„Mér fannst þetta allt eins og einhver vísindaskáldsaga“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 20. ágúst 2021 16:30 Svandís Svavarsdóttir er gestur í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk. STVF Þegar Þórólfur minntist fyrst á faraldurinn sem allir þekkja núna sem Covid-19, fannst Svandísi Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra þetta óraunverulegt í fyrstu. Flest af því sem hann spáði átti þó eftir að rætast. Svandís minnist þess að hafa hitt Þórólf sóttvarnarlækni í starfshópi vegna flugelda á Íslandi í janúar 2020, þá var hann fulltrúi Svandísar í starfshópnum. Eftir fund ræddu þau sjúkdóminn COVID-19 í fyrsta sinn og Svandísi fannst Þórólfur heldur svartsýnn. „Hann sagði það er ekki spurning um hvort þetta kemur hingað, heldur hvenær,“ rifjar Svandís upp í viðtalinu. „Þetta eru hans vísindi og hans fræði.“ Í viðtali í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk, segist ráðherra þakklát fyrir að hafa skrifað niður það sem þau ræddu á þessum fundi í kjallara Umhverfisráðuneytisins. Hún segir ótrúlegt að hugsa til baka þar sem á þeim tíma fannst henni mjög óraunverulegt að veiran kæmi til Íslands. „Ég var að reyna að sjá þetta fyrir mér, þetta var svo óraunverulegt eitthvað, að þetta væri eitthvað sem myndi ógna samfélaginu.“ Þarna setur hann saman sitt fyrsta minnisblað en eins og allir vita hafa þau verið ansi mörg síðan. „Það er í janúar og við fáum fyrsta smitið í lok febrúar. Í janúar segir hann, það þarf að styrkja varnirnar á Landspítala.“ Vön almannavarnarástandi Í dag segir hún þó að nær allt sem Þórólfur talaði um hafi ræst. Áður en veiran kom hingað var búið að athuga byrgðarstöðu varðandi sloppa, grímur og þess háttar. Búið var að undirbúa einhverja gáma til þess að geta aðgreint smitaða sem leituðu á spítala og fleira. „Mér fannst þetta allt eins og einhver vísindaskáldsaga,“ viðurkennir Svandís. Þessi fyrsti fundur þeirra varð til þess að búið var að semja viðbragðsferla vegna veirunnar áður en veiran kom til landsins. Margt var til vegna þess að Ísland þarf oft að kljást við erfitt ástand, líkt og eldgos, stormar eða jarðskjálftar, og heilbrigðiskerfið því vel í stakk búið til að takast á við þessa nýju áskorun segir Svandís. „Við erum svo vön einhvers konar almannavarnarástandi.“ Svandís eyddi barnæskunni í vesturbæ Reykjavíkur. Hún vildi ekki fara í Menntaskólann í Reykjavík þar sem henni þótti það „borgaralegt“ og var frekar uppreisnargjarn unglingur að eigin sögn. Í staðinn fór hún í Menntaskólann við Hamrahlíð til að finna sína týpu. Heyra má frásögn hennar af því í hljóðbrotinu hér fyrir neðan. Þar talar hún um týpurnar í MH og MR, tónlistina og ævintýri með vínylplötuþvott. Klippa: Snæbjörn talar við Fólk - Svandís Svavarsdóttir Fundu bæði nýjan maka í kórnum Svandís og hennar fyrrverandi maður fóru saman í kór á meðan þau voru gift. „Eins og gerist og gengur í lífinu þá skilja leiðir okkar, en reyndar er gaman að segja frá því að við fundum bæði nýjan maka í sama kór,“ segir Svandís og hlær. „Ég er alt og hann er tenór. Við skildum og hann fann sópran og ég fann bassa. Er þetta ekki fallegt?“ Síðan þá hafa þau öll fjögur tekið þátt í kórnum þegar þau geta. „Við umgöngumst mikið og erum miklir vinir. Við eigum náttúrulega saman þessa tvo krakka sem eru núna fólk á fertugsaldri.“ Svandís er mikill áhugamaður um tónlist. Í dag hugsar hún að ef hún væri ekki í stjórnmálageiranum hefði hún valið að mennta sig og starfa við tónlist. Hún á og spilar á píanó og gítar, sérstaklega undir fjöldasöng þegar stemming. Í viðtalinu segir Svandís að hún hafi alls ekki ætlað sér að verða stjórnmálamaður. Þáttinn í heild sinni má heyra á Spotify og í spilaranum hér fyrir neðan. Ætlaði ekki í stjórnmálin Faðir Svandísar, Svavar Gestsson, var ávallt viðloðandi stjórnmál og hóf að taka þátt í pólitík sem unglingur. Svandís man því eiginlega ekki eftir þeim tíma að hún hafi ekki hugsað um pólitík á einhvern hátt. Hún ólst upp við að faðir sinn væri ávallt í pólitík og sem barn stjórnmálamanns fann hún á eigin skinni að allir hefðu skoðun á föður hennar og hans stjórnmálum – þótt hún hefði ekki alltaf verið sammála honum. Ungri fannst henni augljóst að hún yrði ekki stjórnmálamaður sjálf vegna þess að hún myndi aldrei komast undan samanburði við föður sinn og hans hugsjón, og því best að fara ekki út í stjórnmál. Í staðinn ákvað hún að vinna með heyrnarlausum varðandi réttindabaráttu og styrkingu íslensks táknmáls, í gegnum málvísindi. Í kjölfarið vann hún í 14 ár á Samskiptastöð heyrnarlausra. Það segir Svandís hafa verið hennar leið til að hafa jákvæð áhrif á samfélagið. Árið 2003 gekk Svandís í flokk Vinstri Grænna á svipuðum tíma og faðir hennar sagði skilið við stjórnmál á Íslandi. Í ár hefur Svandís verið 15 ár í framboði fyrir VG og segist vilja halda því áfram sé það vilji flokksins. Snæbjörn talar við fólk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Lífið Fleiri fréttir „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Sjá meira
Svandís minnist þess að hafa hitt Þórólf sóttvarnarlækni í starfshópi vegna flugelda á Íslandi í janúar 2020, þá var hann fulltrúi Svandísar í starfshópnum. Eftir fund ræddu þau sjúkdóminn COVID-19 í fyrsta sinn og Svandísi fannst Þórólfur heldur svartsýnn. „Hann sagði það er ekki spurning um hvort þetta kemur hingað, heldur hvenær,“ rifjar Svandís upp í viðtalinu. „Þetta eru hans vísindi og hans fræði.“ Í viðtali í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk, segist ráðherra þakklát fyrir að hafa skrifað niður það sem þau ræddu á þessum fundi í kjallara Umhverfisráðuneytisins. Hún segir ótrúlegt að hugsa til baka þar sem á þeim tíma fannst henni mjög óraunverulegt að veiran kæmi til Íslands. „Ég var að reyna að sjá þetta fyrir mér, þetta var svo óraunverulegt eitthvað, að þetta væri eitthvað sem myndi ógna samfélaginu.“ Þarna setur hann saman sitt fyrsta minnisblað en eins og allir vita hafa þau verið ansi mörg síðan. „Það er í janúar og við fáum fyrsta smitið í lok febrúar. Í janúar segir hann, það þarf að styrkja varnirnar á Landspítala.“ Vön almannavarnarástandi Í dag segir hún þó að nær allt sem Þórólfur talaði um hafi ræst. Áður en veiran kom hingað var búið að athuga byrgðarstöðu varðandi sloppa, grímur og þess háttar. Búið var að undirbúa einhverja gáma til þess að geta aðgreint smitaða sem leituðu á spítala og fleira. „Mér fannst þetta allt eins og einhver vísindaskáldsaga,“ viðurkennir Svandís. Þessi fyrsti fundur þeirra varð til þess að búið var að semja viðbragðsferla vegna veirunnar áður en veiran kom til landsins. Margt var til vegna þess að Ísland þarf oft að kljást við erfitt ástand, líkt og eldgos, stormar eða jarðskjálftar, og heilbrigðiskerfið því vel í stakk búið til að takast á við þessa nýju áskorun segir Svandís. „Við erum svo vön einhvers konar almannavarnarástandi.“ Svandís eyddi barnæskunni í vesturbæ Reykjavíkur. Hún vildi ekki fara í Menntaskólann í Reykjavík þar sem henni þótti það „borgaralegt“ og var frekar uppreisnargjarn unglingur að eigin sögn. Í staðinn fór hún í Menntaskólann við Hamrahlíð til að finna sína týpu. Heyra má frásögn hennar af því í hljóðbrotinu hér fyrir neðan. Þar talar hún um týpurnar í MH og MR, tónlistina og ævintýri með vínylplötuþvott. Klippa: Snæbjörn talar við Fólk - Svandís Svavarsdóttir Fundu bæði nýjan maka í kórnum Svandís og hennar fyrrverandi maður fóru saman í kór á meðan þau voru gift. „Eins og gerist og gengur í lífinu þá skilja leiðir okkar, en reyndar er gaman að segja frá því að við fundum bæði nýjan maka í sama kór,“ segir Svandís og hlær. „Ég er alt og hann er tenór. Við skildum og hann fann sópran og ég fann bassa. Er þetta ekki fallegt?“ Síðan þá hafa þau öll fjögur tekið þátt í kórnum þegar þau geta. „Við umgöngumst mikið og erum miklir vinir. Við eigum náttúrulega saman þessa tvo krakka sem eru núna fólk á fertugsaldri.“ Svandís er mikill áhugamaður um tónlist. Í dag hugsar hún að ef hún væri ekki í stjórnmálageiranum hefði hún valið að mennta sig og starfa við tónlist. Hún á og spilar á píanó og gítar, sérstaklega undir fjöldasöng þegar stemming. Í viðtalinu segir Svandís að hún hafi alls ekki ætlað sér að verða stjórnmálamaður. Þáttinn í heild sinni má heyra á Spotify og í spilaranum hér fyrir neðan. Ætlaði ekki í stjórnmálin Faðir Svandísar, Svavar Gestsson, var ávallt viðloðandi stjórnmál og hóf að taka þátt í pólitík sem unglingur. Svandís man því eiginlega ekki eftir þeim tíma að hún hafi ekki hugsað um pólitík á einhvern hátt. Hún ólst upp við að faðir sinn væri ávallt í pólitík og sem barn stjórnmálamanns fann hún á eigin skinni að allir hefðu skoðun á föður hennar og hans stjórnmálum – þótt hún hefði ekki alltaf verið sammála honum. Ungri fannst henni augljóst að hún yrði ekki stjórnmálamaður sjálf vegna þess að hún myndi aldrei komast undan samanburði við föður sinn og hans hugsjón, og því best að fara ekki út í stjórnmál. Í staðinn ákvað hún að vinna með heyrnarlausum varðandi réttindabaráttu og styrkingu íslensks táknmáls, í gegnum málvísindi. Í kjölfarið vann hún í 14 ár á Samskiptastöð heyrnarlausra. Það segir Svandís hafa verið hennar leið til að hafa jákvæð áhrif á samfélagið. Árið 2003 gekk Svandís í flokk Vinstri Grænna á svipuðum tíma og faðir hennar sagði skilið við stjórnmál á Íslandi. Í ár hefur Svandís verið 15 ár í framboði fyrir VG og segist vilja halda því áfram sé það vilji flokksins.
Snæbjörn talar við fólk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Lífið Fleiri fréttir „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Sjá meira
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið