Heggur við Rauðavatn krýnt Tré ársins Atli Ísleifsson skrifar 26. ágúst 2021 07:42 Heggurinn við Rauðavatn er merkistré því hann hefur vaxið upp í gróðurreit sem markar upphaf trjáræktar í Reykjavík en Skógræktarfélag Íslands hóf einmitt starfsemi sína við Rauðavatn fyrir 120 árum. Reykjavíkurborg Heggur sem stendur við Rauðavatn í gær krýnt Tré ársins. Það er Skógræktarfélag Íslands sem útnefnir Tré ársins, en athöfnin fór fram í fyrstu gróðrarstöðinni í Reykjavík sem stofnendur Skógræktarfélags Reykjavíkur komu upp á landspildu við Rauðavatn. Á vef Reykjavíkurborgar segir að Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, hafi afhent Degi B. Eggertssyni borgarstjóra viðurkenningarskjal vegna tilnefningarinnar, auk þess að Jóhannes Benediktsson, formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur, hafi haldið ávarp en félagið fagnar 120 ára afmæli í dag. „Heggurinn við Rauðavatn er merkistré því hann hefur vaxið upp í gróðurreit sem markar upphaf trjáræktar í Reykjavík en Skógræktarfélag Íslands hóf einmitt starfsemi sína við Rauðavatn fyrir 120 árum. Þá var svæðið við Rauðavatn talið ákjósanlegt fyrir lystigarð framtíðarinnar því stutt var að fara frá höfuðborginni og fallegt útsýni yfir Rauðhóla. Úr þessum gróðurreit komu mörg af fyrstu trjánum sem Reykvíkingar gróðursettu í görðum sínum en borgin er nú orðinn einn af gróðursælli stöðum landsins.“ Skógræktarfélag Íslands útnefndi á síðasta ári silfurreyni (Sorbus intermedia) í Skógum í Þorskafirði sem Tré ársins 2020. Frá athöfninni við Rauðavatn í gær.Reykjavíkurborg Afkomandi heggs frá fyrstu árum skógræktar Heggurinn (Prunus Padus) er sagður að öllum líkindum afkomandi heggs sem var gróðursettur á fyrstu árum skógræktar við Rauðavatn. „Mögulegt er að heggurinn eigi sameiginlegan forföður með mörgum eldri heggviði í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum skógræktarfólks er lífaldur heggs nefnilega ekki nema um 60 ár. Núverandi tré hefur því vaxið upp sem rótarskot frá hinum upprunalega hegg sem vitað er að gróðursettur var hér í reitnum fyrir 120 árum. Heggurinn var alveg horfinn inn í þéttan sitkagrenilund á reitnum við Rauðavatn, en fannst eftir nokkra rannsóknarvinnu. Sigurður G. Tómasson, útvarpsmaður og fyrrum framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur fann forföður heggsins á gróðurreitnum fyrir um fimmtíu árum og vissi nokkurn veginn hvar hann gæti verið að finna en Auður Kjartansdóttir núverandi framkvæmdastjóri Skógræktarfélagsins fór á stúfana í vetur og leitaði hegginn uppi samkvæmt leiðarlýsingu Sigurðar. Heggurinn var hæðarmældur og reyndist vera átta metrar. Nú hafa nokkur stór grenitré sem skyggðu á þetta merkilega tré verið felld þannig að betur mun fara um það. Heggur skartar fallegum hvítum blómum í júní.“ Reykjavík Skógrækt og landgræðsla Tengdar fréttir Fyrsti silfurreynirinn til að verða útnefndur Tré ársins Silfurreynir (Sorbus intermedia) í Skógum í Þorskafirði hefur verið útnefnt sem Tré ársins 2020 hjá Skógræktarfélagsi Íslands. 27. ágúst 2020 14:17 Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun Kemur út sem pankynhneigð Lífið Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Nýju fötin forsetans Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári Lífið Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Fleiri fréttir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Sjá meira
Á vef Reykjavíkurborgar segir að Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, hafi afhent Degi B. Eggertssyni borgarstjóra viðurkenningarskjal vegna tilnefningarinnar, auk þess að Jóhannes Benediktsson, formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur, hafi haldið ávarp en félagið fagnar 120 ára afmæli í dag. „Heggurinn við Rauðavatn er merkistré því hann hefur vaxið upp í gróðurreit sem markar upphaf trjáræktar í Reykjavík en Skógræktarfélag Íslands hóf einmitt starfsemi sína við Rauðavatn fyrir 120 árum. Þá var svæðið við Rauðavatn talið ákjósanlegt fyrir lystigarð framtíðarinnar því stutt var að fara frá höfuðborginni og fallegt útsýni yfir Rauðhóla. Úr þessum gróðurreit komu mörg af fyrstu trjánum sem Reykvíkingar gróðursettu í görðum sínum en borgin er nú orðinn einn af gróðursælli stöðum landsins.“ Skógræktarfélag Íslands útnefndi á síðasta ári silfurreyni (Sorbus intermedia) í Skógum í Þorskafirði sem Tré ársins 2020. Frá athöfninni við Rauðavatn í gær.Reykjavíkurborg Afkomandi heggs frá fyrstu árum skógræktar Heggurinn (Prunus Padus) er sagður að öllum líkindum afkomandi heggs sem var gróðursettur á fyrstu árum skógræktar við Rauðavatn. „Mögulegt er að heggurinn eigi sameiginlegan forföður með mörgum eldri heggviði í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum skógræktarfólks er lífaldur heggs nefnilega ekki nema um 60 ár. Núverandi tré hefur því vaxið upp sem rótarskot frá hinum upprunalega hegg sem vitað er að gróðursettur var hér í reitnum fyrir 120 árum. Heggurinn var alveg horfinn inn í þéttan sitkagrenilund á reitnum við Rauðavatn, en fannst eftir nokkra rannsóknarvinnu. Sigurður G. Tómasson, útvarpsmaður og fyrrum framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur fann forföður heggsins á gróðurreitnum fyrir um fimmtíu árum og vissi nokkurn veginn hvar hann gæti verið að finna en Auður Kjartansdóttir núverandi framkvæmdastjóri Skógræktarfélagsins fór á stúfana í vetur og leitaði hegginn uppi samkvæmt leiðarlýsingu Sigurðar. Heggurinn var hæðarmældur og reyndist vera átta metrar. Nú hafa nokkur stór grenitré sem skyggðu á þetta merkilega tré verið felld þannig að betur mun fara um það. Heggur skartar fallegum hvítum blómum í júní.“
Reykjavík Skógrækt og landgræðsla Tengdar fréttir Fyrsti silfurreynirinn til að verða útnefndur Tré ársins Silfurreynir (Sorbus intermedia) í Skógum í Þorskafirði hefur verið útnefnt sem Tré ársins 2020 hjá Skógræktarfélagsi Íslands. 27. ágúst 2020 14:17 Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun Kemur út sem pankynhneigð Lífið Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Nýju fötin forsetans Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári Lífið Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Fleiri fréttir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Sjá meira
Fyrsti silfurreynirinn til að verða útnefndur Tré ársins Silfurreynir (Sorbus intermedia) í Skógum í Þorskafirði hefur verið útnefnt sem Tré ársins 2020 hjá Skógræktarfélagsi Íslands. 27. ágúst 2020 14:17
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning