Harmar misskilning og býður fólki að kjósa aftur Snorri Másson skrifar 18. ágúst 2021 12:42 Sigríður Kristinsdóttir er sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu. Aðsend mynd Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu harmar misskilning sem varð á milli starfsmanns embættisins og kjósanda í Reykjavík þegar sá ætlaði að kjósa í þingkosningum utan kjörfundar í vikunni. Misskilningurinn virðist að sögn sýslumannsins hafa verið kjósandans, sem vildi vita hvaða listabókstaf Sósíalistaflokkurinn hefði á kjörseðlinum í ár. Kjósendur þurfa enda núna að skrifa sjálfir listabókstaf þann sem atkvæði þeirra á að fara til. Kjósandanum var afhentur listi yfir listabókstafi ólíkra framboða, en þar er Sósíalistaflokkurinn hafður í neðri flokk nýrra framboða, ásamt tveimur öðrum framboðum sem bæst hafa við flóruna frá því að síðustu kosningar fóru fram. Kjósandinn segir síðan að honum hafi verið sagt að framboð Sósíalista hafi ekki verið skráð, skráning þess væri gömul og ekki gild. Sigríður Kristinsdóttir sýslumaður segir hins vegar að umræddur starfsmaður kveðist ekki hafa gefið umræddar upplýsingar. „Við teljum að það hafi ekki verið þannig. Ég kannast ekki við það en hafi það verið gert harma ég það, enda ekki réttar upplýsingar. Það hefur orðið misskilningur, sem ég harma, en vil benda fólkinu á að það geti kosið aftur,“ segir Sigríður. Fólk sem kýs utan kjörfundar má kjósa eins oft og það vill og yngsta atkvæði gildir. Ráðuneyti Áslaugar Örnu hafi ekki gætt að jafnræðisgrundvelli framboða Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.Vísir Gunnar Smári Egilsson, oddviti sósíalista í Reykjavík norður, sendi sýslumanni og ráðuneyti athugasemd þar sem hann sagði að framsetningin á listanum gæfi til kynna að sósíalistar væru í öðrum flokki en aðrir stjórnmálaflokkar. Sigríður segist ekki vera sammála Gunnari. „Við afhendum bara auglýsingu sem hefur birst í Stjórnartíðindum,“ segir Sigríður. Hún fellst þó á að auglýsingin geti verið ruglandi enda standi til dæmis ekki að Sósíalistaflokkurinn sé í framboði til þings. Það er þó ekki enn staðfest stjórnsýslulega enda framboðsfrestur enn ekki liðinn. Að sönnu hefur flokknum þó verið úthlutað listabókstaf. Gunnar Smári segir í samtali við fréttastofu að ekkert sé öðruvísi við framboð sósíalista miðað við önnur framboð. Því sé fráleitt að bera það fram með fyrirvara við kjósendur. Auglýsingin sem fólki er rétt ef það biður um listabókstafi flokkanna.Stjórnartíðindi „Þessi aðgreining býður upp á alls kyns misskilning eða mistúlkun, sem kjósendurnir eru að vísa til. Það er grundvallaratriði í frjálsum kosningum að allir valkostir séu bornir fram á jafnræðisgrundvelli. Dómsmálaráðuneyti Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur hefur ekki gætt að því,“ segir Gunnar Smári. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Hægt verður að kjósa til Alþingis frá og með morgundeginum Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna Alþingiskosninga hefst hjá sýslumönnum á morgun, föstudaginn 13. ágúst. Þing var rofið í dag og boðað til kosninga þann 25. september. 12. ágúst 2021 17:07 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Fleiri fréttir „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Sjá meira
Misskilningurinn virðist að sögn sýslumannsins hafa verið kjósandans, sem vildi vita hvaða listabókstaf Sósíalistaflokkurinn hefði á kjörseðlinum í ár. Kjósendur þurfa enda núna að skrifa sjálfir listabókstaf þann sem atkvæði þeirra á að fara til. Kjósandanum var afhentur listi yfir listabókstafi ólíkra framboða, en þar er Sósíalistaflokkurinn hafður í neðri flokk nýrra framboða, ásamt tveimur öðrum framboðum sem bæst hafa við flóruna frá því að síðustu kosningar fóru fram. Kjósandinn segir síðan að honum hafi verið sagt að framboð Sósíalista hafi ekki verið skráð, skráning þess væri gömul og ekki gild. Sigríður Kristinsdóttir sýslumaður segir hins vegar að umræddur starfsmaður kveðist ekki hafa gefið umræddar upplýsingar. „Við teljum að það hafi ekki verið þannig. Ég kannast ekki við það en hafi það verið gert harma ég það, enda ekki réttar upplýsingar. Það hefur orðið misskilningur, sem ég harma, en vil benda fólkinu á að það geti kosið aftur,“ segir Sigríður. Fólk sem kýs utan kjörfundar má kjósa eins oft og það vill og yngsta atkvæði gildir. Ráðuneyti Áslaugar Örnu hafi ekki gætt að jafnræðisgrundvelli framboða Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.Vísir Gunnar Smári Egilsson, oddviti sósíalista í Reykjavík norður, sendi sýslumanni og ráðuneyti athugasemd þar sem hann sagði að framsetningin á listanum gæfi til kynna að sósíalistar væru í öðrum flokki en aðrir stjórnmálaflokkar. Sigríður segist ekki vera sammála Gunnari. „Við afhendum bara auglýsingu sem hefur birst í Stjórnartíðindum,“ segir Sigríður. Hún fellst þó á að auglýsingin geti verið ruglandi enda standi til dæmis ekki að Sósíalistaflokkurinn sé í framboði til þings. Það er þó ekki enn staðfest stjórnsýslulega enda framboðsfrestur enn ekki liðinn. Að sönnu hefur flokknum þó verið úthlutað listabókstaf. Gunnar Smári segir í samtali við fréttastofu að ekkert sé öðruvísi við framboð sósíalista miðað við önnur framboð. Því sé fráleitt að bera það fram með fyrirvara við kjósendur. Auglýsingin sem fólki er rétt ef það biður um listabókstafi flokkanna.Stjórnartíðindi „Þessi aðgreining býður upp á alls kyns misskilning eða mistúlkun, sem kjósendurnir eru að vísa til. Það er grundvallaratriði í frjálsum kosningum að allir valkostir séu bornir fram á jafnræðisgrundvelli. Dómsmálaráðuneyti Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur hefur ekki gætt að því,“ segir Gunnar Smári.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Hægt verður að kjósa til Alþingis frá og með morgundeginum Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna Alþingiskosninga hefst hjá sýslumönnum á morgun, föstudaginn 13. ágúst. Þing var rofið í dag og boðað til kosninga þann 25. september. 12. ágúst 2021 17:07 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Fleiri fréttir „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Sjá meira
Hægt verður að kjósa til Alþingis frá og með morgundeginum Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna Alþingiskosninga hefst hjá sýslumönnum á morgun, föstudaginn 13. ágúst. Þing var rofið í dag og boðað til kosninga þann 25. september. 12. ágúst 2021 17:07