Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Stefán Árni Pálsson skrifar 7. janúar 2026 14:01 Guðrún fer um víðan völl í Íslandi í dag í gærkvöldi. Liðið ár hefur verið viðburðaríkt hér á landi og margir Íslendingar gert það gott á árinu. Það eru þó fáir sem hafa átt jafn viðburðaríkt ár og áhrifavaldurinn og fjölmiðlakonan Guðrún Svava Egilsdóttir, betur þekkt sem Gugga í gúmmíbát, sem hefur skotist upp á stjörnuhimininn og fest sig í sessi sem ein efnilegasta fjölmiðlakona landsins. Eins og stendur er hún með um 65 þúsund fylgjendur á Instagram. Hún kom fram í ýmsum sjónvarpsþáttum á árinu og er nú komin með sinn eigin þátt á Vísi þar sem hún kynnir skemmtanalífið fyrir áhorfendum. Tómas Arnar Þorláksson hitti hana í Íslandi í dag á Sýn í gærkvöldi. Fann nafnið á Twitter „Ég var alltaf að fá fólk upp að koma upp að mér þegar ég var á Twitter. En þá var þetta mjög svona krúttlegt, bara svona einn og einn, en núna er þetta orðið mikið meira. Mér finnst það bara gaman og það truflar mig ekki neitt,“ segir Guðrún en upphaflega kom nafnið Gugga í gúmmíbát þegar hún stofnaði sér reikning á Twitter. „Ég var að reyna að vera eitthvað fyndin. Þannig vinur minn var náttúrulega alltaf að segja þetta við mig, guggur í gúmmíbát, sem kemur frá Næturvaktinni.“ Samfélagsmiðlastjarnan heldur oft geggjuð partí. Á Twitter vakti hún mikla lukku og fékk mikla athygli fyrir hnyttnar og kímnar færslur. Gugga ólst upp í Hafnarfirðinum með foreldrum sínum sem eru báðir kírópraktorar. „Ég átti bara fullkomna æsku og bara fullkomna foreldra. Þau eru bara æðisleg og ég dýrka þau. Og þau voru ekki mikið að stjórna mér og ég réði bara hvað ég gerði. Þau voru ekki á því að skamma mig og leyfa mér frekar að finna út hvað mér fannst vera rétt og rangt,“ segir Gugga. Yndislegt uppeldi Hún segir uppeldið vera lykilinn að því sjálfstrausti sem hún býr yfir í dag. „Þau vildu alltaf ala upp dætur sínar með engan kvíða og ég hef aldrei verið kvíðin. Ekkert þunglynd, ekkert svoleiðis. Þau gerðu þetta mjög vel og ég elska þau mest í heiminum.“ Á yngri árum var hún í leiklist, söng og fótbolta. Gugga með foreldrum sínum og systkinum þegar hún var yngri. Hún segist vera gríðarlega þakklát því uppeldi sem hún fékk. „Ég vildi alltaf vera með mækinn og ég var alltaf athyglissjúk,“ segir hún en það var ekki allt fullkomið á æskuárunum, þó að Gugga sé vinamörg í dag. „Í grunnskóla var ég smávegis lögð í einelti af mínum árgangi og var ég alltaf með eldri. Ég hef átt sömu vinkonu frá því ég var fimm ára. Þannig að ég sat alltaf með þeim í mat. Þetta hafði ekkert mjög mikil áhrif á mig út af því að mig langaði þannig að ég var ekkert að vera vinkona þeirra, heldur var ég ekki að reyna að fitta inn.“ Eftir útskrift úr Áslandsskóla var förinni heitið í Menntaskólann við Sund. Of lengi með skólann „Það var bara æði, en svo kom Covid. Og það var ekki gott fyrir mig. Ég útskrifaðist allt of seint. Námið var bara ekki fyrir mig, svona fjarnám, og ég átti mjög erfitt með það, sko. Þannig ég mætti voða lítið í skólann á þessum tíma og ég útskrifaðist að lokum úr Flensborg. Ferillinn sem fjölmiðlakona hefst þegar hún var með vikulegan lið í Veislunni með Gústa B á FM957. „Svo var ég náttúrulega líka á plötuumslaginu hjá ClubDub. Þannig að það gerðist mjög mikið á svona sama tíma sem að hjálpaði mér alveg mjög mikið. En svo náttúrulega hætti Veislan á FM, fer í podcast og ég er þar í podcastinu í smástund. Svo er ég bara að gera verkefni og einhvern veginn bara svona snjóboltast þetta í ár. Þetta er bara orðið starfið mitt, að vera áhrifavaldur. Ég hata eiginlega þetta orð samt,“ segir Gugga og bætir við að hún vilji frekar vera kölluð samfélagsmiðlastjarna eða fjölmiðlakona. Eitt af því sem vakti mikla athygli var þegar hún fór á tónleika með stórstjörnunni og rapparanum Drake. Viðburður sem átti eftir að vera mikið á milli tannanna á fólki. „Það varð allt brjálað. Þegar ég póstaði þessu story hugsaði ég ekki einu sinni að þetta myndi fara í fréttirnar,“ segir hún en eins og frægt er orðið var Guggu síðan boðið í eftirpartí hjá kanadísku stórstjörnunni. Hún segist hafa fengið sér drykk á hótelinu og einnig aðeins að borða. „Hann borðaði reyndar ekki en ég borðaði, hamborgara sem var frekar fansí.“ En er Drake skemmtilegur? „Hann er innilega, án gríns, mjög einlægur. Ég var ekki starstruck í mómentinu, meira eftir á. Hann er mjög eðlilegur og bara næs,“ segir Gugga sem viðurkennir að vera með símanúmerið hans í símanum. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Fleiri fréttir Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Sjá meira
Eins og stendur er hún með um 65 þúsund fylgjendur á Instagram. Hún kom fram í ýmsum sjónvarpsþáttum á árinu og er nú komin með sinn eigin þátt á Vísi þar sem hún kynnir skemmtanalífið fyrir áhorfendum. Tómas Arnar Þorláksson hitti hana í Íslandi í dag á Sýn í gærkvöldi. Fann nafnið á Twitter „Ég var alltaf að fá fólk upp að koma upp að mér þegar ég var á Twitter. En þá var þetta mjög svona krúttlegt, bara svona einn og einn, en núna er þetta orðið mikið meira. Mér finnst það bara gaman og það truflar mig ekki neitt,“ segir Guðrún en upphaflega kom nafnið Gugga í gúmmíbát þegar hún stofnaði sér reikning á Twitter. „Ég var að reyna að vera eitthvað fyndin. Þannig vinur minn var náttúrulega alltaf að segja þetta við mig, guggur í gúmmíbát, sem kemur frá Næturvaktinni.“ Samfélagsmiðlastjarnan heldur oft geggjuð partí. Á Twitter vakti hún mikla lukku og fékk mikla athygli fyrir hnyttnar og kímnar færslur. Gugga ólst upp í Hafnarfirðinum með foreldrum sínum sem eru báðir kírópraktorar. „Ég átti bara fullkomna æsku og bara fullkomna foreldra. Þau eru bara æðisleg og ég dýrka þau. Og þau voru ekki mikið að stjórna mér og ég réði bara hvað ég gerði. Þau voru ekki á því að skamma mig og leyfa mér frekar að finna út hvað mér fannst vera rétt og rangt,“ segir Gugga. Yndislegt uppeldi Hún segir uppeldið vera lykilinn að því sjálfstrausti sem hún býr yfir í dag. „Þau vildu alltaf ala upp dætur sínar með engan kvíða og ég hef aldrei verið kvíðin. Ekkert þunglynd, ekkert svoleiðis. Þau gerðu þetta mjög vel og ég elska þau mest í heiminum.“ Á yngri árum var hún í leiklist, söng og fótbolta. Gugga með foreldrum sínum og systkinum þegar hún var yngri. Hún segist vera gríðarlega þakklát því uppeldi sem hún fékk. „Ég vildi alltaf vera með mækinn og ég var alltaf athyglissjúk,“ segir hún en það var ekki allt fullkomið á æskuárunum, þó að Gugga sé vinamörg í dag. „Í grunnskóla var ég smávegis lögð í einelti af mínum árgangi og var ég alltaf með eldri. Ég hef átt sömu vinkonu frá því ég var fimm ára. Þannig að ég sat alltaf með þeim í mat. Þetta hafði ekkert mjög mikil áhrif á mig út af því að mig langaði þannig að ég var ekkert að vera vinkona þeirra, heldur var ég ekki að reyna að fitta inn.“ Eftir útskrift úr Áslandsskóla var förinni heitið í Menntaskólann við Sund. Of lengi með skólann „Það var bara æði, en svo kom Covid. Og það var ekki gott fyrir mig. Ég útskrifaðist allt of seint. Námið var bara ekki fyrir mig, svona fjarnám, og ég átti mjög erfitt með það, sko. Þannig ég mætti voða lítið í skólann á þessum tíma og ég útskrifaðist að lokum úr Flensborg. Ferillinn sem fjölmiðlakona hefst þegar hún var með vikulegan lið í Veislunni með Gústa B á FM957. „Svo var ég náttúrulega líka á plötuumslaginu hjá ClubDub. Þannig að það gerðist mjög mikið á svona sama tíma sem að hjálpaði mér alveg mjög mikið. En svo náttúrulega hætti Veislan á FM, fer í podcast og ég er þar í podcastinu í smástund. Svo er ég bara að gera verkefni og einhvern veginn bara svona snjóboltast þetta í ár. Þetta er bara orðið starfið mitt, að vera áhrifavaldur. Ég hata eiginlega þetta orð samt,“ segir Gugga og bætir við að hún vilji frekar vera kölluð samfélagsmiðlastjarna eða fjölmiðlakona. Eitt af því sem vakti mikla athygli var þegar hún fór á tónleika með stórstjörnunni og rapparanum Drake. Viðburður sem átti eftir að vera mikið á milli tannanna á fólki. „Það varð allt brjálað. Þegar ég póstaði þessu story hugsaði ég ekki einu sinni að þetta myndi fara í fréttirnar,“ segir hún en eins og frægt er orðið var Guggu síðan boðið í eftirpartí hjá kanadísku stórstjörnunni. Hún segist hafa fengið sér drykk á hótelinu og einnig aðeins að borða. „Hann borðaði reyndar ekki en ég borðaði, hamborgara sem var frekar fansí.“ En er Drake skemmtilegur? „Hann er innilega, án gríns, mjög einlægur. Ég var ekki starstruck í mómentinu, meira eftir á. Hann er mjög eðlilegur og bara næs,“ segir Gugga sem viðurkennir að vera með símanúmerið hans í símanum. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Fleiri fréttir Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Sjá meira