Við kjörnir fulltrúar vitum ekki allt best Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 27. ágúst 2021 08:00 Málefni sveitarstjórna er nærþjónustan. Þetta sem birtist íbúum í sínum hversdegi. Þess vegna er svo mikilvægt að hafa góða lýðræðislega ferla til að skapa vettvang fyrir hugmyndir íbúa um hvernig hlutirnir eiga að vera. Við kjörnir fulltrúar erum hreinlega háð því að fá réttar upplýsingar frá þeim sem best þekkja til. Við viljum jú tryggja gæði ákvarðana og að þær gagnist sem flestum og þjóni almannahag. Hlusta, rýna, breyta, miðla Drög að fyrstu lýðræðisstefnu Reykjavíkur til næstu tíu ára eru tilbúin ásamt aðgerðaráætlun og mælanlegum markmiðum. Við ætlum að skuldbinda okkur til að styrkja lýðræðið í Reykjavíkurborg með stefnu um að hlusta, rýna, breyta og miðla. Þetta eru meginmarkmið stefnunnar en líka allt hlutar af hinni lýðræðislegu hringrás. Með því að hlusta meinum við að halda úti skilvirkum leiðum fyrir íbúa til að hafa áhrif á ákvarðanatöku, að tryggja aðgengi mismunandi hópa að ákvarðanatöku, að auka vitund íbúa um ólíkar leiðir til að hafa áhrif og upplýsa betur um feril ákvarðanatöku. Rýna snýst um að fjalla um ólík sjónarmið og nýta niðurstöður samráðs inn í ákvarðanatökuferla, leitast við að komast að niðurstöðum sem stuðla að sem mestri sátt, nýta þekkingu fagfólks og meta árangur samráðsferla og draga af þeim lærdóm. Loforðið um að breyta gengur út á að að fylgja eftir málefnalegum ábendingum, auka samstarf um úrbætur í þjónustu við íbúa, efla lýðræðisleg vinnubrögð innan borgarinnar og skapa lýðræðismenningu þvert á starfsemi borgarinnar. Að miðla snýst um að auka gagnsæi og efla aðgengi að upplýsingum, rekja ákvarðanatöku og stöðu mála, svara ábendingum sem berast og viðhafa markvissa upplýsingagjöf og stuðla þannig að almennri sátt um ákvarðanir. Orð eru til alls fyrst en þessum orðum ætlum við líka að fylgja eftir með alvöru og metnaðarfullum aðgerðum og mælanlegum markmiðum sem muna taka reglulega stöðuna á því hvernig gengur að innleiða það sem við ætlum að gera. Opið og aðgengilegt samráðsferli Við höfum í þessari vinnu gert okkar besta til gera þeim sem vilja kleift að áhrif á þessa stefnu, aðgerðaráætlunina og mælanlegu markmiðin. Stefnudrögin voru unnin í opnu og aðgengilegu samráðsferli í nokkrum liðum. Opin hugmyndasöfnun stóð yfir á vefnum Betri Reykjavík frá febrúar 2020 til júní 2021. Þar gátu öll sem vildu sett inn sínar hugmyndir um lýðræði og þátttöku. Rýnihópar voru framkvæmdir þar sem valið var úr hópi íbúa Reykjavíkur af handahófi til þess að ræða lýðræðismál ofan í kjölinn. Vinnustofur voru haldnar í stjórnsýslu Reykjavíkurborgar auk opins rafræns fundar sem bar nafnið ,,Stefnumót við lýðræðið” um framtíð lýðræðis í Reykjavík. Öll voru velkomin og fundurinn vandlega auglýstur. Allt upplýsingaefni og skráningarform fyrir fundinn var í boði á þremur tungumálum auk þess að bjóða aðlögun vegna tungumálakunnáttu á staðnum. Einnig var hugað vel að aðgengi tengt færni svo sem með því bjóða upp á túlkaþjónustu og rittúlkun. Hafðu áhrif! Nú stendur yfir síðasti liður samráðsferilsins þar sem stefnudrögin eru í opnu umsagnarferli hér. Frestur til að veita umsögn er 1. september, á miðvikudaginn. Og fyrst þú ert þegar komin á lýðræðisbuxurnar og farin að spegúlera í þessu öllu saman vil ég nota tækifærið og nefna að á sama degi rennur út frestur til að veita umsögn um tillögu um framtíðarskipulag íbúaráða í hverfunum sem þú finnur hér. Taktu þátt í að móta lýðræðið í Reykjavík. Við erum samfélag þar sem raddir allra skipta máli. Við erum öll Reykjavík. Höfundur er formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Málefni sveitarstjórna er nærþjónustan. Þetta sem birtist íbúum í sínum hversdegi. Þess vegna er svo mikilvægt að hafa góða lýðræðislega ferla til að skapa vettvang fyrir hugmyndir íbúa um hvernig hlutirnir eiga að vera. Við kjörnir fulltrúar erum hreinlega háð því að fá réttar upplýsingar frá þeim sem best þekkja til. Við viljum jú tryggja gæði ákvarðana og að þær gagnist sem flestum og þjóni almannahag. Hlusta, rýna, breyta, miðla Drög að fyrstu lýðræðisstefnu Reykjavíkur til næstu tíu ára eru tilbúin ásamt aðgerðaráætlun og mælanlegum markmiðum. Við ætlum að skuldbinda okkur til að styrkja lýðræðið í Reykjavíkurborg með stefnu um að hlusta, rýna, breyta og miðla. Þetta eru meginmarkmið stefnunnar en líka allt hlutar af hinni lýðræðislegu hringrás. Með því að hlusta meinum við að halda úti skilvirkum leiðum fyrir íbúa til að hafa áhrif á ákvarðanatöku, að tryggja aðgengi mismunandi hópa að ákvarðanatöku, að auka vitund íbúa um ólíkar leiðir til að hafa áhrif og upplýsa betur um feril ákvarðanatöku. Rýna snýst um að fjalla um ólík sjónarmið og nýta niðurstöður samráðs inn í ákvarðanatökuferla, leitast við að komast að niðurstöðum sem stuðla að sem mestri sátt, nýta þekkingu fagfólks og meta árangur samráðsferla og draga af þeim lærdóm. Loforðið um að breyta gengur út á að að fylgja eftir málefnalegum ábendingum, auka samstarf um úrbætur í þjónustu við íbúa, efla lýðræðisleg vinnubrögð innan borgarinnar og skapa lýðræðismenningu þvert á starfsemi borgarinnar. Að miðla snýst um að auka gagnsæi og efla aðgengi að upplýsingum, rekja ákvarðanatöku og stöðu mála, svara ábendingum sem berast og viðhafa markvissa upplýsingagjöf og stuðla þannig að almennri sátt um ákvarðanir. Orð eru til alls fyrst en þessum orðum ætlum við líka að fylgja eftir með alvöru og metnaðarfullum aðgerðum og mælanlegum markmiðum sem muna taka reglulega stöðuna á því hvernig gengur að innleiða það sem við ætlum að gera. Opið og aðgengilegt samráðsferli Við höfum í þessari vinnu gert okkar besta til gera þeim sem vilja kleift að áhrif á þessa stefnu, aðgerðaráætlunina og mælanlegu markmiðin. Stefnudrögin voru unnin í opnu og aðgengilegu samráðsferli í nokkrum liðum. Opin hugmyndasöfnun stóð yfir á vefnum Betri Reykjavík frá febrúar 2020 til júní 2021. Þar gátu öll sem vildu sett inn sínar hugmyndir um lýðræði og þátttöku. Rýnihópar voru framkvæmdir þar sem valið var úr hópi íbúa Reykjavíkur af handahófi til þess að ræða lýðræðismál ofan í kjölinn. Vinnustofur voru haldnar í stjórnsýslu Reykjavíkurborgar auk opins rafræns fundar sem bar nafnið ,,Stefnumót við lýðræðið” um framtíð lýðræðis í Reykjavík. Öll voru velkomin og fundurinn vandlega auglýstur. Allt upplýsingaefni og skráningarform fyrir fundinn var í boði á þremur tungumálum auk þess að bjóða aðlögun vegna tungumálakunnáttu á staðnum. Einnig var hugað vel að aðgengi tengt færni svo sem með því bjóða upp á túlkaþjónustu og rittúlkun. Hafðu áhrif! Nú stendur yfir síðasti liður samráðsferilsins þar sem stefnudrögin eru í opnu umsagnarferli hér. Frestur til að veita umsögn er 1. september, á miðvikudaginn. Og fyrst þú ert þegar komin á lýðræðisbuxurnar og farin að spegúlera í þessu öllu saman vil ég nota tækifærið og nefna að á sama degi rennur út frestur til að veita umsögn um tillögu um framtíðarskipulag íbúaráða í hverfunum sem þú finnur hér. Taktu þátt í að móta lýðræðið í Reykjavík. Við erum samfélag þar sem raddir allra skipta máli. Við erum öll Reykjavík. Höfundur er formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkur.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar