Sjáðu mörk Stjörnunnar og umræðuna um markið sem var dæmt af Leikni: „Fyrir mér hefur hann ekki áhrif á leikinn“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. ágúst 2021 08:31 Þessir tveir skoruðu báðir mörk sem voru dæmd af í gær. Vísir/Hulda Margrét Tveir leikir fóru fram í Pepsi Max deild karla í gærkvöld. Stjarnan vann gríðarlega mikilvægan 2-0 sigur á Fylki en fyrir leik voru bæði lið aðeins þremur stigum frá fallsæti. Leiknir Reykjavík og HK gerðu þá markalaust jafntefli þar sem mark var dæmt af Leikni. Áður en Stjarnan komst yfir á 18. mínútu í Garðabænum hafði Emil Atlason komið boltanum yfir línuna en markið var dæmd af þar sem Emil var álitinn brotlegur í aðdraganda marksins. Þeir létu það ekki á sig fá og Björn Berg Bryde skoraði eftir hornspyrnu Hilmars Árna Halldórssonar. Staðan orðin 1-0 og þannig var hún allt þangað til á 84. mínútu þegar Emil skoraði annað mark Stjörnunnar. Að þessu sinni var það ekki dæmt af. Eggert Aron Magnússon lagði boltann út á Emil sem þrumaði honum í netið. Staðan orðin 2-0 og reyndust það lokatölur. Stjarnan lyftir sér þar með aðeins frá fallsvæðinu á meðan Fylkir er að berjast fyrir lífi sínu. Klippa: Stjarnan 2-0 Fylkir Í Breiðholti var HK í heimsókn en gestirnir voru fyrir leik þremur stigum frá öruggu sæti. Um miðbik fyrri hálfleiks tók Daníel Finns hornspyrnu sem Bjarki Aðalsteinsson stangaði í netið. Markið var dæmt af þar sem talið var að Sólon Breki Leifsson væri að hafa áhrif á markvörð HK-inga, Arnar Frey Ólafsson, úr rangstöðu. Leiknum lauk með markalaustu jafntefli. Sæti Leiknis endanlega tryggt á meðan HK þarf að fara vinna leiki ætli liðið að halda sér í deildinni. Farið var yfir hvort markið hefði átt að standa í Pepsi Max Stúkunni að leik loknum. Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, spurði Atla Viðar Björnsson hvort hann væri sammála því að markið væri ólöglegt. „Nei, ég er það eiginlega ekki. Sá sem er í sjónlínunni við Arnar Frey er ekki rangstæður. Sólon Breki stendur í rangstöðu en hann er aldrei í neinni sjónlínu og er því ekki að trufla einn eða neinn. Fyrir mér hefur hann ekki áhrif á leikinn og því átt þetta mark að standa fyrir mína parta.“ Dæmi hver fyrir sig. Umræðuna sem og atvikið má sjálft má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Umræðan um mark Leiknis Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Stjarnan Leiknir Reykjavík Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fylkir 2-0 | Garðbæingar unnu fallslaginn Stjarnan steig stórt skref frá fallsvæðinu í Pepsi Max-deild karla í fótbolta með 2-0 heimasigri á Fylki í kvöld. Fylkismenn eru í bráðri hættu eftir að hafa leikið sex leiki í röð án sigurs. 23. ágúst 2021 22:10 Umfjöllun og viðtöl: Leiknir R. - HK 0-0| Markalaust í Breiðholti Það var mikið í húfi fyrir gestina úr Kópavogi þegar þeir mættu nýliðum Leiknis á Domusnovavellinum.Markmenn beggja liða voru á tánum í leiknum og átti þeir báðir góðan leik. Í fyrri hálfleik átti Arnar Freyr Ólafsson frábæra markvörslu þegar hann varði skalla frá Sóloni Breka.Í seinni hálfleik varði Guy Smit þrumu skot frá Ívari Erni Jónssyni. Liðin fóru síðan bæði að skjóta boltanum langt fram sem lukkaðist ekki og 0-0 jafntefli niðurstaðan. 23. ágúst 2021 21:12 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - FH | Geta farið í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Sjá meira
Áður en Stjarnan komst yfir á 18. mínútu í Garðabænum hafði Emil Atlason komið boltanum yfir línuna en markið var dæmd af þar sem Emil var álitinn brotlegur í aðdraganda marksins. Þeir létu það ekki á sig fá og Björn Berg Bryde skoraði eftir hornspyrnu Hilmars Árna Halldórssonar. Staðan orðin 1-0 og þannig var hún allt þangað til á 84. mínútu þegar Emil skoraði annað mark Stjörnunnar. Að þessu sinni var það ekki dæmt af. Eggert Aron Magnússon lagði boltann út á Emil sem þrumaði honum í netið. Staðan orðin 2-0 og reyndust það lokatölur. Stjarnan lyftir sér þar með aðeins frá fallsvæðinu á meðan Fylkir er að berjast fyrir lífi sínu. Klippa: Stjarnan 2-0 Fylkir Í Breiðholti var HK í heimsókn en gestirnir voru fyrir leik þremur stigum frá öruggu sæti. Um miðbik fyrri hálfleiks tók Daníel Finns hornspyrnu sem Bjarki Aðalsteinsson stangaði í netið. Markið var dæmt af þar sem talið var að Sólon Breki Leifsson væri að hafa áhrif á markvörð HK-inga, Arnar Frey Ólafsson, úr rangstöðu. Leiknum lauk með markalaustu jafntefli. Sæti Leiknis endanlega tryggt á meðan HK þarf að fara vinna leiki ætli liðið að halda sér í deildinni. Farið var yfir hvort markið hefði átt að standa í Pepsi Max Stúkunni að leik loknum. Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, spurði Atla Viðar Björnsson hvort hann væri sammála því að markið væri ólöglegt. „Nei, ég er það eiginlega ekki. Sá sem er í sjónlínunni við Arnar Frey er ekki rangstæður. Sólon Breki stendur í rangstöðu en hann er aldrei í neinni sjónlínu og er því ekki að trufla einn eða neinn. Fyrir mér hefur hann ekki áhrif á leikinn og því átt þetta mark að standa fyrir mína parta.“ Dæmi hver fyrir sig. Umræðuna sem og atvikið má sjálft má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Umræðan um mark Leiknis Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Stjarnan Leiknir Reykjavík Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fylkir 2-0 | Garðbæingar unnu fallslaginn Stjarnan steig stórt skref frá fallsvæðinu í Pepsi Max-deild karla í fótbolta með 2-0 heimasigri á Fylki í kvöld. Fylkismenn eru í bráðri hættu eftir að hafa leikið sex leiki í röð án sigurs. 23. ágúst 2021 22:10 Umfjöllun og viðtöl: Leiknir R. - HK 0-0| Markalaust í Breiðholti Það var mikið í húfi fyrir gestina úr Kópavogi þegar þeir mættu nýliðum Leiknis á Domusnovavellinum.Markmenn beggja liða voru á tánum í leiknum og átti þeir báðir góðan leik. Í fyrri hálfleik átti Arnar Freyr Ólafsson frábæra markvörslu þegar hann varði skalla frá Sóloni Breka.Í seinni hálfleik varði Guy Smit þrumu skot frá Ívari Erni Jónssyni. Liðin fóru síðan bæði að skjóta boltanum langt fram sem lukkaðist ekki og 0-0 jafntefli niðurstaðan. 23. ágúst 2021 21:12 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - FH | Geta farið í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fylkir 2-0 | Garðbæingar unnu fallslaginn Stjarnan steig stórt skref frá fallsvæðinu í Pepsi Max-deild karla í fótbolta með 2-0 heimasigri á Fylki í kvöld. Fylkismenn eru í bráðri hættu eftir að hafa leikið sex leiki í röð án sigurs. 23. ágúst 2021 22:10
Umfjöllun og viðtöl: Leiknir R. - HK 0-0| Markalaust í Breiðholti Það var mikið í húfi fyrir gestina úr Kópavogi þegar þeir mættu nýliðum Leiknis á Domusnovavellinum.Markmenn beggja liða voru á tánum í leiknum og átti þeir báðir góðan leik. Í fyrri hálfleik átti Arnar Freyr Ólafsson frábæra markvörslu þegar hann varði skalla frá Sóloni Breka.Í seinni hálfleik varði Guy Smit þrumu skot frá Ívari Erni Jónssyni. Liðin fóru síðan bæði að skjóta boltanum langt fram sem lukkaðist ekki og 0-0 jafntefli niðurstaðan. 23. ágúst 2021 21:12
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn