Lífið

Olli sjálfum sér von­brigðum í sturtunni

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Hver er undir pokanum? Enginn má segja, allir verða að þegja.
Hver er undir pokanum? Enginn má segja, allir verða að þegja.

Nýjasti þáttur Bítisins í bílnum sló rækilega í gegn í gær og horfðu mörg þúsund manns á leynigestinn spreyta sig á Ring of Fire með Johnny Cash í bílakarókí. Nú er komið að því að opinbera leynigestinn djúpraddaða.

Hlustendur Bítisins og áhorfendur Bítisins í bílnum gátu giskað á hver leynigesturinn var, bæði á Facebook-síðu Bylgjunnar og í beinni útsendingu í Bítinu.

Ef þú vilt ekki vita strax hver leynigesturinn er skaltu hætta að lesa hér.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

Og nýjasti leynigestur Bítisins í bílnum er enginn annar en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.

Sigmundur lét til leiðast þó hann segir aldrei syngja því hann „geti ekki sungið“. Þessu eru þáttarstjórnendur Bítisins, þau Heimir, Lilja og Ómar, ósammála og vilja hér eftir kalla Sigmund hinn íslenska Johnny Cash.

Horfðu á opinberunarþáttinn hér fyrir neðan en næsti þáttur af Bítinu í bílnum fer í loftið næsta þriðjudag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.