Útkall barst slökkviliði um klukkan 17:35 og tókst því að ráða niðurlögum eldsins á tiltölulega stuttum tíma. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir í samtali við Vísi að einn dælubíll hafi verið sendur á staðinn.
Hann viti þó ekki mikið meira um stöðuna en svo virðist sem einhver töf hafi orðið á umferð vegna slökkvistarfsins.