Gætu annað 40% af raforkuþörf Bandaríkjanna með sólarorku Kjartan Kjartansson skrifar 8. september 2021 23:44 Mikil vöxtur hefur verið í sólarorku í Bandaríkjunum undanfarin ár. Orkumálaráðuneyti þeirra telur að hægt væri að framleiða stærstan hluta rafmagns með geilsum sólar fyrir miðja öldina vegna þess hversu hratt sólskildir hafa lækkað í verði. AP/Hans Pennink Mögulegt er að framleiða allt að 40% alls rafmagns í Bandaríkjunum með sólarorku innan fimmtán ára samkvæmt nýrri skýrslu Bandaríkjastjórnar. Til þess þyrfti þó meiriháttar fjárfestingu í raforkukerfinu. Í skýrslu sem orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna gerði fyrir ríkisstjórn Joes Biden er útskýrt hvernig hægt væri að tífalda framleiðslu sólarorkuvera á tiltölulega skömmum tíma. AP-fréttastofan segir að skýrslan sé ekki opinber stefna Bandaríkjastjórnar heldur sé henni ætlað að vísa veginn um þróun í sólarorku næsta áratuginn. Jennifer Granholm, orkumálaráðherra, segir að skýrslan sýni að sólarorka, sem sé ódýrasta uppspretta endurnýjanlegrar orku og sú sem vex hraðast í Bandaríkjunum, gæti vel framleitt nægilegt rafmagn til að knýja öll heimili í landinu fyrir árið 2035. Allt að ein og hálf milljón manna gæti haft atvinnu í sólarorkuiðnaðinum. Grettistaki þyrfti að lyfta til þess að hægt væri að auka framleiðsluna svona mikið og á svo skömmum tíma. Tvöfalda þyrfti framleiðslu á sólarorku á hverju ári næstu fjögur árin og svo tvöfalda það magn aftur fyrir árið 2030, að sögn New York Times. Húseigendur, fyrirtæki og stjórnvöld þyrftu að fjárfesta biljónir dollara og umbylta þyrfti raforkudreifikerfinu sem er nær algerlega hannað fyrir kol, gas og kjarnorkuver. Þá þyrfti að bæta við rafhlöðum, flutningslínum og annarri tækni til að dreifa rafmagni eftir því hvar sólin skín hverju sinni. Joe Biden ræði við fjölmiðla í New York eftir að leifar fellibyljarins Idu ollu usla þar. Hann segir að náttúruhamfarir eins og Idasýni nauðsyn þess að taka baráttuna gegn loftslagsbreytingum föstum tökum.AP/Evan Vucci Þarf að draga hratt úr losun til að ná loftslagsmarkmiðum Met var slegið þegar sólarorkuframleiðsla jókst um fimmtán gígavött í Bandaríkjunum í fyrra. Um 3% af rafmagni í Bandaríkjunum er nú framleitt með sólarorku. Um fimmtungur af rafmagnsframleiðslunnar kemur frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Gas og kol eru heil sextíu prósent hennar. Þrátt fyrir að miklu þurfi til að tjalda til að hægt sé að umbylta raforkukerfi Bandaríkjanna á svo skömmum tíma er það nákvæmlega það sem milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) segir að þurfi að gerast til að hægt verði að koma í veg fyrir verstu afleiðingar hnattrænnar hlýnunar. Jafnvel í þeim sviðsmyndum þar sem þjóðir heims draga hratt úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum, ná kolefnishlutleysi og byrja að soga kolefni úr lofthjúpnum gæti hlýnun jarðar náð 1,5°C strax á næsta áratug. Metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins var að halda hlýnun innan þeirra marka. Biden Bandaríkjaforseti hefur sagst vilja ná kolefnishlutleysi í orkugeiranum fyrir árið 2035. Þá hefur hann lagt fram áform um að stórfjölga vindmyllum við strendur og að helmingur allra bíla sem verða seldir árið 2030 verði knúnir rafmagni. Bandaríkin Orkumál Loftslagsmál Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Í skýrslu sem orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna gerði fyrir ríkisstjórn Joes Biden er útskýrt hvernig hægt væri að tífalda framleiðslu sólarorkuvera á tiltölulega skömmum tíma. AP-fréttastofan segir að skýrslan sé ekki opinber stefna Bandaríkjastjórnar heldur sé henni ætlað að vísa veginn um þróun í sólarorku næsta áratuginn. Jennifer Granholm, orkumálaráðherra, segir að skýrslan sýni að sólarorka, sem sé ódýrasta uppspretta endurnýjanlegrar orku og sú sem vex hraðast í Bandaríkjunum, gæti vel framleitt nægilegt rafmagn til að knýja öll heimili í landinu fyrir árið 2035. Allt að ein og hálf milljón manna gæti haft atvinnu í sólarorkuiðnaðinum. Grettistaki þyrfti að lyfta til þess að hægt væri að auka framleiðsluna svona mikið og á svo skömmum tíma. Tvöfalda þyrfti framleiðslu á sólarorku á hverju ári næstu fjögur árin og svo tvöfalda það magn aftur fyrir árið 2030, að sögn New York Times. Húseigendur, fyrirtæki og stjórnvöld þyrftu að fjárfesta biljónir dollara og umbylta þyrfti raforkudreifikerfinu sem er nær algerlega hannað fyrir kol, gas og kjarnorkuver. Þá þyrfti að bæta við rafhlöðum, flutningslínum og annarri tækni til að dreifa rafmagni eftir því hvar sólin skín hverju sinni. Joe Biden ræði við fjölmiðla í New York eftir að leifar fellibyljarins Idu ollu usla þar. Hann segir að náttúruhamfarir eins og Idasýni nauðsyn þess að taka baráttuna gegn loftslagsbreytingum föstum tökum.AP/Evan Vucci Þarf að draga hratt úr losun til að ná loftslagsmarkmiðum Met var slegið þegar sólarorkuframleiðsla jókst um fimmtán gígavött í Bandaríkjunum í fyrra. Um 3% af rafmagni í Bandaríkjunum er nú framleitt með sólarorku. Um fimmtungur af rafmagnsframleiðslunnar kemur frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Gas og kol eru heil sextíu prósent hennar. Þrátt fyrir að miklu þurfi til að tjalda til að hægt sé að umbylta raforkukerfi Bandaríkjanna á svo skömmum tíma er það nákvæmlega það sem milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) segir að þurfi að gerast til að hægt verði að koma í veg fyrir verstu afleiðingar hnattrænnar hlýnunar. Jafnvel í þeim sviðsmyndum þar sem þjóðir heims draga hratt úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum, ná kolefnishlutleysi og byrja að soga kolefni úr lofthjúpnum gæti hlýnun jarðar náð 1,5°C strax á næsta áratug. Metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins var að halda hlýnun innan þeirra marka. Biden Bandaríkjaforseti hefur sagst vilja ná kolefnishlutleysi í orkugeiranum fyrir árið 2035. Þá hefur hann lagt fram áform um að stórfjölga vindmyllum við strendur og að helmingur allra bíla sem verða seldir árið 2030 verði knúnir rafmagni.
Bandaríkin Orkumál Loftslagsmál Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira