Stóreignaskattur er siðlaus og tvöföld heimska! Ole Anton Bieltvedt skrifar 11. september 2021 19:00 Mér hefur fundizt Samfylkingin vera ágætur flokkur, einkum undir þeirri forustu, sem verið hefur undanfarin ár, en ég sakna nú m.a. fíns drengs, Ágústar Ólafs Ágústssonar, sem reyndar er bæði lögfræðingur og hagfræðingur, þó að það sé ekki málið, heldur hans almennu og miklu kostir, ekki sízt á sviði dýraverndar, þar sem hann var fremstur í flokki alþingismanna. Í staðinn er komið nýtt fólk, eflaust gott fólk, en margt full ungt, reynslulítið og óþroskað, hefur lítið þurft að standa ölduna á lífsins ólgusjó, en telur sig samt vera útvalið, jafnvel til leiðtogahlutverka, auðvitað án þess að vera það. Hefur þetta nýja fólk sett nokkuð mark á nýja stefnu flokksins, og er þar ekki allt til góðs. Auðvitað er þetta unga fólk, um og yfir þrítugt, ekki eitt á ferð, hinir þurftu að þvælast með, en nýi tónninn kann að hafa komið nokkuð frá sjálfumglöðum nýliðum. Eru þessi orð skrifuð sérstaklega með tilliti til tillögu Samfylkingarinnar um, að stóreignaskattur verði innleiddur hér. Þeir, sem eiga hreina eign upp á 200 milljónir skuli greiða af þessari eign umtalsverðan skatt. Slík skattlagning væri, í fyrsta lagi, með öllu siðlaus. Fólkið, sem á slíkar eignir – þarf ekki að vera meira en hús, sumarbústaður og bíll – var þá þegar búið að borga skatta af þeim tekjum, sem þessar eignir voru keyptar fyrir. Á það þá að borga skatt aftur af sömu tekjum? Hin hliðin á siðleysinu er sú, að slík skattlagning kæmi aftan að fólki, margt kannske eldra fólk, sumt veikburða eða veikt, sumt hætt að vinna, sumir einstæðir, og kæmi því í opna skjöldu. Ljót hugsun og ljótur leikur gagnvart slíkum fólki. Heimskan er annars vegar sú, að menn greiða ekki skatta og skyldur með eignum, heldur með tekjum. Það liggur engan vegin fyrir, að eigendur eigna upp á 200 milljónir hafi tekjur eða reiðufjárstöðu, svo nokkru nemi. Menn verða að hafa tekjur, til að geta greitt, annars er verið að neyða fólk í nauðungarsölu, til að hægt sé að greiða nýja skatta, sem enginn vissi um eða var undir búinn. Ætlar jafnaðarmannaflokkur að vaða í að skemma líf og tilveru kannske þeirra, sem minnst mega sín, þó að þeim hafi áskotnast einhverjar eignir í gegnum ævina, sem mestar eða allar tekjur haf verið settar í að borga. Flutningsmenn tala um, að þessi skattur nái aðeins til fárra, 2% að skattgreiðendum. En fólk er ekki prósentur, heldur lifandi mannverur. Við erum hér að tala um allt að 5.000 manns. Hin heimskan er sú, að með rekstri svona siðlausar skattastefnu er Samfylkingin að reka fleyg milli sín og annarra flokka, sem svona aðferðir vilja ekki heyra eða sjá, og þar með torvelda eða útiloka stjórnarsamstarf við þá. Háskólagráður og einhverjir merkir starfstitlar, á þröngu og afmörkuðu sviði, duga ekki alltaf til. Það sem er gott, hins vegar, hjá Samfylkingunni, er margt annað, einkum Evrópu- og Evrustefnan og almenn hófleg jafnarmannastefna, líka hugmyndir um barnabætur til barnafjölskyldna, sem á ýmsan hátt gæti verið gott mál, en flokkurinn verður að finna aðra fjármögnun fyrir þessi áform, helzt benda á óþarfa útgjöld í kerfinu eða sparnaðarmöguleika. Almenna skatta má auðvitað ekki hækka, nú eftir COVID-áfallið, en kannske mætti aðlaga bankaskatt að nýju og beina honum inn á þessar brautir. Um það má hugsa. 3 bankar landsins eru í einokunaraðstöðu með öll viðskipti í íslenzkum krónum - þau viðskipti vill enginn erlendur banki sjá - samkeppni milli þeirra virðist lítil eða engin og þeir skammta sér sjálfir sínar tekjur, nánast með sjálftöku, og að því er virðist í samráði, kannske þó ekki að yfirlögðu ráði. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Skattar og tollar Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Sjá meira
Mér hefur fundizt Samfylkingin vera ágætur flokkur, einkum undir þeirri forustu, sem verið hefur undanfarin ár, en ég sakna nú m.a. fíns drengs, Ágústar Ólafs Ágústssonar, sem reyndar er bæði lögfræðingur og hagfræðingur, þó að það sé ekki málið, heldur hans almennu og miklu kostir, ekki sízt á sviði dýraverndar, þar sem hann var fremstur í flokki alþingismanna. Í staðinn er komið nýtt fólk, eflaust gott fólk, en margt full ungt, reynslulítið og óþroskað, hefur lítið þurft að standa ölduna á lífsins ólgusjó, en telur sig samt vera útvalið, jafnvel til leiðtogahlutverka, auðvitað án þess að vera það. Hefur þetta nýja fólk sett nokkuð mark á nýja stefnu flokksins, og er þar ekki allt til góðs. Auðvitað er þetta unga fólk, um og yfir þrítugt, ekki eitt á ferð, hinir þurftu að þvælast með, en nýi tónninn kann að hafa komið nokkuð frá sjálfumglöðum nýliðum. Eru þessi orð skrifuð sérstaklega með tilliti til tillögu Samfylkingarinnar um, að stóreignaskattur verði innleiddur hér. Þeir, sem eiga hreina eign upp á 200 milljónir skuli greiða af þessari eign umtalsverðan skatt. Slík skattlagning væri, í fyrsta lagi, með öllu siðlaus. Fólkið, sem á slíkar eignir – þarf ekki að vera meira en hús, sumarbústaður og bíll – var þá þegar búið að borga skatta af þeim tekjum, sem þessar eignir voru keyptar fyrir. Á það þá að borga skatt aftur af sömu tekjum? Hin hliðin á siðleysinu er sú, að slík skattlagning kæmi aftan að fólki, margt kannske eldra fólk, sumt veikburða eða veikt, sumt hætt að vinna, sumir einstæðir, og kæmi því í opna skjöldu. Ljót hugsun og ljótur leikur gagnvart slíkum fólki. Heimskan er annars vegar sú, að menn greiða ekki skatta og skyldur með eignum, heldur með tekjum. Það liggur engan vegin fyrir, að eigendur eigna upp á 200 milljónir hafi tekjur eða reiðufjárstöðu, svo nokkru nemi. Menn verða að hafa tekjur, til að geta greitt, annars er verið að neyða fólk í nauðungarsölu, til að hægt sé að greiða nýja skatta, sem enginn vissi um eða var undir búinn. Ætlar jafnaðarmannaflokkur að vaða í að skemma líf og tilveru kannske þeirra, sem minnst mega sín, þó að þeim hafi áskotnast einhverjar eignir í gegnum ævina, sem mestar eða allar tekjur haf verið settar í að borga. Flutningsmenn tala um, að þessi skattur nái aðeins til fárra, 2% að skattgreiðendum. En fólk er ekki prósentur, heldur lifandi mannverur. Við erum hér að tala um allt að 5.000 manns. Hin heimskan er sú, að með rekstri svona siðlausar skattastefnu er Samfylkingin að reka fleyg milli sín og annarra flokka, sem svona aðferðir vilja ekki heyra eða sjá, og þar með torvelda eða útiloka stjórnarsamstarf við þá. Háskólagráður og einhverjir merkir starfstitlar, á þröngu og afmörkuðu sviði, duga ekki alltaf til. Það sem er gott, hins vegar, hjá Samfylkingunni, er margt annað, einkum Evrópu- og Evrustefnan og almenn hófleg jafnarmannastefna, líka hugmyndir um barnabætur til barnafjölskyldna, sem á ýmsan hátt gæti verið gott mál, en flokkurinn verður að finna aðra fjármögnun fyrir þessi áform, helzt benda á óþarfa útgjöld í kerfinu eða sparnaðarmöguleika. Almenna skatta má auðvitað ekki hækka, nú eftir COVID-áfallið, en kannske mætti aðlaga bankaskatt að nýju og beina honum inn á þessar brautir. Um það má hugsa. 3 bankar landsins eru í einokunaraðstöðu með öll viðskipti í íslenzkum krónum - þau viðskipti vill enginn erlendur banki sjá - samkeppni milli þeirra virðist lítil eða engin og þeir skammta sér sjálfir sínar tekjur, nánast með sjálftöku, og að því er virðist í samráði, kannske þó ekki að yfirlögðu ráði. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir.
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun