„Hjarta“ kjarnorkuáætlunar Norður-Kóreu var ræst í sumar Samúel Karl Ólason skrifar 30. ágúst 2021 10:12 Íbúar Suður-Kóreu fylgjast með fréttum af starfsemi Yongbyoun í Norður-Kóreu. AP/Ahn Young-joon Alþjóðakjarnorkumálastofnunin (IAEA) segir útlit fyrir að Norður-Kóreumenn hafi ræst kjarnakljúfur ríkisins í Yongbyon fyrr á þessu ári. Í árlegri skýrslu IAEA sem birt var um helgina segir að kveikt hafi verið á kljúfinum í júlí og kælivatn hafi verið losað frá Yongbyon. Kljúfurinn er fimm megavött og framleiðir plútóníum. Auðgað úran er einnig framleitt í Yongbyon en það eru helstu efnin sem notuð eru til framleiðslu kjarnorkuvopna. Meðal annars var notast við gervihnattamyndir til að greina aukin umsvif í Yongbyon. Umsvif sem IAEA segir áhyggjuvaldandi og skýr brot á samþykktum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. AP fréttaveitan segir yfirvöld í Norður-Kóreu hafa lýst Yongbyon sem hjarta kjarnorkuvopnaáætlunar ríkisins. Alþjóðasamfélagið hefur um árabil haft áhyggjur af starfseminni þar en ekki er vitað hve mikið úran og plútóníum hefur verið framleitt þar né hvar það er geymt. Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, bauðst árið 2019 til þess að rífa Yongbyon á fundi með Donald Trump, þáverandi forseta Bandaríkjanna, og það í skiptum fyrir niðurfellingu viðskiptaþvingana gegn Norður-Kóreu. Því tilboði var þó hafnað þar sem það fól ekki í sér afvopnun Norður-Kóreu. Ríkið er talið reka nokkrar leynilegar rannsóknarstöðvar þar sem úran er auðgað og er talið að einræðisríkið hafi þegar framleitt tugi kjarnorkuvopna. Viðræður milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu um kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun einræðisríkisins strönduðu árið 2019, eftir nokkra fundi Kim og Trumps. Norður-Kóreumenn hafa sagt að þær muni ekki hefjast að nýju fyrr en viðskiptaþvinganir verði felldar niður. Í Bandaríkjunum hefur viðhorfið verið að það komi ekki til greina. Fyrst verði Kóreumenn að taka sín fyrstu skref í átt að afvopnun. Neita að taka upp tólið Yonhap fréttaveitan segir ráðamenn í Suður-Kóreu fylgjast grannt með gangi mála hjá nágrönnum sínum. Daglegum símtölum til Norður-Kóreu hafi ekki verið svarað í þessum mánuði eftir að ríkisstjórn Kim lýsti því yfir mikilli reiði vegna sameiginlegra heræfinga Suður-Kóreu og Bandaríkjanna. Norður-Kórea Suður-Kórea Bandaríkin Kjarnorka Tengdar fréttir Hamfararigningar í kjölfar hitabylgju og þurrks í Norður-Kóreu Hamfararigningar og flóð hafa valdið miklu tjóni í Norður-Kóreu. Minnst ellefu hundruð heimili hafa skemmst og þúsundir hafa þurft að flýja undan flóðum. Þá hafa miklar skemmdir orðið á ræktunarlandi, vegum og brúm. 6. ágúst 2021 11:03 Vill áfengi og jakkaföt áður en afvopnunarviðræður hefjast aftur Norður-Kórea vill að alþjóðlegum viðskiptaþvingunum verði aflétt svo ríkið geti hafið útflutning málma og innflutning hreinsaðrar olíu, áður en viðræður um kjarnorkuafvopnun við Bandaríkin hefjast. 3. ágúst 2021 08:13 Fangelsi og jafnvel dauðadómur fyrir vörslu erlends afþreyingarefnis Ríkisfjölmiðlar í Norður-Kóreu hafa varað ungt fólk í landinu við því að nota slanguryrði jafnaldra sinna frá Suður-Kóreu og hvetja ungdóminn raunar til að halda sig við „staðlað norðurkóreskt mál.“ 18. júlí 2021 22:31 Xi og Kim heita nánari samvinnu Xi Jinping og Kim Jong Un, ráðendur Kína og Norður-Kóreu, hafa heitið því að auka samvinnu ríkjanna. Það gerðu þeir í skilaboðum sem þeir sendu hvorum öðrum á dögunum. Í skilaboðum til Xi sagði Kim að náið samband Norður-Kóreu og Kína væri nauðsynlegt í ljósi óvinveittra erlendra afla. 10. júlí 2021 23:14 Engin bóluefni í Norður-Kóreu, þrátt fyrir ítrekuð boð Rússar hafa boðist til að senda skammta af bóluefninu Spútnik 5 til Norður-Kóreu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt boð berst til Norður-Kóreu en Rússar hafa til að mynda boðið einræðisríkinu bóluefni áður. 8. júlí 2021 11:01 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
Kljúfurinn er fimm megavött og framleiðir plútóníum. Auðgað úran er einnig framleitt í Yongbyon en það eru helstu efnin sem notuð eru til framleiðslu kjarnorkuvopna. Meðal annars var notast við gervihnattamyndir til að greina aukin umsvif í Yongbyon. Umsvif sem IAEA segir áhyggjuvaldandi og skýr brot á samþykktum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. AP fréttaveitan segir yfirvöld í Norður-Kóreu hafa lýst Yongbyon sem hjarta kjarnorkuvopnaáætlunar ríkisins. Alþjóðasamfélagið hefur um árabil haft áhyggjur af starfseminni þar en ekki er vitað hve mikið úran og plútóníum hefur verið framleitt þar né hvar það er geymt. Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, bauðst árið 2019 til þess að rífa Yongbyon á fundi með Donald Trump, þáverandi forseta Bandaríkjanna, og það í skiptum fyrir niðurfellingu viðskiptaþvingana gegn Norður-Kóreu. Því tilboði var þó hafnað þar sem það fól ekki í sér afvopnun Norður-Kóreu. Ríkið er talið reka nokkrar leynilegar rannsóknarstöðvar þar sem úran er auðgað og er talið að einræðisríkið hafi þegar framleitt tugi kjarnorkuvopna. Viðræður milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu um kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun einræðisríkisins strönduðu árið 2019, eftir nokkra fundi Kim og Trumps. Norður-Kóreumenn hafa sagt að þær muni ekki hefjast að nýju fyrr en viðskiptaþvinganir verði felldar niður. Í Bandaríkjunum hefur viðhorfið verið að það komi ekki til greina. Fyrst verði Kóreumenn að taka sín fyrstu skref í átt að afvopnun. Neita að taka upp tólið Yonhap fréttaveitan segir ráðamenn í Suður-Kóreu fylgjast grannt með gangi mála hjá nágrönnum sínum. Daglegum símtölum til Norður-Kóreu hafi ekki verið svarað í þessum mánuði eftir að ríkisstjórn Kim lýsti því yfir mikilli reiði vegna sameiginlegra heræfinga Suður-Kóreu og Bandaríkjanna.
Norður-Kórea Suður-Kórea Bandaríkin Kjarnorka Tengdar fréttir Hamfararigningar í kjölfar hitabylgju og þurrks í Norður-Kóreu Hamfararigningar og flóð hafa valdið miklu tjóni í Norður-Kóreu. Minnst ellefu hundruð heimili hafa skemmst og þúsundir hafa þurft að flýja undan flóðum. Þá hafa miklar skemmdir orðið á ræktunarlandi, vegum og brúm. 6. ágúst 2021 11:03 Vill áfengi og jakkaföt áður en afvopnunarviðræður hefjast aftur Norður-Kórea vill að alþjóðlegum viðskiptaþvingunum verði aflétt svo ríkið geti hafið útflutning málma og innflutning hreinsaðrar olíu, áður en viðræður um kjarnorkuafvopnun við Bandaríkin hefjast. 3. ágúst 2021 08:13 Fangelsi og jafnvel dauðadómur fyrir vörslu erlends afþreyingarefnis Ríkisfjölmiðlar í Norður-Kóreu hafa varað ungt fólk í landinu við því að nota slanguryrði jafnaldra sinna frá Suður-Kóreu og hvetja ungdóminn raunar til að halda sig við „staðlað norðurkóreskt mál.“ 18. júlí 2021 22:31 Xi og Kim heita nánari samvinnu Xi Jinping og Kim Jong Un, ráðendur Kína og Norður-Kóreu, hafa heitið því að auka samvinnu ríkjanna. Það gerðu þeir í skilaboðum sem þeir sendu hvorum öðrum á dögunum. Í skilaboðum til Xi sagði Kim að náið samband Norður-Kóreu og Kína væri nauðsynlegt í ljósi óvinveittra erlendra afla. 10. júlí 2021 23:14 Engin bóluefni í Norður-Kóreu, þrátt fyrir ítrekuð boð Rússar hafa boðist til að senda skammta af bóluefninu Spútnik 5 til Norður-Kóreu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt boð berst til Norður-Kóreu en Rússar hafa til að mynda boðið einræðisríkinu bóluefni áður. 8. júlí 2021 11:01 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
Hamfararigningar í kjölfar hitabylgju og þurrks í Norður-Kóreu Hamfararigningar og flóð hafa valdið miklu tjóni í Norður-Kóreu. Minnst ellefu hundruð heimili hafa skemmst og þúsundir hafa þurft að flýja undan flóðum. Þá hafa miklar skemmdir orðið á ræktunarlandi, vegum og brúm. 6. ágúst 2021 11:03
Vill áfengi og jakkaföt áður en afvopnunarviðræður hefjast aftur Norður-Kórea vill að alþjóðlegum viðskiptaþvingunum verði aflétt svo ríkið geti hafið útflutning málma og innflutning hreinsaðrar olíu, áður en viðræður um kjarnorkuafvopnun við Bandaríkin hefjast. 3. ágúst 2021 08:13
Fangelsi og jafnvel dauðadómur fyrir vörslu erlends afþreyingarefnis Ríkisfjölmiðlar í Norður-Kóreu hafa varað ungt fólk í landinu við því að nota slanguryrði jafnaldra sinna frá Suður-Kóreu og hvetja ungdóminn raunar til að halda sig við „staðlað norðurkóreskt mál.“ 18. júlí 2021 22:31
Xi og Kim heita nánari samvinnu Xi Jinping og Kim Jong Un, ráðendur Kína og Norður-Kóreu, hafa heitið því að auka samvinnu ríkjanna. Það gerðu þeir í skilaboðum sem þeir sendu hvorum öðrum á dögunum. Í skilaboðum til Xi sagði Kim að náið samband Norður-Kóreu og Kína væri nauðsynlegt í ljósi óvinveittra erlendra afla. 10. júlí 2021 23:14
Engin bóluefni í Norður-Kóreu, þrátt fyrir ítrekuð boð Rússar hafa boðist til að senda skammta af bóluefninu Spútnik 5 til Norður-Kóreu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt boð berst til Norður-Kóreu en Rússar hafa til að mynda boðið einræðisríkinu bóluefni áður. 8. júlí 2021 11:01