Þjóðgarður í landi tækifæranna Vilhjálmur Árnason skrifar 10. september 2021 11:31 Hálendið er okkur öllum kært af svo mörgum ástæðum. Íslenskri þjóð hefur borið gæfa til að nýta og njóta hálendisins sem á stóran þátt í þeim lífsgæðum sem við búum við í dag. Það er því ótrúlegt að þurfa að standa í baráttu um afnotarétt þjóðarinnar á hálendinu. Það eru nefnilega öfl í þjóðfélaginu sem vilja loka hálendið af, koma í veg fyrir frekari orkuöflun og takmarka umgengni þar. Þetta er gert undir merkjum hálendisþjóðgarðs sem á að trekkja erlenda gesti til landsins. Hálendið stendur eitt og sér undir því að lokka til sín gesti, innlenda sem erlenda ásamt því að vera fullt af tækifærum fyrir byggðirnar í kring. Við nefnilega lifum af því að nýta land. Bændur hafa í gegnum ár og aldir nýtt hálendið til ræktunar og matvælaöflunar. Við höfum nýtt vatnsfallið af hálendinu til tekjuöflunar sem hefur nýst í uppbyggingu á öflugu velferðarsamfélagi samhliða umhverfisvænu raforkukerfi um land allt. Ferðafrelsið hefur leitt af sér nýsköpun við nýtingu hálendisins í gegnum útivist, sem dæmi. Nú flytjum við út íslenskt hugvit í breyttum jeppum sem tryggir einnig gott aðgengi að hálendinu ásamt því að skaffa björgunarsveitum okkar fyrsta flokks björgunartæki. Ferðaþjónustan hefur skipulagt og byggt upp á þeim stöðum sem voru í hættu vegna ágangs ferðamanna. Það kveður því miður við annan tón innan friðlýstra svæða, eins og þjóðgarða eða á þjóðlendum þar sem ríkið fer með forræðið. Þar gerast hlutirnir mun hægar eða bara ekki. Ágangurinn skapar skaða og er ekki gestum bjóðandi. Ríkið er því miður versti landeigandinn. Rétt er að minnast þess að nú þegar eru vel yfir 100 friðlýst svæði á Íslandi og þar af þrír þjóðgarðar. Okkur hefur tekist vel til á mörgum þeirra og ríkir mikil sátt um flestar friðlýsingarnar. Nýsamþykkt lög um nýtingu lands í opinberri eigu munu vonandi gera okkur kleift að bregðast fyrr og betur við á landi í eigu ríkisins. Við þurfum á þeim framtaksmætti að halda sem almenningur sýnir í þágu hálendisins. Það er ómælanlegt framlag sem bændur, nytjaréttarhafar, sveitarfélög, félagasamtök, atvinnulífið og almenningur leggur til við umhirðu og verndun hálendisins. Þann framtaksmátt má ekki kæfa með því að búa til bákn yfir hálendið. Orkuskipti og uppbygging græns iðnaðar í byggðum landsins eins og ylrækt, þörungarækt, gagnaver og fleira þurfa mikla orku. Hálendið er mikilvægur þáttur í þeirri orkuöflun. Þess skal getið að flestir nýir orkukostir eru í jaðri hálendisins og mun ný tækni og breyttir tímar draga verulega úr raski á landi við orkuöflun. Fólkið sem hefur verið að nýta og njóta hálendisins hefur gert okkur öll að náttúruverndarsinnum, það hefur hugsað vel um hálendið og varðveitt það vel. Bændur í krafti eignarréttarins hafa lagt ómælda vinnu í að græða upp hálendið og búa þar yfir mikilli þekkingu sem nýtist víðar. Atvinnulífið hefur byggt upp nauðsynlega innviði og gert hálendið aðgengilegt og útvistarfólk hefur tengt hálendið við hjörtu fólksins í landinu. Við þurfum ekki þjóðgarð sem hindrar alda langa reynslu okkar af því að nýta og njóta hálendisins. Sjálfstæðisflokkurinn mun standa vörð um að það skipulag sem tryggir ofangreinda þætti og skapar hálendinu verðskuldaðan sess í landi tækifæranna. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Hálendisþjóðgarður Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Hálendið er okkur öllum kært af svo mörgum ástæðum. Íslenskri þjóð hefur borið gæfa til að nýta og njóta hálendisins sem á stóran þátt í þeim lífsgæðum sem við búum við í dag. Það er því ótrúlegt að þurfa að standa í baráttu um afnotarétt þjóðarinnar á hálendinu. Það eru nefnilega öfl í þjóðfélaginu sem vilja loka hálendið af, koma í veg fyrir frekari orkuöflun og takmarka umgengni þar. Þetta er gert undir merkjum hálendisþjóðgarðs sem á að trekkja erlenda gesti til landsins. Hálendið stendur eitt og sér undir því að lokka til sín gesti, innlenda sem erlenda ásamt því að vera fullt af tækifærum fyrir byggðirnar í kring. Við nefnilega lifum af því að nýta land. Bændur hafa í gegnum ár og aldir nýtt hálendið til ræktunar og matvælaöflunar. Við höfum nýtt vatnsfallið af hálendinu til tekjuöflunar sem hefur nýst í uppbyggingu á öflugu velferðarsamfélagi samhliða umhverfisvænu raforkukerfi um land allt. Ferðafrelsið hefur leitt af sér nýsköpun við nýtingu hálendisins í gegnum útivist, sem dæmi. Nú flytjum við út íslenskt hugvit í breyttum jeppum sem tryggir einnig gott aðgengi að hálendinu ásamt því að skaffa björgunarsveitum okkar fyrsta flokks björgunartæki. Ferðaþjónustan hefur skipulagt og byggt upp á þeim stöðum sem voru í hættu vegna ágangs ferðamanna. Það kveður því miður við annan tón innan friðlýstra svæða, eins og þjóðgarða eða á þjóðlendum þar sem ríkið fer með forræðið. Þar gerast hlutirnir mun hægar eða bara ekki. Ágangurinn skapar skaða og er ekki gestum bjóðandi. Ríkið er því miður versti landeigandinn. Rétt er að minnast þess að nú þegar eru vel yfir 100 friðlýst svæði á Íslandi og þar af þrír þjóðgarðar. Okkur hefur tekist vel til á mörgum þeirra og ríkir mikil sátt um flestar friðlýsingarnar. Nýsamþykkt lög um nýtingu lands í opinberri eigu munu vonandi gera okkur kleift að bregðast fyrr og betur við á landi í eigu ríkisins. Við þurfum á þeim framtaksmætti að halda sem almenningur sýnir í þágu hálendisins. Það er ómælanlegt framlag sem bændur, nytjaréttarhafar, sveitarfélög, félagasamtök, atvinnulífið og almenningur leggur til við umhirðu og verndun hálendisins. Þann framtaksmátt má ekki kæfa með því að búa til bákn yfir hálendið. Orkuskipti og uppbygging græns iðnaðar í byggðum landsins eins og ylrækt, þörungarækt, gagnaver og fleira þurfa mikla orku. Hálendið er mikilvægur þáttur í þeirri orkuöflun. Þess skal getið að flestir nýir orkukostir eru í jaðri hálendisins og mun ný tækni og breyttir tímar draga verulega úr raski á landi við orkuöflun. Fólkið sem hefur verið að nýta og njóta hálendisins hefur gert okkur öll að náttúruverndarsinnum, það hefur hugsað vel um hálendið og varðveitt það vel. Bændur í krafti eignarréttarins hafa lagt ómælda vinnu í að græða upp hálendið og búa þar yfir mikilli þekkingu sem nýtist víðar. Atvinnulífið hefur byggt upp nauðsynlega innviði og gert hálendið aðgengilegt og útvistarfólk hefur tengt hálendið við hjörtu fólksins í landinu. Við þurfum ekki þjóðgarð sem hindrar alda langa reynslu okkar af því að nýta og njóta hálendisins. Sjálfstæðisflokkurinn mun standa vörð um að það skipulag sem tryggir ofangreinda þætti og skapar hálendinu verðskuldaðan sess í landi tækifæranna. Höfundur er alþingismaður.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun