó svo að það slæðist inn málvilla hér og þar. Honum eða henni tekst þannig að fá mann til þess að leggja við hlustir, jafnvel þó svo að maður sé ekki endilega sammála öllu sem fram kemur. Og með því að leggja við hlustir og átta sig að efni og aðstæðum á maður alltaf auðveldara með að skilja hvaðan viðkomandi er að koma og hvert hann hyggst fara. Svo er aftur annað mál hvort maður vill feta í sömu fótspor en með því að hlusta er maður alltaf í betri aðstöðu til þess að gagnrýna. Það sama á við um tónlistargagnrýni – það mikilvægasta er að hlusta og vera opinn fyrir því sem listamenn hafa að segja. Maður þarf ekki að vera sammála því öllu en ef vel er að gáð – og flytjandi veit hvert hann stefnir – er yfirleitt alltaf eitthvað um að skrifa í gagnrýni sem vert er að senda frá sér. Höfundur er sagnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tónlist Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Sjá meira
Fyrir skemmstu kom fram hörð gagnrýni á krítík sem birtist í Fréttablaðinu um sýningu á óperunni Fidelio eftir Beethoven, sem sýnd var í styttri útgáfu í útsetningu fyrir litla hljómsveit. Ég sá ekki sýninguna en las gagnrýnina sem birtist og var hún neikvæð; söngvarar fengu að vísu fína dóma en uppfærslan og hljómsveitin ekki. Ég þekki ýmsa sem sáu þessa sýningu og var fólk almennt afar hrifið. Það sýnir vitanlega að gagnrýni sem birtist – til að mynda í dagblöðum – er bara skoðun einnar manneskju. Hún getur hins vegar auðvitað haft áhrif – til að mynda á miðasölu ef um fleiri tónleika/sýningar er að ræða eða þá á sölu geisladiskum svo eitthvað sé nefnt. Fleira mætti auðvitað tína til. En það er líka þekkt í sögunni að gagnrýnendur hafa stundum ekki reynst sannspáir, þ.e.a.s. þeir hafa ekki alltaf „rétt“ fyrir sér. George Bernard Shaw fannst ekki mikið til Þýsku sálumessu Brahms koma þegar hann heyrði hana fyrst (en hann var auðvitað Wagneristi) og annar gagnrýnandi spáði því eftir frumsýninguna á La bohème eftir Puccini að óperan myndi aldrei ná vinsældum. Við sáum hvernig það fór. Ef við tölum almennt þá þarf slæmur dómur eftir sem áður ekki að þýða það að krítíkin sé illa unnin. Stundum tekst bara ekki vel upp og það er þarflaust að skauta í kringum það. Eins getur afar lofsamlegur dómur verið algjörlega innihaldslaus ef því er ekki lýst í hverju hin lofsamlega krítík felst. En það sem ég myndi kalla lélega krítík er innihaldslaust blaður um eitthvað sem skiptir ekki máli – eins og það að nota þessa örfáu dálkasentímetra sem tónlistarkrítík vanalega fær til þess að kvarta undan hörðum sessum frammi í alrými Hörpu – eða þá að meira en hálf gagnrýnin snúist um tilurð verkanna sem verið var að flytja og frammistöðu og túlkunar sé getið í framhjáhlaupi. Ég hef séð ótal tónleika/sýningar og freista þess yfirleitt að hafa upp á gagnrýni sem birtist að þeim loknum, hér á landi sem og erlendis. Ég hef þannig lesið mjög neikvæða krítík um tónleika/sýningar sem ég var afar hrifinn af og mjög jákvæða gagnrýni um flutning sem mér fannst ekki góður. Þannig er það bara – upplifun okkar er misjöfn. En ég hef líka oftar en ekki lesið mjög lélega krítík sem var illa unnin og raunar til ama – bæði hér heima og erlendis. Þegar ég var að byrja að hlusta á tónlist skipti mig öllu máli að allt væri „kórrétt“ flutt – röng nóta, röng innkoma eða slæm intónasjón hér og þar eyðilagði þannig flutninginn fyrir mér. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og nú er ég hrifnastur af því þegar tónlistarflutningur hefur einhverja „frásögn“, þ.e.a.s. það að flytjandi sé að segja manni eitthvað með flutningi sínum. Þannig getur það verið skilningur á sónötuformi – framvindu verksins – eða hreinlega að laglína eða texti sé túlkaður þannig að hann hafi eitthvað að segja – með öðrum orðum: Verkið sé flutt. Þegar maður fer á tónleika hjá atvinnufólki gerir maður vitanlega ákveðnar kröfur en það eitt að maður sé ekki sammála einhverju í leikstjórn eða þá að viðkomandi listamaður túlki tónlistina/textann með öðrum hætti en maður er vanur að heyra á uppáhalds hljóðrituninni sinni kallar bara alls ekki ekki á sjálfkrafa á lélega krítík. Aðalmálið er hvort og þá hvað listamenn hafa að segja okkur með flutningi sínum sem hlýtur að skipta máli. Hliðstæða væri – úr því að það eru að koma kosningar – stjórnmálamaður með mikinn sannfæringakraft, jafnvel þó svo að það slæðist inn málvilla hér og þar. Honum eða henni tekst þannig að fá mann til þess að leggja við hlustir, jafnvel þó svo að maður sé ekki endilega sammála öllu sem fram kemur. Og með því að leggja við hlustir og átta sig að efni og aðstæðum á maður alltaf auðveldara með að skilja hvaðan viðkomandi er að koma og hvert hann hyggst fara. Svo er aftur annað mál hvort maður vill feta í sömu fótspor en með því að hlusta er maður alltaf í betri aðstöðu til þess að gagnrýna. Það sama á við um tónlistargagnrýni – það mikilvægasta er að hlusta og vera opinn fyrir því sem listamenn hafa að segja. Maður þarf ekki að vera sammála því öllu en ef vel er að gáð – og flytjandi veit hvert hann stefnir – er yfirleitt alltaf eitthvað um að skrifa í gagnrýni sem vert er að senda frá sér. Höfundur er sagnfræðingur.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun