Boðar áframhald aðgerða á landamærunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. september 2021 08:36 Bág staða Landspítalans og staða kórónuveirufaraldursins erlendis gerir það að verkum að aðgerðir á landamærunum verða áfram mikilvægar til að vernda landsmenn fyrir alvarlegum veikindum. Vísir/Vilhelm Takmarkanir á landamærunum eru forsenda þess að hægt sé að slaka á innanlands. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um stöðu kórónuveirufaraldursins. Hann segir yfirstandandi bylgju á hægri niðurleið. Rætt var við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun, þar sem hann sagðist meðal annars þakka góðan árangur útbreiddum bólusetningum og iðni landsmanna við að viðhafa persónulegar sóttvarnir. Hann sagði aðgerðir á landamærunum einnig skipta sköpum en þar hefðu verið að greinast um 60 tilvik á viku, þar af væru um 20 bólusettir og hefðu tengsl innanlands. Sóttvarnalæknir sagði reynsluna hafa sýnt að tilskakanir á landamærunum væru ekki vænlegar til árangurs og benti á hvernig sprenging hefði orðið í smitum mánaðamótin júní/júlí, þegar meðal annars var hætt að skima þá sem gátu framvísað vottorði. „Þá fór þetta á fljúgandi ferð,“ segir Þórólfur. Mikilvægt sé að læra af þeirri reynslu. Spurður að því hvort við værum þá að horfa fram á áframhaldandi aðgerðir á landamærunum benti Þórólfur á að hann hefði alltaf sagt að á meðan faraldurinn væri á siglingu erlendis, yrði að horfa til þess. Þrátt fyrir að bólusetning veitti ákveðna vernd væru bólusettir enn að smitast og smita. Hann vék aftur að því sem gerðist mánaðamótin júní/júlí og benti á að Landspítalinn hefði nánast farið á neyðarstig. Pólitískur þrýstingur og ný afbrigði Þórólfur sagði getu heilbrigðiskerfisins til að takast á við veikindi ráða nokkru um aðgerðir og það hefði margoft komið fram að spítalakerfið væri ekki nógu vel í stakk búið, ekki síst hvað varðaði gjörgæsluna. Þá væri ekki eingöngu hægt að einblína á veikindi fremur en smit, þar sem alvarleg veikindi og sjúkrahúsinnlagnir kæmu ekki fram fyrr en tveimur vikum eftir smit. Horfa þyrfti á heildarmyndina. Í þættinum var nokkuð rætt um stöðu mála annars staðar, til að mynda í Danmörku og Noregi, þar sem menn hafa ákveðið að ráðast í verulegar eða algjörar afléttingar. Þórólfur sagði þetta athyglisvert, ekki síst hvað varðaði Noreg, þar sem innlögnum hefði fjölgað. Líklegast væri um pólitískan þrýsting að ræða. Sóttvarnalæknir sagði ljóst að þrátt fyrir gott gengi í bólusetningum værum við ekki búin að ná hjarðónæmi. Bólusettir væru að smitast. Spurður um áhyggjur af nýjum afbrigðum sagðist hann fylgjast með. Ýmis afbrigði hefðu náð í umræðuna sem hefðu ekki náð sér á strik en það myndi ekki koma honum á óvart ef að nýtt afbrigði næði útbreiðslu. Því væri þeim mun mikilvægara að hafa góð tök á landamærunum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Landspítalinn Heilbrigðismál Bítið Mest lesið Hnífstunguárás á Ingólfstorgi Innlent Hefði betur mátt sleppa yfirlýsingunni Innlent Brugðið þegar Ásthildur bankaði uppá klukkan tíu að kvöldi Innlent Kom á óvart hvað ráðherrarnir áttu erfitt með að svara Innlent Gríðarlega alvarlegt hafi trúnaður verið rofinn Innlent Fordæmingarnar hafi keyrt úr öllu hófi Innlent Fjölmenn í foreldrarölt til að lægja ofbeldisöldu Innlent Kom barnsföður Ásthildar Lóu í opna skjöldu Innlent Skrautlegir fyrstu mánuðir hjá Flokki fólksins Innlent „Mér þykir þetta náttúrulega ekki eðlileg viðbrögð“ Innlent Fleiri fréttir Gríðarlega alvarlegt hafi trúnaður verið rofinn Fjölmenn í foreldrarölt til að lægja ofbeldisöldu Hnífstunguárás á Ingólfstorgi Kom á óvart hvað ráðherrarnir áttu erfitt með að svara Hefði betur mátt sleppa yfirlýsingunni Brugðið þegar Ásthildur bankaði uppá klukkan tíu að kvöldi Fordæmingarnar hafi keyrt úr öllu hófi Skrautlegir fyrstu mánuðir hjá Flokki fólksins Dómgreindarleysi ráðherra og hneykslismál flokksins Fátæk börn upplifa meiri vanlíðan og minna öryggi Vaka kynnti listann með hjálp töframanns „Mér þykir þetta náttúrulega ekki eðlileg viðbrögð“ Ekki skárra fyrir 35 árum Grunaður um gróf brot gegn eiginkonu og fimm börnum „Sjáum einn einstakling gjörsamlega mulinn mélinu smærra“ Ekkert bendi til falls ríkisstjórnarinnar Var brugðið og vill ítarlega skoðun á aðkomu forsætisráðuneytisins Bein útsending: Hreint vatn til framtíðar Afsögn Ásthildar Lóu og lokun á Heathrow flugvelli Karl hafi leyst úr læðingi „ógeðfelldar nornaveiðar“ Tóku fyrstu skóflustunguna að nýju fjölnota íþróttahúsi í Borgarnesi Kom barnsföður Ásthildar Lóu í opna skjöldu Utanríkisráðherra ræddi við mótmælendur Vaktin: Ásthildi Lóu verður ekki vikið úr Flokki fólksins Neitar því að hafa verið leiðbeinandi ungs barnsföður síns Telur sig ekki vanhæfan og sé hann það skapi það mikinn vanda Jón Björn tekinn við af Heiðu Björgu Búnaðarþing og geltandi hundar Grunaður um að stinga mann tvívegis en á sitthvorum staðnum „Þetta er auðvitað alvarlegt mál“ Sjá meira
Rætt var við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun, þar sem hann sagðist meðal annars þakka góðan árangur útbreiddum bólusetningum og iðni landsmanna við að viðhafa persónulegar sóttvarnir. Hann sagði aðgerðir á landamærunum einnig skipta sköpum en þar hefðu verið að greinast um 60 tilvik á viku, þar af væru um 20 bólusettir og hefðu tengsl innanlands. Sóttvarnalæknir sagði reynsluna hafa sýnt að tilskakanir á landamærunum væru ekki vænlegar til árangurs og benti á hvernig sprenging hefði orðið í smitum mánaðamótin júní/júlí, þegar meðal annars var hætt að skima þá sem gátu framvísað vottorði. „Þá fór þetta á fljúgandi ferð,“ segir Þórólfur. Mikilvægt sé að læra af þeirri reynslu. Spurður að því hvort við værum þá að horfa fram á áframhaldandi aðgerðir á landamærunum benti Þórólfur á að hann hefði alltaf sagt að á meðan faraldurinn væri á siglingu erlendis, yrði að horfa til þess. Þrátt fyrir að bólusetning veitti ákveðna vernd væru bólusettir enn að smitast og smita. Hann vék aftur að því sem gerðist mánaðamótin júní/júlí og benti á að Landspítalinn hefði nánast farið á neyðarstig. Pólitískur þrýstingur og ný afbrigði Þórólfur sagði getu heilbrigðiskerfisins til að takast á við veikindi ráða nokkru um aðgerðir og það hefði margoft komið fram að spítalakerfið væri ekki nógu vel í stakk búið, ekki síst hvað varðaði gjörgæsluna. Þá væri ekki eingöngu hægt að einblína á veikindi fremur en smit, þar sem alvarleg veikindi og sjúkrahúsinnlagnir kæmu ekki fram fyrr en tveimur vikum eftir smit. Horfa þyrfti á heildarmyndina. Í þættinum var nokkuð rætt um stöðu mála annars staðar, til að mynda í Danmörku og Noregi, þar sem menn hafa ákveðið að ráðast í verulegar eða algjörar afléttingar. Þórólfur sagði þetta athyglisvert, ekki síst hvað varðaði Noreg, þar sem innlögnum hefði fjölgað. Líklegast væri um pólitískan þrýsting að ræða. Sóttvarnalæknir sagði ljóst að þrátt fyrir gott gengi í bólusetningum værum við ekki búin að ná hjarðónæmi. Bólusettir væru að smitast. Spurður um áhyggjur af nýjum afbrigðum sagðist hann fylgjast með. Ýmis afbrigði hefðu náð í umræðuna sem hefðu ekki náð sér á strik en það myndi ekki koma honum á óvart ef að nýtt afbrigði næði útbreiðslu. Því væri þeim mun mikilvægara að hafa góð tök á landamærunum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Landspítalinn Heilbrigðismál Bítið Mest lesið Hnífstunguárás á Ingólfstorgi Innlent Hefði betur mátt sleppa yfirlýsingunni Innlent Brugðið þegar Ásthildur bankaði uppá klukkan tíu að kvöldi Innlent Kom á óvart hvað ráðherrarnir áttu erfitt með að svara Innlent Gríðarlega alvarlegt hafi trúnaður verið rofinn Innlent Fordæmingarnar hafi keyrt úr öllu hófi Innlent Fjölmenn í foreldrarölt til að lægja ofbeldisöldu Innlent Kom barnsföður Ásthildar Lóu í opna skjöldu Innlent Skrautlegir fyrstu mánuðir hjá Flokki fólksins Innlent „Mér þykir þetta náttúrulega ekki eðlileg viðbrögð“ Innlent Fleiri fréttir Gríðarlega alvarlegt hafi trúnaður verið rofinn Fjölmenn í foreldrarölt til að lægja ofbeldisöldu Hnífstunguárás á Ingólfstorgi Kom á óvart hvað ráðherrarnir áttu erfitt með að svara Hefði betur mátt sleppa yfirlýsingunni Brugðið þegar Ásthildur bankaði uppá klukkan tíu að kvöldi Fordæmingarnar hafi keyrt úr öllu hófi Skrautlegir fyrstu mánuðir hjá Flokki fólksins Dómgreindarleysi ráðherra og hneykslismál flokksins Fátæk börn upplifa meiri vanlíðan og minna öryggi Vaka kynnti listann með hjálp töframanns „Mér þykir þetta náttúrulega ekki eðlileg viðbrögð“ Ekki skárra fyrir 35 árum Grunaður um gróf brot gegn eiginkonu og fimm börnum „Sjáum einn einstakling gjörsamlega mulinn mélinu smærra“ Ekkert bendi til falls ríkisstjórnarinnar Var brugðið og vill ítarlega skoðun á aðkomu forsætisráðuneytisins Bein útsending: Hreint vatn til framtíðar Afsögn Ásthildar Lóu og lokun á Heathrow flugvelli Karl hafi leyst úr læðingi „ógeðfelldar nornaveiðar“ Tóku fyrstu skóflustunguna að nýju fjölnota íþróttahúsi í Borgarnesi Kom barnsföður Ásthildar Lóu í opna skjöldu Utanríkisráðherra ræddi við mótmælendur Vaktin: Ásthildi Lóu verður ekki vikið úr Flokki fólksins Neitar því að hafa verið leiðbeinandi ungs barnsföður síns Telur sig ekki vanhæfan og sé hann það skapi það mikinn vanda Jón Björn tekinn við af Heiðu Björgu Búnaðarþing og geltandi hundar Grunaður um að stinga mann tvívegis en á sitthvorum staðnum „Þetta er auðvitað alvarlegt mál“ Sjá meira