Þjóðgarður í landi tækifæranna Vilhjálmur Árnason skrifar 10. september 2021 11:31 Hálendið er okkur öllum kært af svo mörgum ástæðum. Íslenskri þjóð hefur borið gæfa til að nýta og njóta hálendisins sem á stóran þátt í þeim lífsgæðum sem við búum við í dag. Það er því ótrúlegt að þurfa að standa í baráttu um afnotarétt þjóðarinnar á hálendinu. Það eru nefnilega öfl í þjóðfélaginu sem vilja loka hálendið af, koma í veg fyrir frekari orkuöflun og takmarka umgengni þar. Þetta er gert undir merkjum hálendisþjóðgarðs sem á að trekkja erlenda gesti til landsins. Hálendið stendur eitt og sér undir því að lokka til sín gesti, innlenda sem erlenda ásamt því að vera fullt af tækifærum fyrir byggðirnar í kring. Við nefnilega lifum af því að nýta land. Bændur hafa í gegnum ár og aldir nýtt hálendið til ræktunar og matvælaöflunar. Við höfum nýtt vatnsfallið af hálendinu til tekjuöflunar sem hefur nýst í uppbyggingu á öflugu velferðarsamfélagi samhliða umhverfisvænu raforkukerfi um land allt. Ferðafrelsið hefur leitt af sér nýsköpun við nýtingu hálendisins í gegnum útivist, sem dæmi. Nú flytjum við út íslenskt hugvit í breyttum jeppum sem tryggir einnig gott aðgengi að hálendinu ásamt því að skaffa björgunarsveitum okkar fyrsta flokks björgunartæki. Ferðaþjónustan hefur skipulagt og byggt upp á þeim stöðum sem voru í hættu vegna ágangs ferðamanna. Það kveður því miður við annan tón innan friðlýstra svæða, eins og þjóðgarða eða á þjóðlendum þar sem ríkið fer með forræðið. Þar gerast hlutirnir mun hægar eða bara ekki. Ágangurinn skapar skaða og er ekki gestum bjóðandi. Ríkið er því miður versti landeigandinn. Rétt er að minnast þess að nú þegar eru vel yfir 100 friðlýst svæði á Íslandi og þar af þrír þjóðgarðar. Okkur hefur tekist vel til á mörgum þeirra og ríkir mikil sátt um flestar friðlýsingarnar. Nýsamþykkt lög um nýtingu lands í opinberri eigu munu vonandi gera okkur kleift að bregðast fyrr og betur við á landi í eigu ríkisins. Við þurfum á þeim framtaksmætti að halda sem almenningur sýnir í þágu hálendisins. Það er ómælanlegt framlag sem bændur, nytjaréttarhafar, sveitarfélög, félagasamtök, atvinnulífið og almenningur leggur til við umhirðu og verndun hálendisins. Þann framtaksmátt má ekki kæfa með því að búa til bákn yfir hálendið. Orkuskipti og uppbygging græns iðnaðar í byggðum landsins eins og ylrækt, þörungarækt, gagnaver og fleira þurfa mikla orku. Hálendið er mikilvægur þáttur í þeirri orkuöflun. Þess skal getið að flestir nýir orkukostir eru í jaðri hálendisins og mun ný tækni og breyttir tímar draga verulega úr raski á landi við orkuöflun. Fólkið sem hefur verið að nýta og njóta hálendisins hefur gert okkur öll að náttúruverndarsinnum, það hefur hugsað vel um hálendið og varðveitt það vel. Bændur í krafti eignarréttarins hafa lagt ómælda vinnu í að græða upp hálendið og búa þar yfir mikilli þekkingu sem nýtist víðar. Atvinnulífið hefur byggt upp nauðsynlega innviði og gert hálendið aðgengilegt og útvistarfólk hefur tengt hálendið við hjörtu fólksins í landinu. Við þurfum ekki þjóðgarð sem hindrar alda langa reynslu okkar af því að nýta og njóta hálendisins. Sjálfstæðisflokkurinn mun standa vörð um að það skipulag sem tryggir ofangreinda þætti og skapar hálendinu verðskuldaðan sess í landi tækifæranna. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Hálendisþjóðgarður Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Hálendið er okkur öllum kært af svo mörgum ástæðum. Íslenskri þjóð hefur borið gæfa til að nýta og njóta hálendisins sem á stóran þátt í þeim lífsgæðum sem við búum við í dag. Það er því ótrúlegt að þurfa að standa í baráttu um afnotarétt þjóðarinnar á hálendinu. Það eru nefnilega öfl í þjóðfélaginu sem vilja loka hálendið af, koma í veg fyrir frekari orkuöflun og takmarka umgengni þar. Þetta er gert undir merkjum hálendisþjóðgarðs sem á að trekkja erlenda gesti til landsins. Hálendið stendur eitt og sér undir því að lokka til sín gesti, innlenda sem erlenda ásamt því að vera fullt af tækifærum fyrir byggðirnar í kring. Við nefnilega lifum af því að nýta land. Bændur hafa í gegnum ár og aldir nýtt hálendið til ræktunar og matvælaöflunar. Við höfum nýtt vatnsfallið af hálendinu til tekjuöflunar sem hefur nýst í uppbyggingu á öflugu velferðarsamfélagi samhliða umhverfisvænu raforkukerfi um land allt. Ferðafrelsið hefur leitt af sér nýsköpun við nýtingu hálendisins í gegnum útivist, sem dæmi. Nú flytjum við út íslenskt hugvit í breyttum jeppum sem tryggir einnig gott aðgengi að hálendinu ásamt því að skaffa björgunarsveitum okkar fyrsta flokks björgunartæki. Ferðaþjónustan hefur skipulagt og byggt upp á þeim stöðum sem voru í hættu vegna ágangs ferðamanna. Það kveður því miður við annan tón innan friðlýstra svæða, eins og þjóðgarða eða á þjóðlendum þar sem ríkið fer með forræðið. Þar gerast hlutirnir mun hægar eða bara ekki. Ágangurinn skapar skaða og er ekki gestum bjóðandi. Ríkið er því miður versti landeigandinn. Rétt er að minnast þess að nú þegar eru vel yfir 100 friðlýst svæði á Íslandi og þar af þrír þjóðgarðar. Okkur hefur tekist vel til á mörgum þeirra og ríkir mikil sátt um flestar friðlýsingarnar. Nýsamþykkt lög um nýtingu lands í opinberri eigu munu vonandi gera okkur kleift að bregðast fyrr og betur við á landi í eigu ríkisins. Við þurfum á þeim framtaksmætti að halda sem almenningur sýnir í þágu hálendisins. Það er ómælanlegt framlag sem bændur, nytjaréttarhafar, sveitarfélög, félagasamtök, atvinnulífið og almenningur leggur til við umhirðu og verndun hálendisins. Þann framtaksmátt má ekki kæfa með því að búa til bákn yfir hálendið. Orkuskipti og uppbygging græns iðnaðar í byggðum landsins eins og ylrækt, þörungarækt, gagnaver og fleira þurfa mikla orku. Hálendið er mikilvægur þáttur í þeirri orkuöflun. Þess skal getið að flestir nýir orkukostir eru í jaðri hálendisins og mun ný tækni og breyttir tímar draga verulega úr raski á landi við orkuöflun. Fólkið sem hefur verið að nýta og njóta hálendisins hefur gert okkur öll að náttúruverndarsinnum, það hefur hugsað vel um hálendið og varðveitt það vel. Bændur í krafti eignarréttarins hafa lagt ómælda vinnu í að græða upp hálendið og búa þar yfir mikilli þekkingu sem nýtist víðar. Atvinnulífið hefur byggt upp nauðsynlega innviði og gert hálendið aðgengilegt og útvistarfólk hefur tengt hálendið við hjörtu fólksins í landinu. Við þurfum ekki þjóðgarð sem hindrar alda langa reynslu okkar af því að nýta og njóta hálendisins. Sjálfstæðisflokkurinn mun standa vörð um að það skipulag sem tryggir ofangreinda þætti og skapar hálendinu verðskuldaðan sess í landi tækifæranna. Höfundur er alþingismaður.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun