Á að bursta tennur fyrir eða eftir morgunmat? Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. ágúst 2021 15:30 Hvað sem skoðunum um hvort komi á undan, tannburstinn eða morgunmaturinn, þá er ljóst að tannlæknar mæla með því að fólk bursti tennur. Getty Það eru deildar meiningar meðal fólks um hvort bursta eigi tennur fyrir eða eftir morgunmat, í það minnsta hjá fólki sem burstar tennur yfir höfuð. Svarið gæti þó falist í samsetningu morgunmatarins, það er að segja, hvað fólk fær sér í morgunmat. Þetta kom fram í máli Írisar Þórsdóttur tannlæknis í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Það í rauninni skiptir máli hvað við erum að borða í morgunmat, hvort við megum bursta beint eftir. Ef við erum til dæmis að drekka appelsínudjús, þá skulum við bíða í hálftíma,“ segir Íris. Hún heldur áfram og útskýrir nánar hvað felst í burstun tanna á morgnana. „Það sem við erum að gera á morgnana er að hreinsa ákveðna bíófilmu af tönnunum, sem myndast yfir nóttina. Það er ekkert endilega nauðsynlegt að bursta morgunmatinn í burtu. Heldur erum við að bursta í burtu þessa bíófilmu sem er mjög klístruð og grípur svolítið vel í bakteríurnar yfir daginn,“ segir Íris. Því skipti ekki höfuðmáli hvort fólk bursti tennur fyrir eða eftir morgunmatinn, sem mörgum hefur verið kennt að sé mikilvægasta máltíð dagsins. Hins vegar sé ekki mælt með því að bursta tennur beint eftir að hafa fengið sér súran mat eða drykk. Með því sé fólk einfaldlega að nudda sýrunum á tennurnar, og því betra að bíða aðeins áður en burstinn er mundaður. „Þá verður glerungurinn svo veikur og við erum í rauninni bara að hjálpa til við að fjarlægja tannvef.“ Kvöldburstun ekki síður mikilvæg Íris segir þá einnig mikilvægt að fólk bursti tennur fyrir svefninn. „Það mikilvægasta er flúorinn í tannkreminu. Við getum burstað óhreinindin af tönnunum en með nútímamataræði eigum við ekki séns nema við notum flúor. Ef við myndum vera alveg gjörsamlega sykurfrí, þá myndum við kannski sleppa við það.“ Íris segir því mikilvægt að fólk skoli ekki tennurnar eftir kvöldburstun. „Vegna þess að við viljum fara að sofa þar sem að tannkremið liggur enn þá, einhver smá filma, yfir tönnunum.“ Af þessu má ráða að það mikilvægasta við burstun tannanna er ekki hvort hún á sér stað fyrir eða eftir morgunmat, heldur einfaldlega að henni sé sinnt. Viðtalið við Írisi í heild sinni má heyra hér ofar í fréttinni. Bítið Heilbrigðismál Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Fleiri fréttir Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Sjá meira
Þetta kom fram í máli Írisar Þórsdóttur tannlæknis í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Það í rauninni skiptir máli hvað við erum að borða í morgunmat, hvort við megum bursta beint eftir. Ef við erum til dæmis að drekka appelsínudjús, þá skulum við bíða í hálftíma,“ segir Íris. Hún heldur áfram og útskýrir nánar hvað felst í burstun tanna á morgnana. „Það sem við erum að gera á morgnana er að hreinsa ákveðna bíófilmu af tönnunum, sem myndast yfir nóttina. Það er ekkert endilega nauðsynlegt að bursta morgunmatinn í burtu. Heldur erum við að bursta í burtu þessa bíófilmu sem er mjög klístruð og grípur svolítið vel í bakteríurnar yfir daginn,“ segir Íris. Því skipti ekki höfuðmáli hvort fólk bursti tennur fyrir eða eftir morgunmatinn, sem mörgum hefur verið kennt að sé mikilvægasta máltíð dagsins. Hins vegar sé ekki mælt með því að bursta tennur beint eftir að hafa fengið sér súran mat eða drykk. Með því sé fólk einfaldlega að nudda sýrunum á tennurnar, og því betra að bíða aðeins áður en burstinn er mundaður. „Þá verður glerungurinn svo veikur og við erum í rauninni bara að hjálpa til við að fjarlægja tannvef.“ Kvöldburstun ekki síður mikilvæg Íris segir þá einnig mikilvægt að fólk bursti tennur fyrir svefninn. „Það mikilvægasta er flúorinn í tannkreminu. Við getum burstað óhreinindin af tönnunum en með nútímamataræði eigum við ekki séns nema við notum flúor. Ef við myndum vera alveg gjörsamlega sykurfrí, þá myndum við kannski sleppa við það.“ Íris segir því mikilvægt að fólk skoli ekki tennurnar eftir kvöldburstun. „Vegna þess að við viljum fara að sofa þar sem að tannkremið liggur enn þá, einhver smá filma, yfir tönnunum.“ Af þessu má ráða að það mikilvægasta við burstun tannanna er ekki hvort hún á sér stað fyrir eða eftir morgunmat, heldur einfaldlega að henni sé sinnt. Viðtalið við Írisi í heild sinni má heyra hér ofar í fréttinni.
Bítið Heilbrigðismál Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Fleiri fréttir Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Sjá meira