Boðar áframhald aðgerða á landamærunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. september 2021 08:36 Bág staða Landspítalans og staða kórónuveirufaraldursins erlendis gerir það að verkum að aðgerðir á landamærunum verða áfram mikilvægar til að vernda landsmenn fyrir alvarlegum veikindum. Vísir/Vilhelm Takmarkanir á landamærunum eru forsenda þess að hægt sé að slaka á innanlands. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um stöðu kórónuveirufaraldursins. Hann segir yfirstandandi bylgju á hægri niðurleið. Rætt var við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun, þar sem hann sagðist meðal annars þakka góðan árangur útbreiddum bólusetningum og iðni landsmanna við að viðhafa persónulegar sóttvarnir. Hann sagði aðgerðir á landamærunum einnig skipta sköpum en þar hefðu verið að greinast um 60 tilvik á viku, þar af væru um 20 bólusettir og hefðu tengsl innanlands. Sóttvarnalæknir sagði reynsluna hafa sýnt að tilskakanir á landamærunum væru ekki vænlegar til árangurs og benti á hvernig sprenging hefði orðið í smitum mánaðamótin júní/júlí, þegar meðal annars var hætt að skima þá sem gátu framvísað vottorði. „Þá fór þetta á fljúgandi ferð,“ segir Þórólfur. Mikilvægt sé að læra af þeirri reynslu. Spurður að því hvort við værum þá að horfa fram á áframhaldandi aðgerðir á landamærunum benti Þórólfur á að hann hefði alltaf sagt að á meðan faraldurinn væri á siglingu erlendis, yrði að horfa til þess. Þrátt fyrir að bólusetning veitti ákveðna vernd væru bólusettir enn að smitast og smita. Hann vék aftur að því sem gerðist mánaðamótin júní/júlí og benti á að Landspítalinn hefði nánast farið á neyðarstig. Pólitískur þrýstingur og ný afbrigði Þórólfur sagði getu heilbrigðiskerfisins til að takast á við veikindi ráða nokkru um aðgerðir og það hefði margoft komið fram að spítalakerfið væri ekki nógu vel í stakk búið, ekki síst hvað varðaði gjörgæsluna. Þá væri ekki eingöngu hægt að einblína á veikindi fremur en smit, þar sem alvarleg veikindi og sjúkrahúsinnlagnir kæmu ekki fram fyrr en tveimur vikum eftir smit. Horfa þyrfti á heildarmyndina. Í þættinum var nokkuð rætt um stöðu mála annars staðar, til að mynda í Danmörku og Noregi, þar sem menn hafa ákveðið að ráðast í verulegar eða algjörar afléttingar. Þórólfur sagði þetta athyglisvert, ekki síst hvað varðaði Noreg, þar sem innlögnum hefði fjölgað. Líklegast væri um pólitískan þrýsting að ræða. Sóttvarnalæknir sagði ljóst að þrátt fyrir gott gengi í bólusetningum værum við ekki búin að ná hjarðónæmi. Bólusettir væru að smitast. Spurður um áhyggjur af nýjum afbrigðum sagðist hann fylgjast með. Ýmis afbrigði hefðu náð í umræðuna sem hefðu ekki náð sér á strik en það myndi ekki koma honum á óvart ef að nýtt afbrigði næði útbreiðslu. Því væri þeim mun mikilvægara að hafa góð tök á landamærunum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Landspítalinn Heilbrigðismál Bítið Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
Rætt var við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun, þar sem hann sagðist meðal annars þakka góðan árangur útbreiddum bólusetningum og iðni landsmanna við að viðhafa persónulegar sóttvarnir. Hann sagði aðgerðir á landamærunum einnig skipta sköpum en þar hefðu verið að greinast um 60 tilvik á viku, þar af væru um 20 bólusettir og hefðu tengsl innanlands. Sóttvarnalæknir sagði reynsluna hafa sýnt að tilskakanir á landamærunum væru ekki vænlegar til árangurs og benti á hvernig sprenging hefði orðið í smitum mánaðamótin júní/júlí, þegar meðal annars var hætt að skima þá sem gátu framvísað vottorði. „Þá fór þetta á fljúgandi ferð,“ segir Þórólfur. Mikilvægt sé að læra af þeirri reynslu. Spurður að því hvort við værum þá að horfa fram á áframhaldandi aðgerðir á landamærunum benti Þórólfur á að hann hefði alltaf sagt að á meðan faraldurinn væri á siglingu erlendis, yrði að horfa til þess. Þrátt fyrir að bólusetning veitti ákveðna vernd væru bólusettir enn að smitast og smita. Hann vék aftur að því sem gerðist mánaðamótin júní/júlí og benti á að Landspítalinn hefði nánast farið á neyðarstig. Pólitískur þrýstingur og ný afbrigði Þórólfur sagði getu heilbrigðiskerfisins til að takast á við veikindi ráða nokkru um aðgerðir og það hefði margoft komið fram að spítalakerfið væri ekki nógu vel í stakk búið, ekki síst hvað varðaði gjörgæsluna. Þá væri ekki eingöngu hægt að einblína á veikindi fremur en smit, þar sem alvarleg veikindi og sjúkrahúsinnlagnir kæmu ekki fram fyrr en tveimur vikum eftir smit. Horfa þyrfti á heildarmyndina. Í þættinum var nokkuð rætt um stöðu mála annars staðar, til að mynda í Danmörku og Noregi, þar sem menn hafa ákveðið að ráðast í verulegar eða algjörar afléttingar. Þórólfur sagði þetta athyglisvert, ekki síst hvað varðaði Noreg, þar sem innlögnum hefði fjölgað. Líklegast væri um pólitískan þrýsting að ræða. Sóttvarnalæknir sagði ljóst að þrátt fyrir gott gengi í bólusetningum værum við ekki búin að ná hjarðónæmi. Bólusettir væru að smitast. Spurður um áhyggjur af nýjum afbrigðum sagðist hann fylgjast með. Ýmis afbrigði hefðu náð í umræðuna sem hefðu ekki náð sér á strik en það myndi ekki koma honum á óvart ef að nýtt afbrigði næði útbreiðslu. Því væri þeim mun mikilvægara að hafa góð tök á landamærunum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Landspítalinn Heilbrigðismál Bítið Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira