Fyrrum troðslukóngur NBA-deildarinnar á tíunda degi á gjörgæslu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2021 08:01 Cedric Ceballos í leik með Phoenix Suns. Hann er nú á sínum tíunda degi á gjörgæslu. Getty Images Cedrid Ceballos fyrrum troðslukóngur NBA-deildarinnar hefur nú legið í tíu daga á gjörgæslu sökum kórónuveirunnar. Hann biður fólk um að biðja fyrir sér og segir baráttu sína hvergi nærri búna. Hinn 52 ára gamli Ceballos lék heilan áratug í NBA-deildinni í körfubolta. Hann gekk til liðs við Phoenix Suns árið 1990 og sigraði í hinni víðfrægu troðslukeppni árið 1992. Ceballos vann keppnina með því að troða blindandi. Árið 1994 hélt hann í borg Englanna, Los Angeles, og samdi við LA Lakers. Þar var hann í þrjú ár áður en hann fór aftur til Suns 1997 en var svo mættur til Dallas Mavericks ári síðar. Hann gekk í raðir Detroit Pistons árið 2000 og endaði svo NBA ferilinn hjá Detroit Pistons. Eftir það lék hann með fjölda liða, bæði í Bandaríkjunum sem og erlendis. Ber þar helst að nefna Harlem Globetrotters. Hann hefur nú birt hjartnæma færslu á Twitter þar sem hann óskar eftir því að fólk biðji fyrir sér og óski honum góðs bata. On my 10th day in ICU, COVID-19 is officially kicking my but, I am asking ALL family, friends , prayer warriors healers for your prayers and well wish for my recovery. If I have done and anything to you in the past , allow me to publicly apologize. My fight is not done ..Thx pic.twitter.com/r9QZBpfmEI— Cedric Ceballos (@cedceballos) September 7, 2021 „Er á mínum tíunda degi á gjörgæslu. Covid-19 er svo sannarlega að sparka í rassinn á mér en ég vil biðja fjölskyldu mína, vini baráttufólk og heilara um að biðja fyrir mér og óska mér góðs bata. Ef ég hef gert eitthvað á þinn kostnað í fortíðinni þá biðst ég hér opinberlega afsökunar. Baráttu minni er ekki lokið. Takk,“ segir Ceballos í færslu sinni á Twitter. Á ferli sínum í NBA skoraði Ceballos 8693 stig eða 14,3 að meðaltali í leik. Hann tók 3258 fráköst eða 5,3 í leik og gaf 723 stoðsendingar eða 1,2 í leik að meðaltali. Körfubolti NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira
Hinn 52 ára gamli Ceballos lék heilan áratug í NBA-deildinni í körfubolta. Hann gekk til liðs við Phoenix Suns árið 1990 og sigraði í hinni víðfrægu troðslukeppni árið 1992. Ceballos vann keppnina með því að troða blindandi. Árið 1994 hélt hann í borg Englanna, Los Angeles, og samdi við LA Lakers. Þar var hann í þrjú ár áður en hann fór aftur til Suns 1997 en var svo mættur til Dallas Mavericks ári síðar. Hann gekk í raðir Detroit Pistons árið 2000 og endaði svo NBA ferilinn hjá Detroit Pistons. Eftir það lék hann með fjölda liða, bæði í Bandaríkjunum sem og erlendis. Ber þar helst að nefna Harlem Globetrotters. Hann hefur nú birt hjartnæma færslu á Twitter þar sem hann óskar eftir því að fólk biðji fyrir sér og óski honum góðs bata. On my 10th day in ICU, COVID-19 is officially kicking my but, I am asking ALL family, friends , prayer warriors healers for your prayers and well wish for my recovery. If I have done and anything to you in the past , allow me to publicly apologize. My fight is not done ..Thx pic.twitter.com/r9QZBpfmEI— Cedric Ceballos (@cedceballos) September 7, 2021 „Er á mínum tíunda degi á gjörgæslu. Covid-19 er svo sannarlega að sparka í rassinn á mér en ég vil biðja fjölskyldu mína, vini baráttufólk og heilara um að biðja fyrir mér og óska mér góðs bata. Ef ég hef gert eitthvað á þinn kostnað í fortíðinni þá biðst ég hér opinberlega afsökunar. Baráttu minni er ekki lokið. Takk,“ segir Ceballos í færslu sinni á Twitter. Á ferli sínum í NBA skoraði Ceballos 8693 stig eða 14,3 að meðaltali í leik. Hann tók 3258 fráköst eða 5,3 í leik og gaf 723 stoðsendingar eða 1,2 í leik að meðaltali.
Körfubolti NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira