Hvers vegna ekki Sjálfstæðisflokk? Þór Saari skrifar 11. september 2021 15:00 Það eru margvíslegar ástæður fyrri því að almennur kjósandi ætti ekki að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Þótt flokkurinn hafi á sínum tíma verið akkeri borgarastéttarinnar og sem slíkur nauðsynlegur í því pólitíska litrófi sem á að vera til staðar í alvöru lýðræðisríki og hann hafi einnig náð í fylgi langt út fyrir raðir þeirrar stéttar með snjöllum áróðri og taktík sem skipulögð var að Birgi Kjaran heildsala á sínum tíma, þá er hann fullkominn tímaskekkja í dag. Það daður Sjálfstæðisflokksins við almenning sem tryggði honum fylgi langt út fyrir sínar eðlilegu raðir byggðist á aðferðum, svo kölluðum hverfastjórnum eða hverfaráðum, flokkspólitískum hópum til eftirlits með borgurunum sem eiga rætur í skipulagi flokks eins í Þýskalandi á sínum tíma og hafa verið notaðar með góðum árangri æ síðan í alræðisríkjum um allan heim, allt til dagsins í dag. Það fylgi var því aldrei „eðlilegt“ því menn áttu oft atvinnu sína og lífsbjörg undir því að styðja flokkinn. Hinn svo kallaði verkalýðsarmur flokksins var svo notaður í þágu flokksins, það er flokkseigendafélagsins, eins og hægt var, í stað þess að vera í þágu almenns launafólks. Það var óttinn við byltingu sem gerði það að verkum að Sjálfstæðisflokkurinn var með í (með semingi þó) að innleiða ýmsar samfélags úrbætur en um leið og óttinn við kommúnismann hvarf með falli Berlínarmúrsins var hann ekki lengi að snúa við blaðinu. Með valdatöku Davíðs Oddsonar í Sjálfstæðisflokknum og klíkunnar í kringum hann, verður kúvending í stefnu flokksins og þótt það gerðist ekki á einni nóttu þá hrintu þeir félagar and-samfélagslegum aðgerðum í framkvæmd yfir tímabil sem best verður lýst sem einhverju mesta samfélagslega hnignunarskeiði landsins, þótt efnahagur sumra, aðallega auðmanna og klíkubræðra, hafi batnað til muna. Það var grafið skipulega undan heilbrigðiskerfinu sem hefur leitt til þess að í dag er það ekki að veita nauðsynlega þjónustu. Húsnæðiskerfið sem var hér við lýði var eyðilagt með niðurlagningu kerfis verkamannabústaða sem skaffaði fólki með lágar tekjur mjög góðar íbúðir til leigu eða eignar. Helsta lífsbjörg landsbyggðarinnar, fiskurinn í sjónum utan við landsteinana, var fyrst kvótasettur, og svo einkavinavæddur með óhefta framsalinu. Mikilvægir innviðir svo sem símaþjónusta, var einkavinavædd og er nú mest öll í erlendri eigu. Jarðnæði landsins hefur í stórum stíl verið selt úr landi til erlendra auðmanna þannig að íslendingar eiga ekki lengur sjálfir umtalsverðan hluta af „eigin“ landi, sem er fáheyrt í sögu þjóðríkja. „Erlendir fjárfestingasjóðir“ sem enginn veit hver á, en er líklega falið Tortólafé, hafa eignast mikið af íbúðarhúsnæði og halda uppi háu húsnæðisverði og viðskiptalífið almennt starfar orðið að stórum hluta í fákeppnisumhverfi með tilheyrandi okur verðlagningu. Nýlega birt grein um bílatryggingar sem eru 100% dýrari hér á landi heldur en í nágrannalöndunum, er eitt slíkt dæmi. Varla þarf að minnast á þátt Sjálfstæðisflokksins í Hruninu 2008 en flokkurinn var ekki bara gerandi að því „regluverki“ sem gerði það að verki að Ísland varð gjaldþrota á heimsmælikvarða, heldur hrinti Sjálfstæðisflokkurinn því regluverki í framkvæmd, sem meðal annars gerði það að verki að um 15.000 fjölskyldur misstu allt sitt. Við skulum því ekki tala um Sjálfstæðisflokkinn og tausta efnahagsstjórn í sömu andránni heldur um Sjálfstæðisflokkinn og hættulega efnahagsstjórn sem byggir á braskvæðingu samfélagsins í þágu fárra auðmanna tengdum flokknum. Stofnanir stjórnsýslunnar hafa verið flokksvæddar Sjálfstæðisflokknum og flokkskírteini metin meira en fagþekking við ráðningar og hið mikilvæga skref í réttarúrbótum, Landsréttur, var eyðilagður í fæðingu af dómsmálaráðherra flokksins. Þetta er arfleifð flokksins, markaðsbúskapurinn sem átti að skila svo miklu (og getur gert það við réttar aðstæður) er einhvers konar lélegur brandari, mikilvægustu þarfir fólks svo sem þak yfir höfðuðið hefur verið fullkomlega braskvætt og sjálft dómskerfið hefur verið stórskaðað og er orðið allt að því ónothæft, sem setur stórt spurningamerki við hugmyndina um réttarríkið Ísland. Það alvarlega er að þessi vegferð mun ekki hætta. Núverandi Garðarbæjarklíka sem stjórnar flokknum og graðkar fé í vasa vina og ættmenna fær aldrei nóg, því græðgi af þessum skala er óseðjandi. Áframhaldandi stjórnarfar með Sjálfstæðisflokkinn við völd mun hafa alvarlegar afleiðingar fyrir landsmenn og fyrir atvinnulífið (smærri fyrirtækin) og skila sér í fullkomlega einkavinavæddu samfélagi þar sem menntun, heilbrigðisþjónusta, vegir og hvaðeina, verður aðeins á færi auðugs fólks. Það er óhjákvæmilegt. Þess vegna verður að gefa þessum flokki frí frá stjórnartaumunum í langan tíma, leyfa honum að sleikja sár sín og vona að hann rísi aftur með siðleg borgaraleg gildi að leiðarljósi í stað klíkuskapar og græðgi. Ágæti kjósandi, hugsaðu málið vel. Ekki kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Það er ekki góð hugmynd. Höfundur er hagfræðingur og skipar annað sætið á lista Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þór Saari Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Það eru margvíslegar ástæður fyrri því að almennur kjósandi ætti ekki að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Þótt flokkurinn hafi á sínum tíma verið akkeri borgarastéttarinnar og sem slíkur nauðsynlegur í því pólitíska litrófi sem á að vera til staðar í alvöru lýðræðisríki og hann hafi einnig náð í fylgi langt út fyrir raðir þeirrar stéttar með snjöllum áróðri og taktík sem skipulögð var að Birgi Kjaran heildsala á sínum tíma, þá er hann fullkominn tímaskekkja í dag. Það daður Sjálfstæðisflokksins við almenning sem tryggði honum fylgi langt út fyrir sínar eðlilegu raðir byggðist á aðferðum, svo kölluðum hverfastjórnum eða hverfaráðum, flokkspólitískum hópum til eftirlits með borgurunum sem eiga rætur í skipulagi flokks eins í Þýskalandi á sínum tíma og hafa verið notaðar með góðum árangri æ síðan í alræðisríkjum um allan heim, allt til dagsins í dag. Það fylgi var því aldrei „eðlilegt“ því menn áttu oft atvinnu sína og lífsbjörg undir því að styðja flokkinn. Hinn svo kallaði verkalýðsarmur flokksins var svo notaður í þágu flokksins, það er flokkseigendafélagsins, eins og hægt var, í stað þess að vera í þágu almenns launafólks. Það var óttinn við byltingu sem gerði það að verkum að Sjálfstæðisflokkurinn var með í (með semingi þó) að innleiða ýmsar samfélags úrbætur en um leið og óttinn við kommúnismann hvarf með falli Berlínarmúrsins var hann ekki lengi að snúa við blaðinu. Með valdatöku Davíðs Oddsonar í Sjálfstæðisflokknum og klíkunnar í kringum hann, verður kúvending í stefnu flokksins og þótt það gerðist ekki á einni nóttu þá hrintu þeir félagar and-samfélagslegum aðgerðum í framkvæmd yfir tímabil sem best verður lýst sem einhverju mesta samfélagslega hnignunarskeiði landsins, þótt efnahagur sumra, aðallega auðmanna og klíkubræðra, hafi batnað til muna. Það var grafið skipulega undan heilbrigðiskerfinu sem hefur leitt til þess að í dag er það ekki að veita nauðsynlega þjónustu. Húsnæðiskerfið sem var hér við lýði var eyðilagt með niðurlagningu kerfis verkamannabústaða sem skaffaði fólki með lágar tekjur mjög góðar íbúðir til leigu eða eignar. Helsta lífsbjörg landsbyggðarinnar, fiskurinn í sjónum utan við landsteinana, var fyrst kvótasettur, og svo einkavinavæddur með óhefta framsalinu. Mikilvægir innviðir svo sem símaþjónusta, var einkavinavædd og er nú mest öll í erlendri eigu. Jarðnæði landsins hefur í stórum stíl verið selt úr landi til erlendra auðmanna þannig að íslendingar eiga ekki lengur sjálfir umtalsverðan hluta af „eigin“ landi, sem er fáheyrt í sögu þjóðríkja. „Erlendir fjárfestingasjóðir“ sem enginn veit hver á, en er líklega falið Tortólafé, hafa eignast mikið af íbúðarhúsnæði og halda uppi háu húsnæðisverði og viðskiptalífið almennt starfar orðið að stórum hluta í fákeppnisumhverfi með tilheyrandi okur verðlagningu. Nýlega birt grein um bílatryggingar sem eru 100% dýrari hér á landi heldur en í nágrannalöndunum, er eitt slíkt dæmi. Varla þarf að minnast á þátt Sjálfstæðisflokksins í Hruninu 2008 en flokkurinn var ekki bara gerandi að því „regluverki“ sem gerði það að verki að Ísland varð gjaldþrota á heimsmælikvarða, heldur hrinti Sjálfstæðisflokkurinn því regluverki í framkvæmd, sem meðal annars gerði það að verki að um 15.000 fjölskyldur misstu allt sitt. Við skulum því ekki tala um Sjálfstæðisflokkinn og tausta efnahagsstjórn í sömu andránni heldur um Sjálfstæðisflokkinn og hættulega efnahagsstjórn sem byggir á braskvæðingu samfélagsins í þágu fárra auðmanna tengdum flokknum. Stofnanir stjórnsýslunnar hafa verið flokksvæddar Sjálfstæðisflokknum og flokkskírteini metin meira en fagþekking við ráðningar og hið mikilvæga skref í réttarúrbótum, Landsréttur, var eyðilagður í fæðingu af dómsmálaráðherra flokksins. Þetta er arfleifð flokksins, markaðsbúskapurinn sem átti að skila svo miklu (og getur gert það við réttar aðstæður) er einhvers konar lélegur brandari, mikilvægustu þarfir fólks svo sem þak yfir höfðuðið hefur verið fullkomlega braskvætt og sjálft dómskerfið hefur verið stórskaðað og er orðið allt að því ónothæft, sem setur stórt spurningamerki við hugmyndina um réttarríkið Ísland. Það alvarlega er að þessi vegferð mun ekki hætta. Núverandi Garðarbæjarklíka sem stjórnar flokknum og graðkar fé í vasa vina og ættmenna fær aldrei nóg, því græðgi af þessum skala er óseðjandi. Áframhaldandi stjórnarfar með Sjálfstæðisflokkinn við völd mun hafa alvarlegar afleiðingar fyrir landsmenn og fyrir atvinnulífið (smærri fyrirtækin) og skila sér í fullkomlega einkavinavæddu samfélagi þar sem menntun, heilbrigðisþjónusta, vegir og hvaðeina, verður aðeins á færi auðugs fólks. Það er óhjákvæmilegt. Þess vegna verður að gefa þessum flokki frí frá stjórnartaumunum í langan tíma, leyfa honum að sleikja sár sín og vona að hann rísi aftur með siðleg borgaraleg gildi að leiðarljósi í stað klíkuskapar og græðgi. Ágæti kjósandi, hugsaðu málið vel. Ekki kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Það er ekki góð hugmynd. Höfundur er hagfræðingur og skipar annað sætið á lista Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun