Raunhæfar lausnir gegn loftslagsvá til framtíðar Elín Björk Jónasdóttir og Sigurður Loftur Thorlacius skrifa 2. september 2021 19:30 Loftslagsvá er ein af þeim stærstu ógnum sem mannkynið hefur nokkru sinni staðið frammi fyrir. Aukin tíðni óveðra, þurrka og hitabylgja er staðreynd. Stærri og stærri gróðureldar geisa víða um heim og hamfaraflóð æða yfir þéttbýli. Við sjáum hitamet falla svo um munar á hverju ári og loftslagsflóttamönnum fjölgar. Það er orðið ljóst að loftslagsvá vofir ekki einungis yfir kynslóðum framtíðar heldur ógnar hún okkur í dag, hér og nú. Sporna þarf við henni með öllum tiltækum ráðum því líf og farsæld okkar allra veltur á því hversu snarlega við bregðumst við þessari ógn. Með fyrsta hluta sjöttu skýrslu Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál sem kom út í byrjun ágúst er nú orðið ljóst að hnattræn hlýnun mun ná 1,5°C eftir um það bil áratug, jafnvel fyrr. Aðeins í róttækustu sviðsmyndinni, sem gerir ráð fyrir mjög hröðum samdrætti í útblæstri gróðurhúsalofttegunda, yrði yfirskotið ekki mikið og við myndum ná hlýnun aftur undir 1,5°C fyrir aldarlok. Í þessari sviðsmynd dregur öll heimsbyggðin úr losun um 50% fyrir 2035, nær kolefnishlutleysi rétt eftir 2050 og nær fyrir lok aldarinnar upp bindingu sem nemur 1/3 af heimslosuninni í dag. Við þurfum að taka okkur verulega á, á öllum vígstöðvum, ef sú sviðsmynd á að rætast. Verkefnið er stórt en þó ekki óyfirstíganlegt. Á Íslandi þarf að fasa út allt jarðefnaeldsneyti með orkuskiptum í iðnaði og í samgöngum á láði, legi og í lofti. Endurheimta þarf votlendi og vistkerfi á gríðarstórum skala, sem og að auka skógrækt og landgræðslu. Í nýsamþykktri stefnu Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs er lögð áhersla á metnaðarfull en raunhæf markmið og róttækar aðgerðir með jöfnuð að leiðarljósi. Ísland á að setja sér sjálfstætt markmið um a.m.k. 60% samdrátt í útblæstri gróðurhúsalofttegunda árið 2030 miðað við útblástur árið 2005 og leggja mun meira fjármagn í aðgerðir gegn loftslagsvánni. Efla þarf stjórnsýslu loftslagsmála og byggja aðgerðir á samvinnu hins opinbera, fyrirtækja og einstaklinga. Auka þarf stuðning við rannsóknir og nýsköpun á sviði loftslagsvænnar tækni. Efla þarf almenningssamgöngur á landinu öllu, flýta banni á nýskráningu bensín- og dísilbíla og lögfesta bann við olíuleit. Nota þarf bæði ívilnanir og kolefnisgjöld en tryggja á sama tíma réttlát umskipti, að aðgerðir bitni ekki hlutfallslega meira á efnaminna fólki. Auka þarf stuðning við þróunarríki til aðlögunar og aðgerða gegn loftslagsvá með jöfnuð að leiðarljósi. Öll heimsbyggðin þarf að ná kolefnishlutleysi en ekki er réttlætanlegt að hamla hagvexti og aukningu lífsgæða í þróunarríkjum því skaðinn sem loftslagið hefur hlotið er að mestu af völdum þróaðra ríkja. Vandinn er margþættur og engar töfralausnir eru til staðar. Talsvert hefur áunnist í loftslagsmálum á yfirstandandi kjörtímabili. Í fyrsta sinn var gefin út fjármögnuð aðgerðaáætlun í loftslagsmálum og hún síðan uppfærð. Nú er ljóst að við verðum að gera ennþá meira og vinna ennþá hraðar. Það skiptir máli hver stjórnar og loftslagsmálin eru í forgangi hjá Vinstri grænum, nú sem endranær. Með nýrri stefnu höfum við aukið metnaðinn enn frekar því okkur ber að bregðast við loftslagsvá með afdráttarlausum hætti. Það skuldum við okkur sjálfum, börnum okkar og komandi kynslóðum. Elín Björk Jónasdóttir er veðurfræðingur og í 8. sæti á lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi. Sigurður Loftur Thorlacius, umhverfisverkfræðingur og fulltrúi ungs fólks í Loftslagsráði, er í 11. sæti á sama lista. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Skoðun: Kosningar 2021 Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Loftslagsvá er ein af þeim stærstu ógnum sem mannkynið hefur nokkru sinni staðið frammi fyrir. Aukin tíðni óveðra, þurrka og hitabylgja er staðreynd. Stærri og stærri gróðureldar geisa víða um heim og hamfaraflóð æða yfir þéttbýli. Við sjáum hitamet falla svo um munar á hverju ári og loftslagsflóttamönnum fjölgar. Það er orðið ljóst að loftslagsvá vofir ekki einungis yfir kynslóðum framtíðar heldur ógnar hún okkur í dag, hér og nú. Sporna þarf við henni með öllum tiltækum ráðum því líf og farsæld okkar allra veltur á því hversu snarlega við bregðumst við þessari ógn. Með fyrsta hluta sjöttu skýrslu Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál sem kom út í byrjun ágúst er nú orðið ljóst að hnattræn hlýnun mun ná 1,5°C eftir um það bil áratug, jafnvel fyrr. Aðeins í róttækustu sviðsmyndinni, sem gerir ráð fyrir mjög hröðum samdrætti í útblæstri gróðurhúsalofttegunda, yrði yfirskotið ekki mikið og við myndum ná hlýnun aftur undir 1,5°C fyrir aldarlok. Í þessari sviðsmynd dregur öll heimsbyggðin úr losun um 50% fyrir 2035, nær kolefnishlutleysi rétt eftir 2050 og nær fyrir lok aldarinnar upp bindingu sem nemur 1/3 af heimslosuninni í dag. Við þurfum að taka okkur verulega á, á öllum vígstöðvum, ef sú sviðsmynd á að rætast. Verkefnið er stórt en þó ekki óyfirstíganlegt. Á Íslandi þarf að fasa út allt jarðefnaeldsneyti með orkuskiptum í iðnaði og í samgöngum á láði, legi og í lofti. Endurheimta þarf votlendi og vistkerfi á gríðarstórum skala, sem og að auka skógrækt og landgræðslu. Í nýsamþykktri stefnu Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs er lögð áhersla á metnaðarfull en raunhæf markmið og róttækar aðgerðir með jöfnuð að leiðarljósi. Ísland á að setja sér sjálfstætt markmið um a.m.k. 60% samdrátt í útblæstri gróðurhúsalofttegunda árið 2030 miðað við útblástur árið 2005 og leggja mun meira fjármagn í aðgerðir gegn loftslagsvánni. Efla þarf stjórnsýslu loftslagsmála og byggja aðgerðir á samvinnu hins opinbera, fyrirtækja og einstaklinga. Auka þarf stuðning við rannsóknir og nýsköpun á sviði loftslagsvænnar tækni. Efla þarf almenningssamgöngur á landinu öllu, flýta banni á nýskráningu bensín- og dísilbíla og lögfesta bann við olíuleit. Nota þarf bæði ívilnanir og kolefnisgjöld en tryggja á sama tíma réttlát umskipti, að aðgerðir bitni ekki hlutfallslega meira á efnaminna fólki. Auka þarf stuðning við þróunarríki til aðlögunar og aðgerða gegn loftslagsvá með jöfnuð að leiðarljósi. Öll heimsbyggðin þarf að ná kolefnishlutleysi en ekki er réttlætanlegt að hamla hagvexti og aukningu lífsgæða í þróunarríkjum því skaðinn sem loftslagið hefur hlotið er að mestu af völdum þróaðra ríkja. Vandinn er margþættur og engar töfralausnir eru til staðar. Talsvert hefur áunnist í loftslagsmálum á yfirstandandi kjörtímabili. Í fyrsta sinn var gefin út fjármögnuð aðgerðaáætlun í loftslagsmálum og hún síðan uppfærð. Nú er ljóst að við verðum að gera ennþá meira og vinna ennþá hraðar. Það skiptir máli hver stjórnar og loftslagsmálin eru í forgangi hjá Vinstri grænum, nú sem endranær. Með nýrri stefnu höfum við aukið metnaðinn enn frekar því okkur ber að bregðast við loftslagsvá með afdráttarlausum hætti. Það skuldum við okkur sjálfum, börnum okkar og komandi kynslóðum. Elín Björk Jónasdóttir er veðurfræðingur og í 8. sæti á lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi. Sigurður Loftur Thorlacius, umhverfisverkfræðingur og fulltrúi ungs fólks í Loftslagsráði, er í 11. sæti á sama lista.
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun