Við vorum svo heppnir í þessum leik að það hálfa væri nóg Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 15. september 2021 22:50 Arnar Gunnlaugs, þjálfari Víkings. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var sáttur með 1-0 sigur á Fylki í 8. umferð Mjókurbikar karla í Árbænum í kvöld. Leikurinn var háspenna, lífshætta frá fyrstu mínútu og kom ekki markið fyrr en í framlengingunni. „Mér líður mjög vel. Við vorum svo heppnir í þessum leik að það hálfa væri nóg. Frá því að vera í total control í fyrri hálfleik yfir í einhverja vitleysu í seinni hálfleik og í framlengingunni. Við náum bara engum tökum á þessum leik, bara því miður. Fylkir voru sterkir og sprækir. Við vorum bara í algjöru rugli ef ég á að segja alveg eins og er,“ sagði Arnar eftir leik. Það má segja að Ingvar Jónsson, markmaður Víkings, hafi haldið þeim inn í leiknum þar sem hann átti hverja stjörnuvörsluna á fætur annarri. „Hann er búinn að vera frábær síðan að hann kom til baka og er frábær markmaður. Við búum við það góða að eiga tvo frábæra markmenn. Hann bjargaði okkur í þessum leik og mér finnst það eina útskýringin að við unnum þennan leik er að við erum á „góðu rönni“. Þegar þú ert á „góðu rönni“ dettur allt með þér og að sama skapi með Fylki, það datt ekkert með þeim og svona er bara fótboltinn.“ Víkingar voru öflugir í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikurinn var hinsvegar ekki á pari við þann fyrri. „Mér fannst fyrri hálfleikurinn mjög sterkur og ég veit ekki hversu oft að það var Groundhog Day. Við vorum með boltann og við brunuðum upp hægri kantinn og áttum fyrirgjafir, enginn mætti í teiginn og fyrirgjafirnar voru lélegar. Fyrri hálfleikur var mjög sterkur, taktískt séð. Seinni hálfleikur þá fór bara allt út í veður og vind. Menn fóru að hlaupa úr stöðum og gera allskonar þvælu. Ég er samt hrikalega feginn, ætla ekki að vera mjög niðurbrotinn því ég er mjög ánægður að við séum komnir í undanúrslitin.“ Víkingur eru ríkjandi bikarmeistarar og aðspurður hvort stefnan yrði að verja titilinn hafði Arnar þetta að segja. „Já klárlega. Þetta er búin að vera mjög skrítin bikarkeppni. Öll stóru liðin, no disrespect fyrir liðum sem eru komin áfram, eru dottin út og rómantíkin í þessari keppni er búin að vera ótrúleg í ár. Þetta er búið að vera frábært Íslandsmót og núna frábær bikar. Miðað við þessa leiki sem voru í 8-liða úrslitum þá er þetta ekkert gefið. Ég veit að margir munu spá okkur titlinum og að við munum verja titilinn en við þurfum að spila miklu betur en þetta til að verja titilinn.“ Víkingur Reykjavík Fylkir Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Leik lokið: Fylkir - Víkingur 0-1 | Bikarmeistararnir í undanúrslit eftir framlengdan leik Víkingar eru komnir í undanúrslit í Mjólkurbikar karla í fótbolta og geta því enn varið bikarinn sem þeir unnu 2019. Sigurinn var ekki fallegur en það skiptir litlu máli. Lokatölur 1-0 eftir framlengdan leik þar sem sjálfsmark skildi liðin að. 15. september 2021 21:50 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Sjá meira
„Mér líður mjög vel. Við vorum svo heppnir í þessum leik að það hálfa væri nóg. Frá því að vera í total control í fyrri hálfleik yfir í einhverja vitleysu í seinni hálfleik og í framlengingunni. Við náum bara engum tökum á þessum leik, bara því miður. Fylkir voru sterkir og sprækir. Við vorum bara í algjöru rugli ef ég á að segja alveg eins og er,“ sagði Arnar eftir leik. Það má segja að Ingvar Jónsson, markmaður Víkings, hafi haldið þeim inn í leiknum þar sem hann átti hverja stjörnuvörsluna á fætur annarri. „Hann er búinn að vera frábær síðan að hann kom til baka og er frábær markmaður. Við búum við það góða að eiga tvo frábæra markmenn. Hann bjargaði okkur í þessum leik og mér finnst það eina útskýringin að við unnum þennan leik er að við erum á „góðu rönni“. Þegar þú ert á „góðu rönni“ dettur allt með þér og að sama skapi með Fylki, það datt ekkert með þeim og svona er bara fótboltinn.“ Víkingar voru öflugir í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikurinn var hinsvegar ekki á pari við þann fyrri. „Mér fannst fyrri hálfleikurinn mjög sterkur og ég veit ekki hversu oft að það var Groundhog Day. Við vorum með boltann og við brunuðum upp hægri kantinn og áttum fyrirgjafir, enginn mætti í teiginn og fyrirgjafirnar voru lélegar. Fyrri hálfleikur var mjög sterkur, taktískt séð. Seinni hálfleikur þá fór bara allt út í veður og vind. Menn fóru að hlaupa úr stöðum og gera allskonar þvælu. Ég er samt hrikalega feginn, ætla ekki að vera mjög niðurbrotinn því ég er mjög ánægður að við séum komnir í undanúrslitin.“ Víkingur eru ríkjandi bikarmeistarar og aðspurður hvort stefnan yrði að verja titilinn hafði Arnar þetta að segja. „Já klárlega. Þetta er búin að vera mjög skrítin bikarkeppni. Öll stóru liðin, no disrespect fyrir liðum sem eru komin áfram, eru dottin út og rómantíkin í þessari keppni er búin að vera ótrúleg í ár. Þetta er búið að vera frábært Íslandsmót og núna frábær bikar. Miðað við þessa leiki sem voru í 8-liða úrslitum þá er þetta ekkert gefið. Ég veit að margir munu spá okkur titlinum og að við munum verja titilinn en við þurfum að spila miklu betur en þetta til að verja titilinn.“
Víkingur Reykjavík Fylkir Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Leik lokið: Fylkir - Víkingur 0-1 | Bikarmeistararnir í undanúrslit eftir framlengdan leik Víkingar eru komnir í undanúrslit í Mjólkurbikar karla í fótbolta og geta því enn varið bikarinn sem þeir unnu 2019. Sigurinn var ekki fallegur en það skiptir litlu máli. Lokatölur 1-0 eftir framlengdan leik þar sem sjálfsmark skildi liðin að. 15. september 2021 21:50 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Sjá meira
Leik lokið: Fylkir - Víkingur 0-1 | Bikarmeistararnir í undanúrslit eftir framlengdan leik Víkingar eru komnir í undanúrslit í Mjólkurbikar karla í fótbolta og geta því enn varið bikarinn sem þeir unnu 2019. Sigurinn var ekki fallegur en það skiptir litlu máli. Lokatölur 1-0 eftir framlengdan leik þar sem sjálfsmark skildi liðin að. 15. september 2021 21:50