Vændi ein birtingarmynd af kynferðisofbeldi Brynhildur Björnsdóttir skrifar 19. ágúst 2021 12:30 Oktavía Hrund Jónsdóttir skrifar grein 13. ágúst með yfirskriftina „Réttindi fólks í kynlífsvinnu“ þar sem hún hvetur til upplýsts samtals um málefnið. Þeirri áskorun er mér ljúft að taka. Ég mun þó ekki tala um kynlífsvinnu heldur nota orðið vændi, orðið sem mjög mörg þeirra sem stunda eða hafa stundað vændi kjósa sjálf að sé notað. Oktavía gerir nýja skýrslu Frontline Defenders að umfjöllunarefni en sú skýrsla fjallar um hvernig einstaklingar sem vinna að því að gera líf vændisfólks í þriðja heiminum bærilegra, t.d. með því að veita heilbrigðisþjónustu og réttindafræðslu, eru beinlínis í lífshættu í heimalöndum sínum. Vandséð er hvernig þessi skýrsla talar við íslenskan raunveruleika þar sem aktivistar gegn vændi hafa náð umtalsverðum árangri í einmitt þessum málaflokkum. Oktavía heldur því fram að við sem þjóð höfum gjörsamlega brugðist fólki í vændi á Íslandi. Ég er henni ósammála þó betur megi að sjálfsögðu gera. Við höfum gert vændiskaup ólögleg á meðan vændissala er lögleg sem veitir fólki í vændi örlitla yfirhönd í samskiptum við kaupendur en aðalávinningurinn af þessari lagasetningu er þó sá að draga úr eftirspurn. Því vandamálið í vændi er ekki ríkið, ekki þau sem stunda vændið heldur kaupandinn sem telur sig geta í krafti peninga nýtt sér neyð annarrar manneskju. Vandamálið við vændi er eftirspurnin og til að tryggja mannréttindi fólks í vændi er besta ráðið að stemma stigu við henni og veita þeim sem grípa til þeirra örþrifaráða að selja aðgang að líkama sínum aðra valkosti og stuðning. Þeim sem tala fyrir aukinni lögleiðingu á vændi og gegn sænsku leiðinni verður tíðrætt um frelsi einstaklinga og yfirráð yfir eigin líkama, einnig til að selja hann öðrum. Öll styðjum við yfirráð yfir eigin líkama. En engin manneskja er eyland. Um það verður ekki deilt að það eru til einhver dæmi um að manneskjur, konur sem karlar, kjósi sjálfar að selja líkama sinn öðrum til kynferðislegra afnota. Það er hins vegar jafnljóst að yfirgnæfandi meirihluti vændisfólks stundar vændi af einhvers konar nauðung, ýmist vegna félagslegra aðstæðna eða vegna þess að það sætir mansali eða annars konar beinni þvingun. Að auki hefur normalísering á og aukinn sýnileiki á vændi sem hverri annarri neysluvöru bein og skaðleg samfélagsleg áhrif, þar sem slíkt viðheldur og ýtir undir staðalímyndir um kynin og hlutgervingu (þá einkum kvenna) og hægir á samfélagslegum breytingum sem stuðla að auknu jafnrétti kynjanna. Vændi er því bæði samfélagsmein og veldur meirihluta þeirra sem það stunda miklum og varanlegum skaða og hagsmunir þeirra fáu sem kjósa að stunda vændi geta einfaldlega ekki talist vega þar upp á móti. Stefna VG í vændismálum er skýr. Sænska leiðin hefur veitt vændisfólki aukna vernd og henni ber að halda áfram. Mikilvægt er að styðja við fólk til að losna úr vændi, auka og efla fræðslu um vændi og áhrif þess á þau sem það stunda og samfélagið allt, með áherslu á mótspyrnu gegn menningaráherslum sem fegra vændi og draga úr alvarleika þess. Einnig er mikilvægt að rannsaka hvað leiðir fólk út í vændi og hvernig er best að koma til móts við þau sem feta þessa braut. Í íslenskum lögum sem tóku gildi í tíð þessarar ríkisstjórnar kveður á um að kynferðismök án samþykkis séu nauðgun. Samþykki getur í eðli sínu ekki byggt á öðru en á fúsum og frjálsum vilja og það er því ekki hægt að greiða með fé eða nokkru öðru fyrir samþykki. Samkvæmt þessari skilgreiningu er vændi ein birtingarmynd af kynferðisofbeldi. Því þarf að útrýma, bæði á Íslandi og annarsstaðar. Höfundur er feministi og skipar 4. sæti lista Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Kynferðisofbeldi Vinstri græn Vændi Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Oktavía Hrund Jónsdóttir skrifar grein 13. ágúst með yfirskriftina „Réttindi fólks í kynlífsvinnu“ þar sem hún hvetur til upplýsts samtals um málefnið. Þeirri áskorun er mér ljúft að taka. Ég mun þó ekki tala um kynlífsvinnu heldur nota orðið vændi, orðið sem mjög mörg þeirra sem stunda eða hafa stundað vændi kjósa sjálf að sé notað. Oktavía gerir nýja skýrslu Frontline Defenders að umfjöllunarefni en sú skýrsla fjallar um hvernig einstaklingar sem vinna að því að gera líf vændisfólks í þriðja heiminum bærilegra, t.d. með því að veita heilbrigðisþjónustu og réttindafræðslu, eru beinlínis í lífshættu í heimalöndum sínum. Vandséð er hvernig þessi skýrsla talar við íslenskan raunveruleika þar sem aktivistar gegn vændi hafa náð umtalsverðum árangri í einmitt þessum málaflokkum. Oktavía heldur því fram að við sem þjóð höfum gjörsamlega brugðist fólki í vændi á Íslandi. Ég er henni ósammála þó betur megi að sjálfsögðu gera. Við höfum gert vændiskaup ólögleg á meðan vændissala er lögleg sem veitir fólki í vændi örlitla yfirhönd í samskiptum við kaupendur en aðalávinningurinn af þessari lagasetningu er þó sá að draga úr eftirspurn. Því vandamálið í vændi er ekki ríkið, ekki þau sem stunda vændið heldur kaupandinn sem telur sig geta í krafti peninga nýtt sér neyð annarrar manneskju. Vandamálið við vændi er eftirspurnin og til að tryggja mannréttindi fólks í vændi er besta ráðið að stemma stigu við henni og veita þeim sem grípa til þeirra örþrifaráða að selja aðgang að líkama sínum aðra valkosti og stuðning. Þeim sem tala fyrir aukinni lögleiðingu á vændi og gegn sænsku leiðinni verður tíðrætt um frelsi einstaklinga og yfirráð yfir eigin líkama, einnig til að selja hann öðrum. Öll styðjum við yfirráð yfir eigin líkama. En engin manneskja er eyland. Um það verður ekki deilt að það eru til einhver dæmi um að manneskjur, konur sem karlar, kjósi sjálfar að selja líkama sinn öðrum til kynferðislegra afnota. Það er hins vegar jafnljóst að yfirgnæfandi meirihluti vændisfólks stundar vændi af einhvers konar nauðung, ýmist vegna félagslegra aðstæðna eða vegna þess að það sætir mansali eða annars konar beinni þvingun. Að auki hefur normalísering á og aukinn sýnileiki á vændi sem hverri annarri neysluvöru bein og skaðleg samfélagsleg áhrif, þar sem slíkt viðheldur og ýtir undir staðalímyndir um kynin og hlutgervingu (þá einkum kvenna) og hægir á samfélagslegum breytingum sem stuðla að auknu jafnrétti kynjanna. Vændi er því bæði samfélagsmein og veldur meirihluta þeirra sem það stunda miklum og varanlegum skaða og hagsmunir þeirra fáu sem kjósa að stunda vændi geta einfaldlega ekki talist vega þar upp á móti. Stefna VG í vændismálum er skýr. Sænska leiðin hefur veitt vændisfólki aukna vernd og henni ber að halda áfram. Mikilvægt er að styðja við fólk til að losna úr vændi, auka og efla fræðslu um vændi og áhrif þess á þau sem það stunda og samfélagið allt, með áherslu á mótspyrnu gegn menningaráherslum sem fegra vændi og draga úr alvarleika þess. Einnig er mikilvægt að rannsaka hvað leiðir fólk út í vændi og hvernig er best að koma til móts við þau sem feta þessa braut. Í íslenskum lögum sem tóku gildi í tíð þessarar ríkisstjórnar kveður á um að kynferðismök án samþykkis séu nauðgun. Samþykki getur í eðli sínu ekki byggt á öðru en á fúsum og frjálsum vilja og það er því ekki hægt að greiða með fé eða nokkru öðru fyrir samþykki. Samkvæmt þessari skilgreiningu er vændi ein birtingarmynd af kynferðisofbeldi. Því þarf að útrýma, bæði á Íslandi og annarsstaðar. Höfundur er feministi og skipar 4. sæti lista Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavík.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar