Blása á bábiljur Nicki Minaj um bóluefni og bólgin eistu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. september 2021 22:56 Nicki Minaj hefur mátt þola talsverða gagnrýni eftir ummæli sín á Twitter í vikunni. Gilbert Carrasquillo/GC Images Heilbrigðisráðherra Trínidad og Tóbagó er hreint ekki ánægður með bandarísku tónlistarkonuna Nicki Minaj, eftir að hún tísti um að frændi hennar í Trínidad hefð hætt við að láta bólusetja sig vegna þess að vinur hans sagðist vera getulaus eftir bólusetningu gegn Covid-19. Ráðherrann segir ekkert til í sögunni. Minaj, sem er fædd í Trínidad, setti eftirfarandi tíst í loftið á mánudaginn, þar sem hún vísaði í að þessi ónefndi vinur frænda hennar væri getulaus vegna bólusetningar við Covid-19, eistu hans hefðu bólgnað svo mikið. Unnusta hans hafi meðal annars hætt við að giftast honum. Minaj er með um 23 milljónir fylgjenda á Twitter. My cousin in Trinidad won’t get the vaccine cuz his friend got it & became impotent. His testicles became swollen. His friend was weeks away from getting married, now the girl called off the wedding. So just pray on it & make sure you’re comfortable with ur decision, not bullied— Nicki Minaj (@NICKIMINAJ) September 13, 2021 Söngkonan hefur mátt þola mikla gagnrýni vegna ummæla sinna, ekki síst í ljósi mikils átaks sem nú er í gangi í Bandaríkjunum til að fá Bandaríkjamenn til að bólusetja sig gegn Covid-19. Einn af þeim sem er óhress með Minaj er Terrence Deyalsingh, heilbrigðisráðherra Trínodad og Tóbagó. Ef marka má frétt Reuters er hann ekki ánægður með að hafa þurft að eyða tíma í að leiðrétta Minaj. „Ein af ástæðunum fyrir því að við gátum ekki svarað þessu strax er að við þurftum að athuga og ganga úr skugga um að hvort að það sem hún sagði væri rangt eða rétt. Því miður eyddum við mjög miklum tíma í gær í að eltast við þessa röngu staðhæfingu,“ sagði Deyalsingh. Bætti hann því við að yfirvöld í Trínídad og Tóbagó hefðu ekki fundið eitt tilfelli um bólgin eistu í kjölfar bólusetningar vegna Covid-19. 🇹🇹Minister of Health Terrence Deyalsingh says claims made by @NICKIMINAJ are Not True! pic.twitter.com/dcApHfsq1n— Marie Hull 💉💉 (@MariefHull) September 15, 2021 Dr. Anthony Fauci, sem segja má að gegni hlutverki Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis í Bandaríkjunum, virtist heldur ekkert vera alltof kátur með ummælin. „Ég er ekki að kenna henni um neitt. En ég held að hún ætti að hugsa sig tvisvar um áður en hún dreifir upplýsingum sem eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum,“ sagði Fauci. Trínidad og Tóbagó Samfélagsmiðlar Bandaríkin Bólusetningar Tónlist Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Sjá meira
Minaj, sem er fædd í Trínidad, setti eftirfarandi tíst í loftið á mánudaginn, þar sem hún vísaði í að þessi ónefndi vinur frænda hennar væri getulaus vegna bólusetningar við Covid-19, eistu hans hefðu bólgnað svo mikið. Unnusta hans hafi meðal annars hætt við að giftast honum. Minaj er með um 23 milljónir fylgjenda á Twitter. My cousin in Trinidad won’t get the vaccine cuz his friend got it & became impotent. His testicles became swollen. His friend was weeks away from getting married, now the girl called off the wedding. So just pray on it & make sure you’re comfortable with ur decision, not bullied— Nicki Minaj (@NICKIMINAJ) September 13, 2021 Söngkonan hefur mátt þola mikla gagnrýni vegna ummæla sinna, ekki síst í ljósi mikils átaks sem nú er í gangi í Bandaríkjunum til að fá Bandaríkjamenn til að bólusetja sig gegn Covid-19. Einn af þeim sem er óhress með Minaj er Terrence Deyalsingh, heilbrigðisráðherra Trínodad og Tóbagó. Ef marka má frétt Reuters er hann ekki ánægður með að hafa þurft að eyða tíma í að leiðrétta Minaj. „Ein af ástæðunum fyrir því að við gátum ekki svarað þessu strax er að við þurftum að athuga og ganga úr skugga um að hvort að það sem hún sagði væri rangt eða rétt. Því miður eyddum við mjög miklum tíma í gær í að eltast við þessa röngu staðhæfingu,“ sagði Deyalsingh. Bætti hann því við að yfirvöld í Trínídad og Tóbagó hefðu ekki fundið eitt tilfelli um bólgin eistu í kjölfar bólusetningar vegna Covid-19. 🇹🇹Minister of Health Terrence Deyalsingh says claims made by @NICKIMINAJ are Not True! pic.twitter.com/dcApHfsq1n— Marie Hull 💉💉 (@MariefHull) September 15, 2021 Dr. Anthony Fauci, sem segja má að gegni hlutverki Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis í Bandaríkjunum, virtist heldur ekkert vera alltof kátur með ummælin. „Ég er ekki að kenna henni um neitt. En ég held að hún ætti að hugsa sig tvisvar um áður en hún dreifir upplýsingum sem eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum,“ sagði Fauci.
Trínidad og Tóbagó Samfélagsmiðlar Bandaríkin Bólusetningar Tónlist Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Sjá meira