Margrét Sigfúsdóttir, skólastjóri Réttarholtsskóla, segir að verið sé að taka eina álmu skólahússins í gegn sem þýðir að ekki sé hægt að nýta fjórar kennslustofur á framkvæmdatímanum.
Margrét segir að áætlað sé að framkvæmdum verði lokið í október og þá verði hægt að taka stofurnar í gagnið á ný. Þangað til verði íþróttahúsið nýtt til kennslu auk einnar lausrar stofu á lóð skólans. Þá verði tónmenntakennslan einnig flutt og sú stofa nýtt til annarrar kennslu.
„Það er búið að leysa þetta svo það munu allir mæta í skólann á mánudaginn,“ segir Margrét í samtali við Vísi.
Réttarholtsskóli er safnskóli á unglingastigi, þar sem í eru nemendur í 8. til 10. bekk.