Það dreymir enga um að búa á stofnun Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 24. ágúst 2021 10:30 Á föstudaginn var haldið Heilbrigðisþing. Þingið í ár fjallaði um framtíðarsýn í þjónustu við eldra fólk. Á þinginu kynnti Halldór S. Guðmundsson skýrslu sína „Virðing og reisn - Samþætt heilbrigðis- og félagsþjónusta fyrir eldra fólk“. Skýrslan hefur legið frammi í drögum á samráðsgátt stjórnvalda síðan í júní síðastliðnum. Skýrslan er vel unnin og stórgóð og full ástæða til að hvetja fólk til að lesa hana. Þingið vakti töluverða athygli og er það vel. Þeim sem ná háum aldri fjölgar, hópurinn verður fjölbreyttari og væntingar hans til þjónustu breytast. „Áhyggjulaust ævikvöld“ og „setjast í helgan stein“ verða ekkert endilega aðalmarkmiðin, heldur þátttaka í samfélaginu á eigin forsendum og eftir atvikum stuðningur samfélagsins við það. Of stofnanamiðuð Á Íslandi höfum við alltof lengi verið stofnanamiðuð þegar kemur að þjónustu við eldra fólk. Sennilega liggur hluti vandans í því að við höfum tilhneigingu til að byggja úrræði framtíðarinnar á væntingum fortíðar. Í stað þess að miða þjónustuna fram í tímann við það sem gætu verið þarfir barnabarnanna okkar höfum við horft meira til þess að halda áfram að byggja upp eins og foreldrar okkar hefðu viljað. Við höfum byggt upp hjúkrunarheimili sem aðallausnina, þrátt fyrir að allt bendi til þess að ef fólk hefði val myndi það velja aðra kosti. Halldór bendir á þetta í skýrslu sinni og hvernig við getum bætt þjónustu við eldra fólk með stóraukningu í heimaþjónustu. Einkum í sveigjanlegri dagdvöl og dagþjálfun, en einnig í aukinni þjónustu heim eins og heilbrigðisþjónustu og stuðningi við daglegt líf á forsendum notandans. Hann bendir á að hin Norðurlöndin hafa þegar farið þessa leið í mismiklum mæli. Ef við setjum okkur svipuð viðmið gætum við gert enn fleirum kleift að njóta þjónustu heima. Með aukinni heimaþjónustu minnkar þrýstingur á úrræði eins og hjúkrunarheimili, og þannig mun svigrúm til að bæta þjónustu þeirra aukast þar sem fjármagnið fer ekki að stærstum hluta í dýrustu úrræðin, heldur í þá þjónustu sem fólk vill. Það dreymir nefnilega enga um að flytja á stofnun, langflest viljum við búa heima hjá okkur á okkar forsendum. Höfundur er öldrunarlæknir, þingmaður og skipar þriðja sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Hjúkrunarheimili Heilbrigðismál Eldri borgarar Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Á föstudaginn var haldið Heilbrigðisþing. Þingið í ár fjallaði um framtíðarsýn í þjónustu við eldra fólk. Á þinginu kynnti Halldór S. Guðmundsson skýrslu sína „Virðing og reisn - Samþætt heilbrigðis- og félagsþjónusta fyrir eldra fólk“. Skýrslan hefur legið frammi í drögum á samráðsgátt stjórnvalda síðan í júní síðastliðnum. Skýrslan er vel unnin og stórgóð og full ástæða til að hvetja fólk til að lesa hana. Þingið vakti töluverða athygli og er það vel. Þeim sem ná háum aldri fjölgar, hópurinn verður fjölbreyttari og væntingar hans til þjónustu breytast. „Áhyggjulaust ævikvöld“ og „setjast í helgan stein“ verða ekkert endilega aðalmarkmiðin, heldur þátttaka í samfélaginu á eigin forsendum og eftir atvikum stuðningur samfélagsins við það. Of stofnanamiðuð Á Íslandi höfum við alltof lengi verið stofnanamiðuð þegar kemur að þjónustu við eldra fólk. Sennilega liggur hluti vandans í því að við höfum tilhneigingu til að byggja úrræði framtíðarinnar á væntingum fortíðar. Í stað þess að miða þjónustuna fram í tímann við það sem gætu verið þarfir barnabarnanna okkar höfum við horft meira til þess að halda áfram að byggja upp eins og foreldrar okkar hefðu viljað. Við höfum byggt upp hjúkrunarheimili sem aðallausnina, þrátt fyrir að allt bendi til þess að ef fólk hefði val myndi það velja aðra kosti. Halldór bendir á þetta í skýrslu sinni og hvernig við getum bætt þjónustu við eldra fólk með stóraukningu í heimaþjónustu. Einkum í sveigjanlegri dagdvöl og dagþjálfun, en einnig í aukinni þjónustu heim eins og heilbrigðisþjónustu og stuðningi við daglegt líf á forsendum notandans. Hann bendir á að hin Norðurlöndin hafa þegar farið þessa leið í mismiklum mæli. Ef við setjum okkur svipuð viðmið gætum við gert enn fleirum kleift að njóta þjónustu heima. Með aukinni heimaþjónustu minnkar þrýstingur á úrræði eins og hjúkrunarheimili, og þannig mun svigrúm til að bæta þjónustu þeirra aukast þar sem fjármagnið fer ekki að stærstum hluta í dýrustu úrræðin, heldur í þá þjónustu sem fólk vill. Það dreymir nefnilega enga um að flytja á stofnun, langflest viljum við búa heima hjá okkur á okkar forsendum. Höfundur er öldrunarlæknir, þingmaður og skipar þriðja sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar