Blása á bábiljur Nicki Minaj um bóluefni og bólgin eistu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. september 2021 22:56 Nicki Minaj hefur mátt þola talsverða gagnrýni eftir ummæli sín á Twitter í vikunni. Gilbert Carrasquillo/GC Images Heilbrigðisráðherra Trínidad og Tóbagó er hreint ekki ánægður með bandarísku tónlistarkonuna Nicki Minaj, eftir að hún tísti um að frændi hennar í Trínidad hefð hætt við að láta bólusetja sig vegna þess að vinur hans sagðist vera getulaus eftir bólusetningu gegn Covid-19. Ráðherrann segir ekkert til í sögunni. Minaj, sem er fædd í Trínidad, setti eftirfarandi tíst í loftið á mánudaginn, þar sem hún vísaði í að þessi ónefndi vinur frænda hennar væri getulaus vegna bólusetningar við Covid-19, eistu hans hefðu bólgnað svo mikið. Unnusta hans hafi meðal annars hætt við að giftast honum. Minaj er með um 23 milljónir fylgjenda á Twitter. My cousin in Trinidad won’t get the vaccine cuz his friend got it & became impotent. His testicles became swollen. His friend was weeks away from getting married, now the girl called off the wedding. So just pray on it & make sure you’re comfortable with ur decision, not bullied— Nicki Minaj (@NICKIMINAJ) September 13, 2021 Söngkonan hefur mátt þola mikla gagnrýni vegna ummæla sinna, ekki síst í ljósi mikils átaks sem nú er í gangi í Bandaríkjunum til að fá Bandaríkjamenn til að bólusetja sig gegn Covid-19. Einn af þeim sem er óhress með Minaj er Terrence Deyalsingh, heilbrigðisráðherra Trínodad og Tóbagó. Ef marka má frétt Reuters er hann ekki ánægður með að hafa þurft að eyða tíma í að leiðrétta Minaj. „Ein af ástæðunum fyrir því að við gátum ekki svarað þessu strax er að við þurftum að athuga og ganga úr skugga um að hvort að það sem hún sagði væri rangt eða rétt. Því miður eyddum við mjög miklum tíma í gær í að eltast við þessa röngu staðhæfingu,“ sagði Deyalsingh. Bætti hann því við að yfirvöld í Trínídad og Tóbagó hefðu ekki fundið eitt tilfelli um bólgin eistu í kjölfar bólusetningar vegna Covid-19. 🇹🇹Minister of Health Terrence Deyalsingh says claims made by @NICKIMINAJ are Not True! pic.twitter.com/dcApHfsq1n— Marie Hull 💉💉 (@MariefHull) September 15, 2021 Dr. Anthony Fauci, sem segja má að gegni hlutverki Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis í Bandaríkjunum, virtist heldur ekkert vera alltof kátur með ummælin. „Ég er ekki að kenna henni um neitt. En ég held að hún ætti að hugsa sig tvisvar um áður en hún dreifir upplýsingum sem eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum,“ sagði Fauci. Trínidad og Tóbagó Samfélagsmiðlar Bandaríkin Bólusetningar Tónlist Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Sjá meira
Minaj, sem er fædd í Trínidad, setti eftirfarandi tíst í loftið á mánudaginn, þar sem hún vísaði í að þessi ónefndi vinur frænda hennar væri getulaus vegna bólusetningar við Covid-19, eistu hans hefðu bólgnað svo mikið. Unnusta hans hafi meðal annars hætt við að giftast honum. Minaj er með um 23 milljónir fylgjenda á Twitter. My cousin in Trinidad won’t get the vaccine cuz his friend got it & became impotent. His testicles became swollen. His friend was weeks away from getting married, now the girl called off the wedding. So just pray on it & make sure you’re comfortable with ur decision, not bullied— Nicki Minaj (@NICKIMINAJ) September 13, 2021 Söngkonan hefur mátt þola mikla gagnrýni vegna ummæla sinna, ekki síst í ljósi mikils átaks sem nú er í gangi í Bandaríkjunum til að fá Bandaríkjamenn til að bólusetja sig gegn Covid-19. Einn af þeim sem er óhress með Minaj er Terrence Deyalsingh, heilbrigðisráðherra Trínodad og Tóbagó. Ef marka má frétt Reuters er hann ekki ánægður með að hafa þurft að eyða tíma í að leiðrétta Minaj. „Ein af ástæðunum fyrir því að við gátum ekki svarað þessu strax er að við þurftum að athuga og ganga úr skugga um að hvort að það sem hún sagði væri rangt eða rétt. Því miður eyddum við mjög miklum tíma í gær í að eltast við þessa röngu staðhæfingu,“ sagði Deyalsingh. Bætti hann því við að yfirvöld í Trínídad og Tóbagó hefðu ekki fundið eitt tilfelli um bólgin eistu í kjölfar bólusetningar vegna Covid-19. 🇹🇹Minister of Health Terrence Deyalsingh says claims made by @NICKIMINAJ are Not True! pic.twitter.com/dcApHfsq1n— Marie Hull 💉💉 (@MariefHull) September 15, 2021 Dr. Anthony Fauci, sem segja má að gegni hlutverki Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis í Bandaríkjunum, virtist heldur ekkert vera alltof kátur með ummælin. „Ég er ekki að kenna henni um neitt. En ég held að hún ætti að hugsa sig tvisvar um áður en hún dreifir upplýsingum sem eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum,“ sagði Fauci.
Trínidad og Tóbagó Samfélagsmiðlar Bandaríkin Bólusetningar Tónlist Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Sjá meira