Heggur sá er hlífa skyldi! Páll Matthíasson skrifar 6. september 2021 11:01 Um berserki gildir að gott er að hafa þá með sér í liði, en þeir eiga það líka til að slæma sverðinu í eigin bandamenn í öllum ákafanum. Í viðtali í nýjasta tölublaði Læknablaðsins ræðir hollvinur Landspítala, Kári Stefánsson, vanda spítalans af slíku kappi umfram forsjá. Þar er ýmislegt sem ég tel mig tilneyddan að gera athugasemd við, á sama tíma og ég vil ítreka þakkir spítalans til hans og Íslenskrar erfðagreiningar fyrir þeirra frábæru störf og stuðning á viðsjálverðum tímum. Sérstakar aðstæður starfsfólks spítalans Kári gerir að umtalsefni þreytu starfsfólks Landspítala og sýnir henni lítinn skilning. Nefnir hann sérstaklega starfsfólk rannsóknarstofanna en líka bráðamóttökunnar. Þar bregst honum bogalistin. Vissulega er margt starfsfólk Landspítala örþreytt og þar af er yfirgnæfandi meirihluti konur, sem við vitum að bera líka hitann og þungan af mörgum öðrum grunnþáttum þjóðfélagsins. Sú þreyta stafar af manneklu og þeirri staðreynd að eina leiðin til að bregðast við endurteknum bylgjum COVID-19 faraldursins hefur verið að starfsfólk LSH leggi á sig ómælda aukavinnu. Það fólk hefur staðið sig frábærlega og ég er ekki að gera lítið úr einstöku starfsfólki Íslenskrar erfðagreiningar, þótt ég bendi á að langtíma álag, ábyrgð og aðstæður allar eru ekki sambærilegar og ósanngjarnt að leggja að jöfnu. Landspítali getur ekki ákveðið hvenær hann tekur þátt í viðbragði heimsfaraldurs, það er hans skylda, alltaf, já alltaf. Ef það er ekki ný COVID-19 bylgja að kljást við, þá er starfsfólk spítalans í kapphlaupi til að vinna niður biðlista sjúklinga sem hafa lengst í nýjustu bylgjunni. Það er ekkert skjól. Á sama tíma býr starfsfólk við þá raunverulegu hættu að verða ákært fyrir mistök í starfi. Allt frá því 2014 hefur spítalinn þrýst endurtekið á stjórnvöld að breyta lagaumhverfi heilbrigðisstarfsfólks með Lög um samgönguslys frá 2013 að fyrirmynd. Þá er leitast við að læra af frávikum og óhöppum, án þess að leita sökudólga og deila sekt og sýknu. Það er nefnilega einn af grunnþáttum mannlegs eðlis, að gera mistök. Það er einnig eðli flókinnar heilbrigðisþjónustu að starfsfólk þarf endurtekið að taka erfiðar ákvarðanir byggðar á ófullnægjandi upplýsingum í rauntíma. Þess vegna er auðvelt að gagnrýna í baksýnisspeglinum.Lagaumhverfi sem miðar að því að læra af frávikum er mun vænlegra til að efla öryggismenningu, en það óþolandi ástand að velviljað fagfólk sem reynir að hlaupa sífellt hraðar eigi á hættu að vera dregið fyrir dómstóla, þegar það er að gera sitt besta. Þarna verða stjórnvöld að bregðast við. Starfsfólk Landspítala sem tjáir sig Kári ræðir í löngu máli lækna spítalans, kallar þá ósamstæða og sérgæslumenn. Það má vera að svo sé í einhverjum tilvikum, en ég hef ekki upplifað að það séu sérhagsmunir sem knýja áfram ábendingar lækna spítalans. Þvert á móti má minna á að samkvæmt siðareglum lækna þá ber þeim skylda til að láta vita ef þeir fá vitneskju um aðstæður sem þeir telja faglega óviðunandi. Það eru læknar og annað starfsfólk spítalans að gera. Ég og aðrir stjórnendur spítalans erum alla daga að senda minnisblöð, skýrslur, bænaskjöl og kröfur á stjórnvöld, en það er ekki von að starfsfólk viti af því öllu. Auk þess er skiljanlegt að fagfólk vilji leggja sitt lóð á vogarskálar þegar því finnst hægt ganga að efla vitund stjórnmálamanna. Auðvitað er sjálfsagt að leiðrétta staðreyndavillur í málflutningi ef þær koma fram, en mikilvægt hlutverk fagfólks, lækna sem annarra, er að láta vita af öryggisógnum. Spítalinn er að bæta upplýsingagjöf til þess að jafnt starfsfólk sem aðrir geti tekið þátt í umræðu um heilbrigðismál á grunni réttra upplýsinga. Skortur á stuðningi stjórnvalda Það þriðja sem Kári gerir að umtalsefni er að stjórnvöld hafi ekki staðið við bakið á spítalanum. Þar verð ég að vera sammála Kára að vissu leyti. Auðvitað hefur fé runnið til spítalans á undanförnum árum og velvilji til staðar víða um samfélagið. Eins og Gylfi Zoega hagfræðiprófessor bendir á í nýlegri grein í Vísbendingu (1), þá hefur það aukna fé samt ekki nýst til uppbyggingar nema að mjög óverulegu leyti, heldur farið í að greiða laun og í raun ber fjármögnun spítalans enn stór sár af niðurskurði í hruninu og var þó fjármögnunin ekki neitt til að hrópa húrra yfir áður. Langvarandi undirfjármögnun leiðir til skorts á fagfólki (hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum, vissum sérgreinum lækna, lífeindafræðingum og áfram mætti telja). Vanfjármögnunin birtist líka í skorti á klínísku stoðstarfsfólki. Það aðstoðarfólk, sem og heilbrigðistækni af ýmsu tagi er lykill að því að starfsfólk geti sinnt því sem það er þjálfað til en sói ekki dýrmætum tíma í verkefni sem aðrir geta sinnt. Þessi mönnunarskortur allur er eitthvað sem ekki verður bætt í einu vetfangi, til þess þarf gríðarlegt átak í menntun heilbrigðisstétta, uppbyggingu húsnæðis og tækjakosts svo umhverfið verði starfsvænna. Þar er góð grein til að skoða í upphafi skrif sem birtust í síðasta tímariti Læknablaðsins og sem skrifuð er af fjórum læknum spítalans (2) Einnig leyfi ég mér að vísa Kára á fjölmarga pistla mína á heimasíðu spítalans í gegnum árin þar sem reynt hefur verið að draga fram helstu þætti til úrbóta. – Kári segir fólk ekki vilja vinna á Landspítala. Það er ekki okkar reynsla. Vandinn er sá að fjármagn skortir til að bjóða upp á þær stöður sem þarf til að sinna verkefnunum sem við blasa. Skortur á stuðningi við vísindi Kári gerir að sérstöku umræðuefni fjármögnun til vísinda og hvetur menn til að sýna meira hugvit í því að afla fjár til rannsóknanna, frekar en að sækja fé til ríkisins. Það er góð brýning, en það verður samt ekki komist hjá því að minna á það að undirfjármögnun hins opinbera á vísindastarfi í heilbrigðisfræðum er svo geigvænleg að þar verður líka að bæta í. Þannig ver Karolínska sjúkrahúsið sem stundum er litið til í samanburði 5-7% af sínu ríflega rekstrarfé til vísinda á sama tíma og Landspítali ver um 1% rekstrarfjár í vísindi. Það fé hefur ekki aukist á undanförnum áratugum og stjórnvöld verða að huga að því að setja miklu, miklu meira fé í samkeppnissjóði og grunninnviði í heilbrigðisvísindum, ef snúa á við þeirri óheillaþróun að vísindi fari halloka. Þetta fé þarf að skilgreina skýrt og verja, þannig að það verði ekki allt tekið til handargagns þegar næst þarf að leysa bráðavanda sjúklinga. Hvað þarf til viðbótar í heilbrigðiskerfið? Kára var fyrir nokkrum árum tíðrætt um mikilvægi þess að skilgreina ákveðið hlutfall vergrar landsframleiðslu í heilbrigðiskerfið. Hvað sem fólki finnst um það hvernig þörfin er skilgreind, þá er engum blöðum um það að fletta að auka þarf fjármagn til heilbrigðiskerfisins stórfellt. 1% af vergri landsframleiðslu er rúmir 29 milljarðar á ári. Það sem munar á okkur og nágrannaþjóðunum er 1,5-3% af vergri landsframleiðslu eftir því hvernig talið er. Og það er svo sannarlega þörf fyrir þetta fé. Ef það fjármagn sem Karolinska Sjúkrahúsið ver til vísinda væri heimfært á Landspítala þá væri það eitt sér viðbót upp á að minnsta kosti 3 milljarða á ári. Að efla mönnun heilbrigðiskerfisins kostar milljarða ár hvert í menntun, þjálfun og kulnunarvarnir. Við Kári erum sammála um það að ekki verður hjá því komist að íslenskir stjórnmálamenn horfi á staðreyndir og viðurkenni að verkefni næstu ára og áratuga er að finna leið til að bæta fjármögnun heilbrigðiskerfisins, til menntunar, vísinda, þjónustu og aðstöðu um tugi milljarða ár hvert – sem er enda í samræmi við vilja þjóðarinnar, m.a. skv. nýlegri könnun Fréttablaðsins. Fé er samt ekki nóg, það er augljóst. Það þarf heildarsýn og skipulag og sátt, heilbrigðistefna til ársins 2030 er þar góður vegvísir, sem við þurfum nú að fylgja. Að tryggja að Landspítali geti sinnt sínum kjarnaverkefnum er lykilþáttur í þeirri stefnu. Fjármagn er samt mikilvægt, það er aflvaki allra hluta og það verður ekki komist hjá því að viðurkenna að langvarandi undirfjármögnun til heilbrigðisþjónustunnar almennt og Landspítala sérstaklega er skýringin sem við komum aftur og aftur að, þegar vandamálin eru krufin til mergjar. Starfsfólk Landspítala hleypur hraðar til að bæta fyrir það sem upp á vantar í heilbrigðiskerfinu Þangað til stjórnvöld stórbæta fjármögnun til spítalans, þá er það starfsfólk Landspítala sem þarf að hlaupa miklu hraðar og bæta á sig sífellt fleiri aukavöktum og verkefnum, til að þjóðin fái þá heilbrigðisþjónustu sem hún vill og verðskuldar. Starfsfólk Landspítala er ekki huglaust, ekki verkkvíðið, ekki óskipulagt. Nei, en starfsfólkið er örþreytt og orðið langeygt eftir þeirri uppbyggingu sem er þó vissulega í bígerð – og veit líka að það þarf meira til en stjórnmálamenn hafa viðurkennt, bæði til Landspítala, til annarra heilbrigðisstofnana og til hjúkrunarþjónustu aldraðra, ef einhver veruleg von á að vera um að betur fari en horfir. Þegar fólk sér að brestir eru í þjónustunni og að mikið skortir upp á fjármögnun verkefna þá hrópar það í örvæntingu sinni – það eru ekki „mistök í félagsstörfum“, „hagsmunagæsla“ eða skortur á að „hafa gaman“. Það er fagfólk að sinna skyldu sinni. Þegar heim er komið fær starfsfólkið síðan ekki einu sinni frí, fyrir sjálfskipuðum sérfræðingum sem telja það vænlegast til árangurs að hæða það og tugta. Á ensku er þessari stjórnunaraðferð stundum lýst með frasanum; „Beatings will continue until morale improves“ og rann sitt skeið á enda á tímum Charles Dickens! Niðurlag Þótt ég sé að sögn Kára bæði ljúfur og góður, þá get ég ekki orða bundist. Mér þykir ómaklega vegið að starfsfólki spítalans sem með eigin svita og tárum reynir að bæta fyrir sveltistefnu síðustu áratuga. Ég trúi því eiginlega ekki að það hafi verið ætlun Kára að gera það, vitandi hvernig hjarta hans slær. Hann væri maður að meiri að biðja starfsfólkið afsökunar, starfsfólk sem er hetjur þessa samfélags. Gleymum því ekki að heilbrigðiskerfið er þrátt fyrir allt búið að lyfta grettistaki og að heilbrigðisþjónusta á Íslandi er um margt framúrskarandi – þar gegnir starfsfólk Landspítala lykilhlutverki. Höfundur er forstjóri Landspítalans. Tilvísanir. (1) Gylfi Zoega. Um vísitölur, heilbrigðismál og kosningar. Vísbending. 2021:39;30. (2) Martin Ingi Sigurðsson, Elías Sæbjörn Eyþórsson, Theódór Skúli Sigurðsson, Runólfur Pálsson. Bráð vandamál Landspítala. Læknablaðið, 2021:107:9. Slóð: https://www.laeknabladid.is/tolublod/2021/09/nr/7790). (3 )Mynd 1. Aukin framleiðni og gæði heilbrigðisþjónustu með nýju fjármögnunarkerfi og leiðbeinandi viðmiðum. Skýrsla McKinsey, Heilbrigðisráðuneytið 2020. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Heilbrigðismál Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Á erfitt með að hafa samúð með þreyttum læknum Landspítala Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að eitt stærsta vandamál Landspítalans sé hve illa gangi að halda þar uppi góðri stemmningu. Vandamál spítalans séu mörg þannig vaxin að ekki sé hægt að laga þau með auknu fjármagni einu saman. 3. september 2021 16:43 Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Skoðun Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Sjá meira
Um berserki gildir að gott er að hafa þá með sér í liði, en þeir eiga það líka til að slæma sverðinu í eigin bandamenn í öllum ákafanum. Í viðtali í nýjasta tölublaði Læknablaðsins ræðir hollvinur Landspítala, Kári Stefánsson, vanda spítalans af slíku kappi umfram forsjá. Þar er ýmislegt sem ég tel mig tilneyddan að gera athugasemd við, á sama tíma og ég vil ítreka þakkir spítalans til hans og Íslenskrar erfðagreiningar fyrir þeirra frábæru störf og stuðning á viðsjálverðum tímum. Sérstakar aðstæður starfsfólks spítalans Kári gerir að umtalsefni þreytu starfsfólks Landspítala og sýnir henni lítinn skilning. Nefnir hann sérstaklega starfsfólk rannsóknarstofanna en líka bráðamóttökunnar. Þar bregst honum bogalistin. Vissulega er margt starfsfólk Landspítala örþreytt og þar af er yfirgnæfandi meirihluti konur, sem við vitum að bera líka hitann og þungan af mörgum öðrum grunnþáttum þjóðfélagsins. Sú þreyta stafar af manneklu og þeirri staðreynd að eina leiðin til að bregðast við endurteknum bylgjum COVID-19 faraldursins hefur verið að starfsfólk LSH leggi á sig ómælda aukavinnu. Það fólk hefur staðið sig frábærlega og ég er ekki að gera lítið úr einstöku starfsfólki Íslenskrar erfðagreiningar, þótt ég bendi á að langtíma álag, ábyrgð og aðstæður allar eru ekki sambærilegar og ósanngjarnt að leggja að jöfnu. Landspítali getur ekki ákveðið hvenær hann tekur þátt í viðbragði heimsfaraldurs, það er hans skylda, alltaf, já alltaf. Ef það er ekki ný COVID-19 bylgja að kljást við, þá er starfsfólk spítalans í kapphlaupi til að vinna niður biðlista sjúklinga sem hafa lengst í nýjustu bylgjunni. Það er ekkert skjól. Á sama tíma býr starfsfólk við þá raunverulegu hættu að verða ákært fyrir mistök í starfi. Allt frá því 2014 hefur spítalinn þrýst endurtekið á stjórnvöld að breyta lagaumhverfi heilbrigðisstarfsfólks með Lög um samgönguslys frá 2013 að fyrirmynd. Þá er leitast við að læra af frávikum og óhöppum, án þess að leita sökudólga og deila sekt og sýknu. Það er nefnilega einn af grunnþáttum mannlegs eðlis, að gera mistök. Það er einnig eðli flókinnar heilbrigðisþjónustu að starfsfólk þarf endurtekið að taka erfiðar ákvarðanir byggðar á ófullnægjandi upplýsingum í rauntíma. Þess vegna er auðvelt að gagnrýna í baksýnisspeglinum.Lagaumhverfi sem miðar að því að læra af frávikum er mun vænlegra til að efla öryggismenningu, en það óþolandi ástand að velviljað fagfólk sem reynir að hlaupa sífellt hraðar eigi á hættu að vera dregið fyrir dómstóla, þegar það er að gera sitt besta. Þarna verða stjórnvöld að bregðast við. Starfsfólk Landspítala sem tjáir sig Kári ræðir í löngu máli lækna spítalans, kallar þá ósamstæða og sérgæslumenn. Það má vera að svo sé í einhverjum tilvikum, en ég hef ekki upplifað að það séu sérhagsmunir sem knýja áfram ábendingar lækna spítalans. Þvert á móti má minna á að samkvæmt siðareglum lækna þá ber þeim skylda til að láta vita ef þeir fá vitneskju um aðstæður sem þeir telja faglega óviðunandi. Það eru læknar og annað starfsfólk spítalans að gera. Ég og aðrir stjórnendur spítalans erum alla daga að senda minnisblöð, skýrslur, bænaskjöl og kröfur á stjórnvöld, en það er ekki von að starfsfólk viti af því öllu. Auk þess er skiljanlegt að fagfólk vilji leggja sitt lóð á vogarskálar þegar því finnst hægt ganga að efla vitund stjórnmálamanna. Auðvitað er sjálfsagt að leiðrétta staðreyndavillur í málflutningi ef þær koma fram, en mikilvægt hlutverk fagfólks, lækna sem annarra, er að láta vita af öryggisógnum. Spítalinn er að bæta upplýsingagjöf til þess að jafnt starfsfólk sem aðrir geti tekið þátt í umræðu um heilbrigðismál á grunni réttra upplýsinga. Skortur á stuðningi stjórnvalda Það þriðja sem Kári gerir að umtalsefni er að stjórnvöld hafi ekki staðið við bakið á spítalanum. Þar verð ég að vera sammála Kára að vissu leyti. Auðvitað hefur fé runnið til spítalans á undanförnum árum og velvilji til staðar víða um samfélagið. Eins og Gylfi Zoega hagfræðiprófessor bendir á í nýlegri grein í Vísbendingu (1), þá hefur það aukna fé samt ekki nýst til uppbyggingar nema að mjög óverulegu leyti, heldur farið í að greiða laun og í raun ber fjármögnun spítalans enn stór sár af niðurskurði í hruninu og var þó fjármögnunin ekki neitt til að hrópa húrra yfir áður. Langvarandi undirfjármögnun leiðir til skorts á fagfólki (hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum, vissum sérgreinum lækna, lífeindafræðingum og áfram mætti telja). Vanfjármögnunin birtist líka í skorti á klínísku stoðstarfsfólki. Það aðstoðarfólk, sem og heilbrigðistækni af ýmsu tagi er lykill að því að starfsfólk geti sinnt því sem það er þjálfað til en sói ekki dýrmætum tíma í verkefni sem aðrir geta sinnt. Þessi mönnunarskortur allur er eitthvað sem ekki verður bætt í einu vetfangi, til þess þarf gríðarlegt átak í menntun heilbrigðisstétta, uppbyggingu húsnæðis og tækjakosts svo umhverfið verði starfsvænna. Þar er góð grein til að skoða í upphafi skrif sem birtust í síðasta tímariti Læknablaðsins og sem skrifuð er af fjórum læknum spítalans (2) Einnig leyfi ég mér að vísa Kára á fjölmarga pistla mína á heimasíðu spítalans í gegnum árin þar sem reynt hefur verið að draga fram helstu þætti til úrbóta. – Kári segir fólk ekki vilja vinna á Landspítala. Það er ekki okkar reynsla. Vandinn er sá að fjármagn skortir til að bjóða upp á þær stöður sem þarf til að sinna verkefnunum sem við blasa. Skortur á stuðningi við vísindi Kári gerir að sérstöku umræðuefni fjármögnun til vísinda og hvetur menn til að sýna meira hugvit í því að afla fjár til rannsóknanna, frekar en að sækja fé til ríkisins. Það er góð brýning, en það verður samt ekki komist hjá því að minna á það að undirfjármögnun hins opinbera á vísindastarfi í heilbrigðisfræðum er svo geigvænleg að þar verður líka að bæta í. Þannig ver Karolínska sjúkrahúsið sem stundum er litið til í samanburði 5-7% af sínu ríflega rekstrarfé til vísinda á sama tíma og Landspítali ver um 1% rekstrarfjár í vísindi. Það fé hefur ekki aukist á undanförnum áratugum og stjórnvöld verða að huga að því að setja miklu, miklu meira fé í samkeppnissjóði og grunninnviði í heilbrigðisvísindum, ef snúa á við þeirri óheillaþróun að vísindi fari halloka. Þetta fé þarf að skilgreina skýrt og verja, þannig að það verði ekki allt tekið til handargagns þegar næst þarf að leysa bráðavanda sjúklinga. Hvað þarf til viðbótar í heilbrigðiskerfið? Kára var fyrir nokkrum árum tíðrætt um mikilvægi þess að skilgreina ákveðið hlutfall vergrar landsframleiðslu í heilbrigðiskerfið. Hvað sem fólki finnst um það hvernig þörfin er skilgreind, þá er engum blöðum um það að fletta að auka þarf fjármagn til heilbrigðiskerfisins stórfellt. 1% af vergri landsframleiðslu er rúmir 29 milljarðar á ári. Það sem munar á okkur og nágrannaþjóðunum er 1,5-3% af vergri landsframleiðslu eftir því hvernig talið er. Og það er svo sannarlega þörf fyrir þetta fé. Ef það fjármagn sem Karolinska Sjúkrahúsið ver til vísinda væri heimfært á Landspítala þá væri það eitt sér viðbót upp á að minnsta kosti 3 milljarða á ári. Að efla mönnun heilbrigðiskerfisins kostar milljarða ár hvert í menntun, þjálfun og kulnunarvarnir. Við Kári erum sammála um það að ekki verður hjá því komist að íslenskir stjórnmálamenn horfi á staðreyndir og viðurkenni að verkefni næstu ára og áratuga er að finna leið til að bæta fjármögnun heilbrigðiskerfisins, til menntunar, vísinda, þjónustu og aðstöðu um tugi milljarða ár hvert – sem er enda í samræmi við vilja þjóðarinnar, m.a. skv. nýlegri könnun Fréttablaðsins. Fé er samt ekki nóg, það er augljóst. Það þarf heildarsýn og skipulag og sátt, heilbrigðistefna til ársins 2030 er þar góður vegvísir, sem við þurfum nú að fylgja. Að tryggja að Landspítali geti sinnt sínum kjarnaverkefnum er lykilþáttur í þeirri stefnu. Fjármagn er samt mikilvægt, það er aflvaki allra hluta og það verður ekki komist hjá því að viðurkenna að langvarandi undirfjármögnun til heilbrigðisþjónustunnar almennt og Landspítala sérstaklega er skýringin sem við komum aftur og aftur að, þegar vandamálin eru krufin til mergjar. Starfsfólk Landspítala hleypur hraðar til að bæta fyrir það sem upp á vantar í heilbrigðiskerfinu Þangað til stjórnvöld stórbæta fjármögnun til spítalans, þá er það starfsfólk Landspítala sem þarf að hlaupa miklu hraðar og bæta á sig sífellt fleiri aukavöktum og verkefnum, til að þjóðin fái þá heilbrigðisþjónustu sem hún vill og verðskuldar. Starfsfólk Landspítala er ekki huglaust, ekki verkkvíðið, ekki óskipulagt. Nei, en starfsfólkið er örþreytt og orðið langeygt eftir þeirri uppbyggingu sem er þó vissulega í bígerð – og veit líka að það þarf meira til en stjórnmálamenn hafa viðurkennt, bæði til Landspítala, til annarra heilbrigðisstofnana og til hjúkrunarþjónustu aldraðra, ef einhver veruleg von á að vera um að betur fari en horfir. Þegar fólk sér að brestir eru í þjónustunni og að mikið skortir upp á fjármögnun verkefna þá hrópar það í örvæntingu sinni – það eru ekki „mistök í félagsstörfum“, „hagsmunagæsla“ eða skortur á að „hafa gaman“. Það er fagfólk að sinna skyldu sinni. Þegar heim er komið fær starfsfólkið síðan ekki einu sinni frí, fyrir sjálfskipuðum sérfræðingum sem telja það vænlegast til árangurs að hæða það og tugta. Á ensku er þessari stjórnunaraðferð stundum lýst með frasanum; „Beatings will continue until morale improves“ og rann sitt skeið á enda á tímum Charles Dickens! Niðurlag Þótt ég sé að sögn Kára bæði ljúfur og góður, þá get ég ekki orða bundist. Mér þykir ómaklega vegið að starfsfólki spítalans sem með eigin svita og tárum reynir að bæta fyrir sveltistefnu síðustu áratuga. Ég trúi því eiginlega ekki að það hafi verið ætlun Kára að gera það, vitandi hvernig hjarta hans slær. Hann væri maður að meiri að biðja starfsfólkið afsökunar, starfsfólk sem er hetjur þessa samfélags. Gleymum því ekki að heilbrigðiskerfið er þrátt fyrir allt búið að lyfta grettistaki og að heilbrigðisþjónusta á Íslandi er um margt framúrskarandi – þar gegnir starfsfólk Landspítala lykilhlutverki. Höfundur er forstjóri Landspítalans. Tilvísanir. (1) Gylfi Zoega. Um vísitölur, heilbrigðismál og kosningar. Vísbending. 2021:39;30. (2) Martin Ingi Sigurðsson, Elías Sæbjörn Eyþórsson, Theódór Skúli Sigurðsson, Runólfur Pálsson. Bráð vandamál Landspítala. Læknablaðið, 2021:107:9. Slóð: https://www.laeknabladid.is/tolublod/2021/09/nr/7790). (3 )Mynd 1. Aukin framleiðni og gæði heilbrigðisþjónustu með nýju fjármögnunarkerfi og leiðbeinandi viðmiðum. Skýrsla McKinsey, Heilbrigðisráðuneytið 2020.
Á erfitt með að hafa samúð með þreyttum læknum Landspítala Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að eitt stærsta vandamál Landspítalans sé hve illa gangi að halda þar uppi góðri stemmningu. Vandamál spítalans séu mörg þannig vaxin að ekki sé hægt að laga þau með auknu fjármagni einu saman. 3. september 2021 16:43
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun