Þurfti að stöðva viðtal vegna umferðarlagabrots fyrir framan nefið á lögreglu Snorri Másson skrifar 6. september 2021 20:16 Hæ, þetta er göngugata, segir skiltið. En það er ekki alveg að skila sér. Stöð 2/Egill Það ríkir ákveðið stjórnleysi á göngugötunni á Laugavegi á milli Klapparstígs og Frakkastígs. Eins og orðið göngugata kveður á um má ekki keyra götuna nema inn á baklóðir hjá heimilum eða með vörur á morgnana, og sömuleiðis fá fatlaðir undanþágu. Þrátt fyrir þessar reglur falla langflestir ökumenn á kaflanum ekki undir þessa flokka. Og þeir streyma í stríðum straumum upp og niður götuna. Ökumennirnir eru mest megnis venjulegt fólk sem fattar ekki að það megi (alls) ekki aka niður þennan kafla og ekki aka upp hann nema í vöruflutningum á sérstökum tíma. Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir ástandið hvimleitt en segir að á meðan einhvers konar hliði sé ekki komið fyrir við götuna, sé engin önnur lausn á vandanum en stanslaus fræðsla. Árni Friðleifsson aðalvarðstjóri. Lögregla þarf að hafa stöðugt eftirlit með göngugötunni á Laugavegi, af því að fæstir skilja reglurnar, og ótækt er að loka götunni alveg.Stöð 2/Egill Umferðarmerki eru til staðar en ljóst er að þau fanga ekki athygli allra. Borgaryfirvöld hafa veigrað sér við að loka götunni alveg vegna aðgengismála. Niðurstaðan er þvílíkt vandræðaástand á þessum tvennum gatnamótum að fréttastofa gat vart klárað viðtal við lögregluþjóninn án þess að ökumenn reyndu, vafalítið í flestum tilvikum í góðri trú, að keyra inn á göngugötuna. Í myndbandi hér að ofan má fylgjast með því þegar Árni þarf að grípa inn í. Sektin sem lögregla beitir vegna aksturs um götuna nemur 20.000 krónum og hafa tugir ökumanna þurft að draga upp veskið af þeim sökum frá því að kaflinn varð varanleg göngugata hér um árið. Umferð Umferðaröryggi Göngugötur Tengdar fréttir Segir bílstjóra hunsa göngugötuna, aka hratt og stofna börnum í hættu Íbúi við göngugötuna á Laugavegi segir útfærslu á henni slæma og að ástandið hafi versnað upp á síðkastið. Bílstjórar virði lokun götunnar að vettugi, aki hratt og stofni jafnvel börnum í hættu. 7. júní 2021 21:00 Segja leigubílstjóra hafa sýnt frekar slæma hegðun í umferðinni Í tilkynningu segir að lögregluþjónar hafi horft á leigubílstjóra í eftirlitsmyndavélum og séð þá aka ítrekað eftir gangstéttum og göngugötum og þeir hafi sömuleiðis stöðvað á gatnamótum og truflað umferð. 4. október 2020 08:09 Ók niður göngugötu á Laugavegi undir áhrifum fíkniefna Betur fór en á horfðist þegar ökumaður ók undir áhrifum fíkniefna í miðborginni í dag. 13. september 2020 17:29 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Eins og orðið göngugata kveður á um má ekki keyra götuna nema inn á baklóðir hjá heimilum eða með vörur á morgnana, og sömuleiðis fá fatlaðir undanþágu. Þrátt fyrir þessar reglur falla langflestir ökumenn á kaflanum ekki undir þessa flokka. Og þeir streyma í stríðum straumum upp og niður götuna. Ökumennirnir eru mest megnis venjulegt fólk sem fattar ekki að það megi (alls) ekki aka niður þennan kafla og ekki aka upp hann nema í vöruflutningum á sérstökum tíma. Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir ástandið hvimleitt en segir að á meðan einhvers konar hliði sé ekki komið fyrir við götuna, sé engin önnur lausn á vandanum en stanslaus fræðsla. Árni Friðleifsson aðalvarðstjóri. Lögregla þarf að hafa stöðugt eftirlit með göngugötunni á Laugavegi, af því að fæstir skilja reglurnar, og ótækt er að loka götunni alveg.Stöð 2/Egill Umferðarmerki eru til staðar en ljóst er að þau fanga ekki athygli allra. Borgaryfirvöld hafa veigrað sér við að loka götunni alveg vegna aðgengismála. Niðurstaðan er þvílíkt vandræðaástand á þessum tvennum gatnamótum að fréttastofa gat vart klárað viðtal við lögregluþjóninn án þess að ökumenn reyndu, vafalítið í flestum tilvikum í góðri trú, að keyra inn á göngugötuna. Í myndbandi hér að ofan má fylgjast með því þegar Árni þarf að grípa inn í. Sektin sem lögregla beitir vegna aksturs um götuna nemur 20.000 krónum og hafa tugir ökumanna þurft að draga upp veskið af þeim sökum frá því að kaflinn varð varanleg göngugata hér um árið.
Umferð Umferðaröryggi Göngugötur Tengdar fréttir Segir bílstjóra hunsa göngugötuna, aka hratt og stofna börnum í hættu Íbúi við göngugötuna á Laugavegi segir útfærslu á henni slæma og að ástandið hafi versnað upp á síðkastið. Bílstjórar virði lokun götunnar að vettugi, aki hratt og stofni jafnvel börnum í hættu. 7. júní 2021 21:00 Segja leigubílstjóra hafa sýnt frekar slæma hegðun í umferðinni Í tilkynningu segir að lögregluþjónar hafi horft á leigubílstjóra í eftirlitsmyndavélum og séð þá aka ítrekað eftir gangstéttum og göngugötum og þeir hafi sömuleiðis stöðvað á gatnamótum og truflað umferð. 4. október 2020 08:09 Ók niður göngugötu á Laugavegi undir áhrifum fíkniefna Betur fór en á horfðist þegar ökumaður ók undir áhrifum fíkniefna í miðborginni í dag. 13. september 2020 17:29 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Segir bílstjóra hunsa göngugötuna, aka hratt og stofna börnum í hættu Íbúi við göngugötuna á Laugavegi segir útfærslu á henni slæma og að ástandið hafi versnað upp á síðkastið. Bílstjórar virði lokun götunnar að vettugi, aki hratt og stofni jafnvel börnum í hættu. 7. júní 2021 21:00
Segja leigubílstjóra hafa sýnt frekar slæma hegðun í umferðinni Í tilkynningu segir að lögregluþjónar hafi horft á leigubílstjóra í eftirlitsmyndavélum og séð þá aka ítrekað eftir gangstéttum og göngugötum og þeir hafi sömuleiðis stöðvað á gatnamótum og truflað umferð. 4. október 2020 08:09
Ók niður göngugötu á Laugavegi undir áhrifum fíkniefna Betur fór en á horfðist þegar ökumaður ók undir áhrifum fíkniefna í miðborginni í dag. 13. september 2020 17:29