Sósíalisti kallar formann kærunefndar útlendingamála „nasista“ Kjartan Kjartansson skrifar 29. ágúst 2021 13:08 María Lilja Þrastardóttir (t.v.) sakar Þorstein Gunnarsson (t.h.) um að vera nasista í tísti um skipan hans sem formanns kærunefndar útlendingamála. Sósíalistaflokkurinn/dómsmálaráðuneytið Frambjóðandi Sósíalistaflokksins í Reykjavík kallar Þorstein Gunnarsson, nýskipaðan formann kærunefndar útlendingamála „nasista“ í færslu á samfélagsmiðli. Þorsteinn var áður staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar. Dómsmálaráðuneytið tilkynnti að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, hefði skipað Þorstein formann kærunefndar útlendingamála frá og með mánaðamótum á föstudag. Þorsteinn hefur starfað um árabil hjá Útlendingastofnun, meðal annars sem staðgengill forstjóra og á tímabili sem settur forstjóri. Sem slíkur hefur Þorsteinn oft haft orð fyrir Útlendingastofnun í umdeildum málum, ekki síst varðandi málefni hælisleitenda sem íslensk stjórnvöld hafa vísað úr landi undanfarin misseri og ár. Skipan Þorsteins yfir áfrýjunarnefnd sem tekur til úrskurðar mál frá stofnuninni sem hann stýrði áður hefur því vakið gagnrýni. Sema Erla Serdar, stofnandi Solaris, hjálparsamtaka hælisleitenda á Íslandi, sagði skipun Þorsteins koma á óvart í ljósi þess að hann hefði verið í forsvari fyrir „mjög harkalega og fólksfjandsamlega stefnu“ Útlendingastofnunar. Harkalegustu viðbrögðin við skipan Þorsteins komu þó frá Maríu Lilju Þrastardóttur, fyrrverandi blaðamanni og frambjóðanda í þriðja sæti á lista Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. „Nú munu kærur v. ÚTL [innskot blm. vegna Útlendingastofnunar] vera í höndum nasista,“ tísti María Lilja um að Áslaug Arna hefði skipað Þorsteinn í embættið í gær. Hvatti hún fólk meðal annars til þess að muna andlit Þorsteins og fyrri verk. Áslaug Arna skipaði Þorstein Gunnarsson formann Kærunefndar útlendingamála. Nú munu kærur v. ÚTL vera í höndum nasista. Hann ráðstafar fé, stýrir afgreiðslu kærumála og tekur ákvarðanir um rannsókn og gagnaöflun. Sanngjarnt?Munið andlit hans og fyrri verk. pic.twitter.com/BP1obCxa53— María Lilja (@1312Mayhem) August 29, 2021 Með tístinu fylgdu skjáskot af fyrirsögnum frétta fjölmiðla þar sem Þorsteinn ver aðgerðir og stefnu Útlendingastofnunar undanfarin ár. Spyr María Lilja hvort það sé sanngjarnt að Þorsteinn ráðstafi fé, stýrir afgreiðslu kærumála og taki ákvarðanir um gagnaöflun. Kærunefnd útlendingamála er sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem hefur það hlutverk að rannsaka og úrskurða í kærumálum sem falla undir útlendingalög, sérstaklega hvað varðar dvöl og búsetu útlendinga á Íslandi og rétt til alþjóðlegrar verndar. Nefndin hefur ekki umönnun umsækjenda um alþjóðlega vernd á sinni könnu og Útlendingastofnun og ríkislögreglustjóri sjá um að framkvæma úrskurði hennar. Nasistar voru fasísk samtök öfgaþjóðernissinna sem komust til valda í Þýskalandi á millistríðsárunum á síðustu öld. Undir stjórn Adolfs Hitler, leiðtoga síns, hófu nasistar ofsóknir gegn gyðingum, kommúnistum, samkynheigðum og ýmsum minnihlutahópum. Þær náðu hámarki sínu í helförinni, kerfisbundinni útrýmingu gyðinga í útrýmingarbúðum í Þýskalandi og Póllandi í síðari heimsstyrjöldinni. Áætlað er að nasistar og samverkamenn þeirra hafi tekið um sex milljónir gyðinga af lífi á stríðsárunum. Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Flóttafólk á Íslandi Stjórnsýsla Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið tilkynnti að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, hefði skipað Þorstein formann kærunefndar útlendingamála frá og með mánaðamótum á föstudag. Þorsteinn hefur starfað um árabil hjá Útlendingastofnun, meðal annars sem staðgengill forstjóra og á tímabili sem settur forstjóri. Sem slíkur hefur Þorsteinn oft haft orð fyrir Útlendingastofnun í umdeildum málum, ekki síst varðandi málefni hælisleitenda sem íslensk stjórnvöld hafa vísað úr landi undanfarin misseri og ár. Skipan Þorsteins yfir áfrýjunarnefnd sem tekur til úrskurðar mál frá stofnuninni sem hann stýrði áður hefur því vakið gagnrýni. Sema Erla Serdar, stofnandi Solaris, hjálparsamtaka hælisleitenda á Íslandi, sagði skipun Þorsteins koma á óvart í ljósi þess að hann hefði verið í forsvari fyrir „mjög harkalega og fólksfjandsamlega stefnu“ Útlendingastofnunar. Harkalegustu viðbrögðin við skipan Þorsteins komu þó frá Maríu Lilju Þrastardóttur, fyrrverandi blaðamanni og frambjóðanda í þriðja sæti á lista Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. „Nú munu kærur v. ÚTL [innskot blm. vegna Útlendingastofnunar] vera í höndum nasista,“ tísti María Lilja um að Áslaug Arna hefði skipað Þorsteinn í embættið í gær. Hvatti hún fólk meðal annars til þess að muna andlit Þorsteins og fyrri verk. Áslaug Arna skipaði Þorstein Gunnarsson formann Kærunefndar útlendingamála. Nú munu kærur v. ÚTL vera í höndum nasista. Hann ráðstafar fé, stýrir afgreiðslu kærumála og tekur ákvarðanir um rannsókn og gagnaöflun. Sanngjarnt?Munið andlit hans og fyrri verk. pic.twitter.com/BP1obCxa53— María Lilja (@1312Mayhem) August 29, 2021 Með tístinu fylgdu skjáskot af fyrirsögnum frétta fjölmiðla þar sem Þorsteinn ver aðgerðir og stefnu Útlendingastofnunar undanfarin ár. Spyr María Lilja hvort það sé sanngjarnt að Þorsteinn ráðstafi fé, stýrir afgreiðslu kærumála og taki ákvarðanir um gagnaöflun. Kærunefnd útlendingamála er sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem hefur það hlutverk að rannsaka og úrskurða í kærumálum sem falla undir útlendingalög, sérstaklega hvað varðar dvöl og búsetu útlendinga á Íslandi og rétt til alþjóðlegrar verndar. Nefndin hefur ekki umönnun umsækjenda um alþjóðlega vernd á sinni könnu og Útlendingastofnun og ríkislögreglustjóri sjá um að framkvæma úrskurði hennar. Nasistar voru fasísk samtök öfgaþjóðernissinna sem komust til valda í Þýskalandi á millistríðsárunum á síðustu öld. Undir stjórn Adolfs Hitler, leiðtoga síns, hófu nasistar ofsóknir gegn gyðingum, kommúnistum, samkynheigðum og ýmsum minnihlutahópum. Þær náðu hámarki sínu í helförinni, kerfisbundinni útrýmingu gyðinga í útrýmingarbúðum í Þýskalandi og Póllandi í síðari heimsstyrjöldinni. Áætlað er að nasistar og samverkamenn þeirra hafi tekið um sex milljónir gyðinga af lífi á stríðsárunum.
Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Flóttafólk á Íslandi Stjórnsýsla Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira