Þrjú rauð spjöld á loft þegar KR endurheimti toppsæti Lengjudeildarinnar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. ágúst 2021 21:22 KR-ingar unnu öruggan sigur í fjörugum leik gegn Aftureldingu í toppslag Lengjudeildarinnar í kvöld. Vísir/Hulda Heil umferð var á dagskrá í Lengjudeild kvenna í kvöld. KR-ingar unnu Aftureldingu 3-0 í toppslag deildarinnar þar sem að þrjú rauð spjöld fóru á loft, Grótta vann 2-1 sigur á Aftureldingu, Haukar unnu Augnablik 3-2, Víkingur vann 4-1 sigur gegn ÍA og Grindvíkingar gerðu 4-4 jafntefli gegn FH. Unnur Elva Traustadóttir kom KR-ingum yfir eftir hálftíma leik og Aideen Hogan Keane tvöfaldaði forystuna snemma í seinni hálfleik. Þegar um tíu mínútur voru til leiksloka fengu KR-ingar vítaspyrnu. Eva Ýr Helgadóttir varði spyrnuna, en dómari leiksins lét endurtaka spyrnuna þar sem að hann hafði ekki flautað vítið á. Laufey Björnsdóttir tók þá seinni spyrnuna og skoraði af öryggi og tryggði KR 3-0 sigur. Nokkrum mínútum fyrir leikslok varð mikið fjaðrafok þegar að Aideen Hogan Keane fékk að líta sitt annað gula spjald, og þar með rautt. Gísli Þór Einarsson, aðstoðarþjálfari KR, var eitthvað ósáttur við dóminn og lét í sér heyra. Fyrir það fékk hann að líta beint rautt spjald. Anna Bára Másdóttir, liðsstjóri Aftureldingar, var einnig eitthvað ósátt og hún fékk líka að fara snemma í bað fyrir kjaftbrúk. Það breytti því ekki að KR sigraði 3-0 og endurheimti toppsæti Lengjudeildarinnar. FH-ingar misstigu sig í toppbaráttunni þegar að þær heimsóttu Grindvíkinga. Christabel Oduro kom Grinvíkingum yfir snemma leiks áður en Sigríður Lára Garðarsdóttir skoraði í sitthvort markið í uppbótartíma fyrri hálfleiks og staðan því 2-1 Grindavík í vil þegar gengið var til búningsherbergja. Arna Sigurðardóttir jafnaði metin fyrir FH snemma í seinni hálfleik áður en Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir kom gestunum í 3-2. Mörk frá Unni Stefánsdóttur og Christabel Oduro sveifluðu forystunni aftur til heimakvenna, en Sandra Nabweteme tryggði FH-ingum 4-4 jafntefli þegar stutt var til leiksloka. Í leik HK og Gróttu voru öll þrjú mörk leiksins skoruð í seinni hálfleik. María Lovísa Jónasdóttir koma Gróttu í 1-0 áður en Danielle Marcano jafnaði metin tíu mínútum fyrir leikslok. Það stefndi allt í jafntefli í Kópavoginum, en Tinna Jónsdóttir sá til þess að Grótta tók stigin þrjú með sér á Seltjarnarnesið með marki á 89. mínútu. Dana Joy Scheriff kom ÍA í 1-0 forystu gegn Víking R. á 22. mínútu og þannig var staðan þegar flautað var til hálfleiks. Dagný Rún Pétursdóttir og Hulda Ösp Ágústsdóttir komu Víkingum í 2-1 með sitthvoru markinu, og tvö mörk frá Nadíu Atladóttir tryggðu Víkingum 4-1 sigur. Íslenski boltinn Lengjudeild kvenna KR Afturelding Haukar Grótta Grindavík FH Víkingur Reykjavík ÍA Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Leik lokið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Sjá meira
Unnur Elva Traustadóttir kom KR-ingum yfir eftir hálftíma leik og Aideen Hogan Keane tvöfaldaði forystuna snemma í seinni hálfleik. Þegar um tíu mínútur voru til leiksloka fengu KR-ingar vítaspyrnu. Eva Ýr Helgadóttir varði spyrnuna, en dómari leiksins lét endurtaka spyrnuna þar sem að hann hafði ekki flautað vítið á. Laufey Björnsdóttir tók þá seinni spyrnuna og skoraði af öryggi og tryggði KR 3-0 sigur. Nokkrum mínútum fyrir leikslok varð mikið fjaðrafok þegar að Aideen Hogan Keane fékk að líta sitt annað gula spjald, og þar með rautt. Gísli Þór Einarsson, aðstoðarþjálfari KR, var eitthvað ósáttur við dóminn og lét í sér heyra. Fyrir það fékk hann að líta beint rautt spjald. Anna Bára Másdóttir, liðsstjóri Aftureldingar, var einnig eitthvað ósátt og hún fékk líka að fara snemma í bað fyrir kjaftbrúk. Það breytti því ekki að KR sigraði 3-0 og endurheimti toppsæti Lengjudeildarinnar. FH-ingar misstigu sig í toppbaráttunni þegar að þær heimsóttu Grindvíkinga. Christabel Oduro kom Grinvíkingum yfir snemma leiks áður en Sigríður Lára Garðarsdóttir skoraði í sitthvort markið í uppbótartíma fyrri hálfleiks og staðan því 2-1 Grindavík í vil þegar gengið var til búningsherbergja. Arna Sigurðardóttir jafnaði metin fyrir FH snemma í seinni hálfleik áður en Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir kom gestunum í 3-2. Mörk frá Unni Stefánsdóttur og Christabel Oduro sveifluðu forystunni aftur til heimakvenna, en Sandra Nabweteme tryggði FH-ingum 4-4 jafntefli þegar stutt var til leiksloka. Í leik HK og Gróttu voru öll þrjú mörk leiksins skoruð í seinni hálfleik. María Lovísa Jónasdóttir koma Gróttu í 1-0 áður en Danielle Marcano jafnaði metin tíu mínútum fyrir leikslok. Það stefndi allt í jafntefli í Kópavoginum, en Tinna Jónsdóttir sá til þess að Grótta tók stigin þrjú með sér á Seltjarnarnesið með marki á 89. mínútu. Dana Joy Scheriff kom ÍA í 1-0 forystu gegn Víking R. á 22. mínútu og þannig var staðan þegar flautað var til hálfleiks. Dagný Rún Pétursdóttir og Hulda Ösp Ágústsdóttir komu Víkingum í 2-1 með sitthvoru markinu, og tvö mörk frá Nadíu Atladóttir tryggðu Víkingum 4-1 sigur.
Íslenski boltinn Lengjudeild kvenna KR Afturelding Haukar Grótta Grindavík FH Víkingur Reykjavík ÍA Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Leik lokið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Sjá meira