Engin annarleg sjónarmið, eingöngu fólk sem starfar af heilindum Aðalbjörn Sigurðsson skrifar 16. september 2021 10:30 Rekstrarkostnaður lífeyrissjóða landsins nam um 8,8 milljörðum króna á síðasta ári. Um þetta var fjallað í Fréttablaðinu á dögunum en af einhverjum ástæðum valdi blaðamaður að leggja fjárfestingarkostnað lífeyrissjóðanna við þessa tölu. Sá kostnaður nam um 16 milljörðum króna í fyrra eins og fram kemur í ársreikningum þeirra. Samtals 25 milljarðar. Ragnar Þór Ingólfsson sagði í Fréttablaðinu að rekstrar- og fjárfestingarkostnaður lífeyrissjóða væri áhyggjuefni. Hann bætti um betur í grein sem hann ritaði á vefsíðuna visir.is á dögunum þar sem hann segir að kostnaður við fjárfestingar sé „vel falinn í skýringum ársreikninga sjóðanna“ og gaf í skyn að kostnaðurinn sé mun hærri en umræddir 25 milljarðar. Ég get hér róað Ragnar Þór og upplýst hann um að kostnaðurinn er ekki hærri. Og alls ekki falinn, er t.d. gefinn skýrt og skilmerkilega upp í ársreikningum sjóðanna (sjá bls. 53 í ársskýrslu Gildis). Landssamtök lífeyrissjóða setja þennan kostnað í samhengi á heimasíðu sinni og Fjármálaeftirlit Seðlabankans tekur árlega saman helstu tölur úr ársreikningum lífeyrissjóða og birtir á vef sínum. Þar stendur skýrt að fjárfestingargjöld lífeyrissjóða landsins í fyrra námu 16.090.818.000 króna. Kostnaðurinn er sundurliðaður og birtur eftir einstaka sjóðum. Feluleikurinn er ekki meiri en svo. Rekstrarkostnaður settur í samhengi Rekstrarkostnaður sjóðanna og kostnaður við fjárfestingar er síðan víða reiknaður niður á einstaka sjóðfélaga, bæði heildarfjölda og þá sem greiða reglulega til viðkomandi sjóðs. Þetta er gert til að auðvelda samanburð á þessum kostnaði milli sjóða. Einnig er kostnaðurinn oft skoðaður í samanburði við heildareignir einstakra sjóða og kerfisins í heild og hann þannig borinn saman við sambærilegar stærðir erlendis. Líkt og Samtök atvinnulífsins gerðu á dögunum og ollu undarlegri gremju formanns VR. Ekkert af þessu er gert til að blekkja sjóðfélaga heldur þvert á móti til að reyna að setja kostnaðinn í samhengi. Það er síðan áhugavert að það er sama hver af þessum mælikvörðum er notaður, alltaf er niðurstaðan sú að rekstrar- og fjárfestingarkostnaður sjóðanna stenst samanburð við það sem best gerist jafnt innanlands og utan landsteinanna. Engin teppi í fundarherbergjum En það er verra að formaður VR gefur ítrekað í skyn að sjóðirnir séu að fela raunverulegan kostnað og að óþægilegum málum sé „sópað undir teppið“ eins og hann orðar það. Þar er Ragnar reyndar í mörgum tilfellum að tala niður félagsmenn sína enda er stór hluti starfsfólks lífeyrissjóða landsins félagsmenn í VR. Í stjórnum lífeyrissjóða landsins sitja vissulega fulltrúar atvinnurekenda eins og margoft hefur verið bent á af þeim sem helst gagnrýna sjóðina, en þeir gleyma yfirleitt að nefna að fulltrúar launþega (kosnir af stéttarfélögum landsins) eru þar jafn margir. Hjá Gildi-lífeyrissjóði, þar sem ég starfa, er samstarfið milli þessara fulltrúa í stjórn afar gott. Þar eru engar harðvítugar deilur þar sem annarleg sjónarmið eru viðruð. Og það eru engin teppi á skrifstofum sjóðsins eða í fundarherbergi stjórnar sem hægt er að sópa málum undir. 140 stéttarfélög Ragnar Þór þreytist ekki á að benda á að lífeyrissjóðirnir séu tuttugu og einn talsins eins og í því felist spilling sem og gríðarlegt óhagræði. Sem stenst auðvitað ekki skoðun eins og lesa má úr skýringum mínum hér að ofan. Lífeyrissjóðunum má reyndar örugglega fækka sem hefur verið gert því sjóðirnir voru 96 talsins árið 1980. Valdið til að sameina lífeyrissjóðina liggur hjá stjórnum þeirra og sjóðfélögum en einnig hjá stéttarfélögum landsins. Í því samhengi má benda á að stéttarfélögin eru í dag um 140 talsins og meðalfjöldi félagsmanna í hverju þeirra er um 1.500. Sameining margra þeirra myndi óhjákvæmilega kalla á sameiningu lífeyrissjóða sem félögin eiga aðild að. Vilji Ragnar Þór eða aðrir ráðamenn verkalýðshreyfingarinnar fækka sjóðunum ættu þeir því kannski að líta sér örlítið nær. Höfundur er forstöðumaður samskipta hjá Gildi-lífeyrissjóði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Rekstrarkostnaður lífeyrissjóðanna er síst of hár Í vikunni var því slegið upp á forsíðu Fréttablaðsins að rekstrarkostnaður íslensku lífeyrissjóðanna næmi yfir 25 milljörðum króna á ári. Sú tala var fengin með því að leggja saman raunverulegan rekstrarkostnað sjóðanna, sem nam um 8,8 milljörðum króna í fyrra, og fjárfestingargjöld þeirra, sem námu þá ríflega 16 milljörðum. 8. september 2021 16:00 Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Rekstrarkostnaður lífeyrissjóða landsins nam um 8,8 milljörðum króna á síðasta ári. Um þetta var fjallað í Fréttablaðinu á dögunum en af einhverjum ástæðum valdi blaðamaður að leggja fjárfestingarkostnað lífeyrissjóðanna við þessa tölu. Sá kostnaður nam um 16 milljörðum króna í fyrra eins og fram kemur í ársreikningum þeirra. Samtals 25 milljarðar. Ragnar Þór Ingólfsson sagði í Fréttablaðinu að rekstrar- og fjárfestingarkostnaður lífeyrissjóða væri áhyggjuefni. Hann bætti um betur í grein sem hann ritaði á vefsíðuna visir.is á dögunum þar sem hann segir að kostnaður við fjárfestingar sé „vel falinn í skýringum ársreikninga sjóðanna“ og gaf í skyn að kostnaðurinn sé mun hærri en umræddir 25 milljarðar. Ég get hér róað Ragnar Þór og upplýst hann um að kostnaðurinn er ekki hærri. Og alls ekki falinn, er t.d. gefinn skýrt og skilmerkilega upp í ársreikningum sjóðanna (sjá bls. 53 í ársskýrslu Gildis). Landssamtök lífeyrissjóða setja þennan kostnað í samhengi á heimasíðu sinni og Fjármálaeftirlit Seðlabankans tekur árlega saman helstu tölur úr ársreikningum lífeyrissjóða og birtir á vef sínum. Þar stendur skýrt að fjárfestingargjöld lífeyrissjóða landsins í fyrra námu 16.090.818.000 króna. Kostnaðurinn er sundurliðaður og birtur eftir einstaka sjóðum. Feluleikurinn er ekki meiri en svo. Rekstrarkostnaður settur í samhengi Rekstrarkostnaður sjóðanna og kostnaður við fjárfestingar er síðan víða reiknaður niður á einstaka sjóðfélaga, bæði heildarfjölda og þá sem greiða reglulega til viðkomandi sjóðs. Þetta er gert til að auðvelda samanburð á þessum kostnaði milli sjóða. Einnig er kostnaðurinn oft skoðaður í samanburði við heildareignir einstakra sjóða og kerfisins í heild og hann þannig borinn saman við sambærilegar stærðir erlendis. Líkt og Samtök atvinnulífsins gerðu á dögunum og ollu undarlegri gremju formanns VR. Ekkert af þessu er gert til að blekkja sjóðfélaga heldur þvert á móti til að reyna að setja kostnaðinn í samhengi. Það er síðan áhugavert að það er sama hver af þessum mælikvörðum er notaður, alltaf er niðurstaðan sú að rekstrar- og fjárfestingarkostnaður sjóðanna stenst samanburð við það sem best gerist jafnt innanlands og utan landsteinanna. Engin teppi í fundarherbergjum En það er verra að formaður VR gefur ítrekað í skyn að sjóðirnir séu að fela raunverulegan kostnað og að óþægilegum málum sé „sópað undir teppið“ eins og hann orðar það. Þar er Ragnar reyndar í mörgum tilfellum að tala niður félagsmenn sína enda er stór hluti starfsfólks lífeyrissjóða landsins félagsmenn í VR. Í stjórnum lífeyrissjóða landsins sitja vissulega fulltrúar atvinnurekenda eins og margoft hefur verið bent á af þeim sem helst gagnrýna sjóðina, en þeir gleyma yfirleitt að nefna að fulltrúar launþega (kosnir af stéttarfélögum landsins) eru þar jafn margir. Hjá Gildi-lífeyrissjóði, þar sem ég starfa, er samstarfið milli þessara fulltrúa í stjórn afar gott. Þar eru engar harðvítugar deilur þar sem annarleg sjónarmið eru viðruð. Og það eru engin teppi á skrifstofum sjóðsins eða í fundarherbergi stjórnar sem hægt er að sópa málum undir. 140 stéttarfélög Ragnar Þór þreytist ekki á að benda á að lífeyrissjóðirnir séu tuttugu og einn talsins eins og í því felist spilling sem og gríðarlegt óhagræði. Sem stenst auðvitað ekki skoðun eins og lesa má úr skýringum mínum hér að ofan. Lífeyrissjóðunum má reyndar örugglega fækka sem hefur verið gert því sjóðirnir voru 96 talsins árið 1980. Valdið til að sameina lífeyrissjóðina liggur hjá stjórnum þeirra og sjóðfélögum en einnig hjá stéttarfélögum landsins. Í því samhengi má benda á að stéttarfélögin eru í dag um 140 talsins og meðalfjöldi félagsmanna í hverju þeirra er um 1.500. Sameining margra þeirra myndi óhjákvæmilega kalla á sameiningu lífeyrissjóða sem félögin eiga aðild að. Vilji Ragnar Þór eða aðrir ráðamenn verkalýðshreyfingarinnar fækka sjóðunum ættu þeir því kannski að líta sér örlítið nær. Höfundur er forstöðumaður samskipta hjá Gildi-lífeyrissjóði.
Rekstrarkostnaður lífeyrissjóðanna er síst of hár Í vikunni var því slegið upp á forsíðu Fréttablaðsins að rekstrarkostnaður íslensku lífeyrissjóðanna næmi yfir 25 milljörðum króna á ári. Sú tala var fengin með því að leggja saman raunverulegan rekstrarkostnað sjóðanna, sem nam um 8,8 milljörðum króna í fyrra, og fjárfestingargjöld þeirra, sem námu þá ríflega 16 milljörðum. 8. september 2021 16:00
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun