Fjölbreyttari menntun Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar 8. september 2021 11:32 Á síðustu áratugum hefur íslenskum börnum og ungmennum verið steypt í sama formið sem gefur lítið rými fyrir frávik. Þrátt fyrir að öflugt menntakerfi byggi grunn að sterku velferðar- og efnahagskerfi þá er staðan þannig að foreldrar hafa lítinn sveigjanleika þegar þeir senda börnin sín í skóla. Í flestum tilvikum er skóli sveitarfélagsins í boði, eða ekkert. Til allrar hamingju hafa skólar eins og Hjallastefnan og Ísaksskóli veitt hinu opinbera menntakerfi nauðsynlega samkeppni. Ungt fólk velur menntun í samræmi við framtíðarsýn sína og samfélagsþróun. Á meðan atvinnulífið þróast í takt við nýja tíma og þarfir, situr menntakerfið eftir. Þegar kemur að því að velja sér menntun horfir það á atvinnumarkaðinn og möguleikana þar. Menntakerfið verður að fylgja breytingum í samfélaginu og atvinnulífinu. Það er ánægjulegt að á síðasta kjörtímabili var slakað á inntökuskilyrðum varðandi stúdentspróf í háskóla, sú krafa er ekki gerð á fólk að klára bæði stúdentspróf og iðnnám á sama tíma. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að þann 19. júní síðastliðinn útskrifaðist tæplega 1% þjóðarinnar með háskólagráðu. Þetta las ég í Viðskiptablaðinu í sumar. Nú eru um 38% fólks á vinnumarkaði með háskólapróf samanborið við 11% árið 1990. Þótt það sé í sjálfu sér jákvætt að tækifærin til náms séu augljóslega mjög mikil þá skapar þessi staða nýjar áskoranir. Augljóslega verður ekki nægt framboð starfa við hæfi fyrir allt þetta fólk til lengri tíma litið og með auknu framboði háskólamenntaðs fólks má búast við að lánin haldist ekki eins og há og verið hefur. Þessi breytta staða krefst þess að við opnum leiðir fyrir fólk á öllum aldri til að sækja sér menntunar bæði á sviði bóknáms og iðnnáms og hættum að líta á þessar námsleiðir sem leið A eða leið B. Þannig eykst hæfni starfsfólks og gerir það eftirsóttara á vinnumarkaði og möguleikar þess til breytinga aukast. Vægi nýsköpunar og frjórrar hugsunar hefur aldrei haft eins mikið vægi og nú. Ég er búin með 4 ár í lagadeild Háskóla Íslands og námið hefur tekið litlum sem engum breytingum í áranna rás og rímar það ágætlega við árin mín í framhaldsskóla líka. Ég heimsótti Menntaskólann á Keili á dögunum og fékk þar kynningu á starfi skólans. Þar geta nemendur fengið stúdentspróf í tölvuleikjagerð. Umgjörðin í kringum brautina er stórglæsileg. Nemendur eru ekki í hefðbundnum skólastofum með flúorlýsingu heldur þægilegu umhverfi þar sem þeir geta setið í sófum eða við borð. Allt eftir hentugleika. Ég labbaði út græn af öfund aftur í mína skólastofu sem hefur ekki breyst síðan árið 1995. Ég er nokkuð viss um að ef menntakerfið myndi hugsa eins og Menntaskólinn á Keili væri brottfall úr framhaldsskóla lítið sem ekkert. Verum framsækin í menntamálum eins og ný öld krefst. Höfundur skipar 5. sæti á framboðslista Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Skóla - og menntamál Háskólar Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Á síðustu áratugum hefur íslenskum börnum og ungmennum verið steypt í sama formið sem gefur lítið rými fyrir frávik. Þrátt fyrir að öflugt menntakerfi byggi grunn að sterku velferðar- og efnahagskerfi þá er staðan þannig að foreldrar hafa lítinn sveigjanleika þegar þeir senda börnin sín í skóla. Í flestum tilvikum er skóli sveitarfélagsins í boði, eða ekkert. Til allrar hamingju hafa skólar eins og Hjallastefnan og Ísaksskóli veitt hinu opinbera menntakerfi nauðsynlega samkeppni. Ungt fólk velur menntun í samræmi við framtíðarsýn sína og samfélagsþróun. Á meðan atvinnulífið þróast í takt við nýja tíma og þarfir, situr menntakerfið eftir. Þegar kemur að því að velja sér menntun horfir það á atvinnumarkaðinn og möguleikana þar. Menntakerfið verður að fylgja breytingum í samfélaginu og atvinnulífinu. Það er ánægjulegt að á síðasta kjörtímabili var slakað á inntökuskilyrðum varðandi stúdentspróf í háskóla, sú krafa er ekki gerð á fólk að klára bæði stúdentspróf og iðnnám á sama tíma. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að þann 19. júní síðastliðinn útskrifaðist tæplega 1% þjóðarinnar með háskólagráðu. Þetta las ég í Viðskiptablaðinu í sumar. Nú eru um 38% fólks á vinnumarkaði með háskólapróf samanborið við 11% árið 1990. Þótt það sé í sjálfu sér jákvætt að tækifærin til náms séu augljóslega mjög mikil þá skapar þessi staða nýjar áskoranir. Augljóslega verður ekki nægt framboð starfa við hæfi fyrir allt þetta fólk til lengri tíma litið og með auknu framboði háskólamenntaðs fólks má búast við að lánin haldist ekki eins og há og verið hefur. Þessi breytta staða krefst þess að við opnum leiðir fyrir fólk á öllum aldri til að sækja sér menntunar bæði á sviði bóknáms og iðnnáms og hættum að líta á þessar námsleiðir sem leið A eða leið B. Þannig eykst hæfni starfsfólks og gerir það eftirsóttara á vinnumarkaði og möguleikar þess til breytinga aukast. Vægi nýsköpunar og frjórrar hugsunar hefur aldrei haft eins mikið vægi og nú. Ég er búin með 4 ár í lagadeild Háskóla Íslands og námið hefur tekið litlum sem engum breytingum í áranna rás og rímar það ágætlega við árin mín í framhaldsskóla líka. Ég heimsótti Menntaskólann á Keili á dögunum og fékk þar kynningu á starfi skólans. Þar geta nemendur fengið stúdentspróf í tölvuleikjagerð. Umgjörðin í kringum brautina er stórglæsileg. Nemendur eru ekki í hefðbundnum skólastofum með flúorlýsingu heldur þægilegu umhverfi þar sem þeir geta setið í sófum eða við borð. Allt eftir hentugleika. Ég labbaði út græn af öfund aftur í mína skólastofu sem hefur ekki breyst síðan árið 1995. Ég er nokkuð viss um að ef menntakerfið myndi hugsa eins og Menntaskólinn á Keili væri brottfall úr framhaldsskóla lítið sem ekkert. Verum framsækin í menntamálum eins og ný öld krefst. Höfundur skipar 5. sæti á framboðslista Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun