Þrjú rauð spjöld á loft þegar KR endurheimti toppsæti Lengjudeildarinnar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. ágúst 2021 21:22 KR-ingar unnu öruggan sigur í fjörugum leik gegn Aftureldingu í toppslag Lengjudeildarinnar í kvöld. Vísir/Hulda Heil umferð var á dagskrá í Lengjudeild kvenna í kvöld. KR-ingar unnu Aftureldingu 3-0 í toppslag deildarinnar þar sem að þrjú rauð spjöld fóru á loft, Grótta vann 2-1 sigur á Aftureldingu, Haukar unnu Augnablik 3-2, Víkingur vann 4-1 sigur gegn ÍA og Grindvíkingar gerðu 4-4 jafntefli gegn FH. Unnur Elva Traustadóttir kom KR-ingum yfir eftir hálftíma leik og Aideen Hogan Keane tvöfaldaði forystuna snemma í seinni hálfleik. Þegar um tíu mínútur voru til leiksloka fengu KR-ingar vítaspyrnu. Eva Ýr Helgadóttir varði spyrnuna, en dómari leiksins lét endurtaka spyrnuna þar sem að hann hafði ekki flautað vítið á. Laufey Björnsdóttir tók þá seinni spyrnuna og skoraði af öryggi og tryggði KR 3-0 sigur. Nokkrum mínútum fyrir leikslok varð mikið fjaðrafok þegar að Aideen Hogan Keane fékk að líta sitt annað gula spjald, og þar með rautt. Gísli Þór Einarsson, aðstoðarþjálfari KR, var eitthvað ósáttur við dóminn og lét í sér heyra. Fyrir það fékk hann að líta beint rautt spjald. Anna Bára Másdóttir, liðsstjóri Aftureldingar, var einnig eitthvað ósátt og hún fékk líka að fara snemma í bað fyrir kjaftbrúk. Það breytti því ekki að KR sigraði 3-0 og endurheimti toppsæti Lengjudeildarinnar. FH-ingar misstigu sig í toppbaráttunni þegar að þær heimsóttu Grindvíkinga. Christabel Oduro kom Grinvíkingum yfir snemma leiks áður en Sigríður Lára Garðarsdóttir skoraði í sitthvort markið í uppbótartíma fyrri hálfleiks og staðan því 2-1 Grindavík í vil þegar gengið var til búningsherbergja. Arna Sigurðardóttir jafnaði metin fyrir FH snemma í seinni hálfleik áður en Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir kom gestunum í 3-2. Mörk frá Unni Stefánsdóttur og Christabel Oduro sveifluðu forystunni aftur til heimakvenna, en Sandra Nabweteme tryggði FH-ingum 4-4 jafntefli þegar stutt var til leiksloka. Í leik HK og Gróttu voru öll þrjú mörk leiksins skoruð í seinni hálfleik. María Lovísa Jónasdóttir koma Gróttu í 1-0 áður en Danielle Marcano jafnaði metin tíu mínútum fyrir leikslok. Það stefndi allt í jafntefli í Kópavoginum, en Tinna Jónsdóttir sá til þess að Grótta tók stigin þrjú með sér á Seltjarnarnesið með marki á 89. mínútu. Dana Joy Scheriff kom ÍA í 1-0 forystu gegn Víking R. á 22. mínútu og þannig var staðan þegar flautað var til hálfleiks. Dagný Rún Pétursdóttir og Hulda Ösp Ágústsdóttir komu Víkingum í 2-1 með sitthvoru markinu, og tvö mörk frá Nadíu Atladóttir tryggðu Víkingum 4-1 sigur. Íslenski boltinn Lengjudeild kvenna KR Afturelding Haukar Grótta Grindavík FH Víkingur Reykjavík ÍA Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira
Unnur Elva Traustadóttir kom KR-ingum yfir eftir hálftíma leik og Aideen Hogan Keane tvöfaldaði forystuna snemma í seinni hálfleik. Þegar um tíu mínútur voru til leiksloka fengu KR-ingar vítaspyrnu. Eva Ýr Helgadóttir varði spyrnuna, en dómari leiksins lét endurtaka spyrnuna þar sem að hann hafði ekki flautað vítið á. Laufey Björnsdóttir tók þá seinni spyrnuna og skoraði af öryggi og tryggði KR 3-0 sigur. Nokkrum mínútum fyrir leikslok varð mikið fjaðrafok þegar að Aideen Hogan Keane fékk að líta sitt annað gula spjald, og þar með rautt. Gísli Þór Einarsson, aðstoðarþjálfari KR, var eitthvað ósáttur við dóminn og lét í sér heyra. Fyrir það fékk hann að líta beint rautt spjald. Anna Bára Másdóttir, liðsstjóri Aftureldingar, var einnig eitthvað ósátt og hún fékk líka að fara snemma í bað fyrir kjaftbrúk. Það breytti því ekki að KR sigraði 3-0 og endurheimti toppsæti Lengjudeildarinnar. FH-ingar misstigu sig í toppbaráttunni þegar að þær heimsóttu Grindvíkinga. Christabel Oduro kom Grinvíkingum yfir snemma leiks áður en Sigríður Lára Garðarsdóttir skoraði í sitthvort markið í uppbótartíma fyrri hálfleiks og staðan því 2-1 Grindavík í vil þegar gengið var til búningsherbergja. Arna Sigurðardóttir jafnaði metin fyrir FH snemma í seinni hálfleik áður en Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir kom gestunum í 3-2. Mörk frá Unni Stefánsdóttur og Christabel Oduro sveifluðu forystunni aftur til heimakvenna, en Sandra Nabweteme tryggði FH-ingum 4-4 jafntefli þegar stutt var til leiksloka. Í leik HK og Gróttu voru öll þrjú mörk leiksins skoruð í seinni hálfleik. María Lovísa Jónasdóttir koma Gróttu í 1-0 áður en Danielle Marcano jafnaði metin tíu mínútum fyrir leikslok. Það stefndi allt í jafntefli í Kópavoginum, en Tinna Jónsdóttir sá til þess að Grótta tók stigin þrjú með sér á Seltjarnarnesið með marki á 89. mínútu. Dana Joy Scheriff kom ÍA í 1-0 forystu gegn Víking R. á 22. mínútu og þannig var staðan þegar flautað var til hálfleiks. Dagný Rún Pétursdóttir og Hulda Ösp Ágústsdóttir komu Víkingum í 2-1 með sitthvoru markinu, og tvö mörk frá Nadíu Atladóttir tryggðu Víkingum 4-1 sigur.
Íslenski boltinn Lengjudeild kvenna KR Afturelding Haukar Grótta Grindavík FH Víkingur Reykjavík ÍA Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira