„Það er mikil undiralda í samfélaginu“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. ágúst 2021 19:30 Viktoría Blöndal gaf út sína fyrstu ljóðabók á síðasta ári. Vísir/Sylvía Rut Sigfúsdóttir „Fólk vill komast út og gera og heyra og vera til og lifa einhverskonar lífi,“ segir Viktoría Blöndal sem stendur fyrir upplestrarkvöldi í miðbæ Reykjavíkur á fimmtudag. Tíu skáld munu þar stíga á stokk í fallegum garði og fer viðburðurinn fram utan dyra. „Það er mikil undiralda í samfélaginu,“ segir Viktoría í samtali við Vísi. „Þetta er ljóða-prósa kvöld þar sem ný skáld sem aldrei hafa leyft neinum að heyra neitt frá sér munu lesa upp í bland við eldri jaxla. Hópurinn þekkist í sjálfum sér ekki neitt og á kannski ekki neitt sameiginlegt nema það að skrifa.“ Smá pönk í bókmenntirnar Hugmyndin kviknaði þegar Viktoría sá auglýsingu frá verkefninu Ber að garði í Frakk-lands garðinum við Frakkastíg. Auglýst var eftir viðburðum í garðinn. „Í hvatvísikasti eins og mér er lagið sendi ég á þau og þau samþykkti þetta um leið. Mig langar líka að lesa upp efnið mitt og þá er um að gera að græja þetta sjálf, í stað þess að vera bíða eftir að einhver bjóði mér að lesa upp einhvers staðar,“ segir Viktoría. „Ég er nokkuð ný í þessum bókmenntabrasa og hefur oft þótt þessi upplestrarkvöld eða ljóðakvöld leiðinleg á köflum þó að fólk sé að lesa upp skemmtilegt efni og mig langaði að athuga hvort væri ekki hægt að hressa aðeins upp á þetta. Fyrir manneskju sem er að koma úr sviðslista heimum þar sem oft eru mikil læti og hávaði og allir vilja skína eins og skærustu stjörnurnar þá er bókmenntaheimurinn aðeins meira „innávið“ sem er auðvitað gott og blessað en það er fínt að fá smá pönk í þetta. Maður hefur oft heyrt af svona kvöldum hér áður fyrr þar sem þetta var oft á tíðum bara eins og góð partí.“ Viktoría gaf út ljóðabókina 1,5/10,5 á síðasta ári og fékk hennar fyrsta bók góðar viðtökur. „Viðbrögðin fóru fram úr öllum vonum. Prentuð voru hundrað eintök í byrjun og þau seldust upp á tveimur dögum og svo var prentað annað upplag sem seldist á innan við viku. Ég bjóst alveg við að fjölskyldan og vinir myndu kaupa hana og eitthvað en vá þetta var sprengja sem sprakk. Gleðibomba, segir Viktoría um viðtökurnar. Hún ætlar sjálf að lesa eitthvað upp úr bókinni á viðburðinum. „Hún kom náttúrulega út á þessum blessuðu tímum samkomutakmarkana þannig ég hef lítið lesið upp úr henni. En ég mun líka lesa upp nýtt efni úr nýju sögunni minni. Viðra kerlinguna aðeins – hleypa henni út og leyfa fólki að heyra smá tóna úr henni.“ Kápa ljóðabókar Viktoríu.Forlagið Fólk þyrst í að koma fram Þegar Viktoría auglýsti á Twitter eftir fleiri höfundum fyrir viðburðinn, létu viðbrögðin ekki á sér standa. „Ég setti inn á Twitter hvort einhver hefði áhuga að taka þátt og bjóst við kannski nokkrum hræðum sem hefðu áhuga en Internetið mitt sprakk. Fólk er mjög þyrst í að koma undan kóveitslæðunum og anda að sér fersku lofti. Lesa upp efni sem margir hafa setið yfir á þessum lágstemmdu tímum, fólk vil lesa upp. Viðra hugmyndir sínar, sýna sig og sjá aðra. Það kom mér ekkert á óvart en samt, það er flókið að koma fólki fyrir sig á þessum tímum þegar maður er í svona lítilli snertingu við það. En þarna úti eru augljósa margir sem vilja deila og það segir manni að ég þarf að halda fleiri svona kvöld og þar er ég heppin því ég er með dásamlega skrifstofu í Gröndalshúsi með aðganga að góðu rými til að halda fleiri svona viðburði. Það voru ansi margir sem ég þurfti að neita um þátttöku þannig ég mun hundrað prósent gera þetta aftur í haust.“ Skáldsaga í vinnslu Viktoría er líka með mörg önnur spennandi járn í eldinum. „Fyrir utan að koma sér í einhverja alheims rútínu eftir sólarsumarið mikla með barnauppeldi og uppvaski þá er ég að byrja með í samvinnu við Reykjavíkurborg, Skapandi skrif námskeið í félagsmiðstöðvum borgarinnar fyrir eldri borgara. Það á eftir að vera algjör veisla fyrir mig og fyrir þátttakendur líka. Þetta verður leikandi skemmtilegt og spennandi.“ Að auki er hún byrjuð að skrifa aðra bók. „Já ég er að skrifa skáldsögu sem verður líklega að bíói og leikhúsi þar mun hin al íslenska og raunsæilega íslenska kerling vera í fararbroddi, sú sem ýtir óþægindum undir mottur, blótar og segir fólki almennt að fara fjandans til vegna sára sem hafa aldrei gróið. Við þekkjum flest þessa kerlingu, hún er eins og íslenskt náttúra, falleg, hrjúf og á sama tíma eldfim. Það sem er líka mjög skemmtilegt við þessa sögu er að hún dvelur um tíma á Keflavíkurvelli á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar og þar eru ýmsir puntar varðandi það tímabil í Íslandssögunni sem vert er að skoða og fletta ofan af, varðandi konur sem þar dvöldu og framkomu við þær. Þetta er fullkomin tímapunktur að koma þessari sögu út í öllu þessu tali um kynferðisofbeldi og að setja mörk. Umræðan hefur verið dálítið einsleit – það er svolítið þannig að kynferðisofbeldi er bara eitthvað eitt, fólk á vera reitt og öskra og skammast. En ofbeldi er svo marglaga, það er svo hræðilegt og ógeðslega og sárt og vont en líka oft á tíðum ljúfsárt og órætt og allar heimsins tilfinningar. Þetta er svo flókið málefni en umræðan hefur verið svolítið einsleit.“ Nánari upplýsingar um viðburð Viktoríu er að finna á Facebook. Ljóðlist Menning Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Í lagi að liggja undir sæng í stað þess að hlaupa upp á tíu fjöll á viku „Ég hef skrifað frá því ég var barn og það hefur alltaf verið stóri draumurinn minn að gefa út bók,“ segir Viktoría Blöndal sem á föstudaginn sendir frá sér sína fyrstu bók 1,5/10,5. Um er að ræða ljóð og styttri texta um hversdagsleikann á hráan og beinskeyttan hátt. 5. júlí 2020 07:00 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Fleiri fréttir Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Sjá meira
Tíu skáld munu þar stíga á stokk í fallegum garði og fer viðburðurinn fram utan dyra. „Það er mikil undiralda í samfélaginu,“ segir Viktoría í samtali við Vísi. „Þetta er ljóða-prósa kvöld þar sem ný skáld sem aldrei hafa leyft neinum að heyra neitt frá sér munu lesa upp í bland við eldri jaxla. Hópurinn þekkist í sjálfum sér ekki neitt og á kannski ekki neitt sameiginlegt nema það að skrifa.“ Smá pönk í bókmenntirnar Hugmyndin kviknaði þegar Viktoría sá auglýsingu frá verkefninu Ber að garði í Frakk-lands garðinum við Frakkastíg. Auglýst var eftir viðburðum í garðinn. „Í hvatvísikasti eins og mér er lagið sendi ég á þau og þau samþykkti þetta um leið. Mig langar líka að lesa upp efnið mitt og þá er um að gera að græja þetta sjálf, í stað þess að vera bíða eftir að einhver bjóði mér að lesa upp einhvers staðar,“ segir Viktoría. „Ég er nokkuð ný í þessum bókmenntabrasa og hefur oft þótt þessi upplestrarkvöld eða ljóðakvöld leiðinleg á köflum þó að fólk sé að lesa upp skemmtilegt efni og mig langaði að athuga hvort væri ekki hægt að hressa aðeins upp á þetta. Fyrir manneskju sem er að koma úr sviðslista heimum þar sem oft eru mikil læti og hávaði og allir vilja skína eins og skærustu stjörnurnar þá er bókmenntaheimurinn aðeins meira „innávið“ sem er auðvitað gott og blessað en það er fínt að fá smá pönk í þetta. Maður hefur oft heyrt af svona kvöldum hér áður fyrr þar sem þetta var oft á tíðum bara eins og góð partí.“ Viktoría gaf út ljóðabókina 1,5/10,5 á síðasta ári og fékk hennar fyrsta bók góðar viðtökur. „Viðbrögðin fóru fram úr öllum vonum. Prentuð voru hundrað eintök í byrjun og þau seldust upp á tveimur dögum og svo var prentað annað upplag sem seldist á innan við viku. Ég bjóst alveg við að fjölskyldan og vinir myndu kaupa hana og eitthvað en vá þetta var sprengja sem sprakk. Gleðibomba, segir Viktoría um viðtökurnar. Hún ætlar sjálf að lesa eitthvað upp úr bókinni á viðburðinum. „Hún kom náttúrulega út á þessum blessuðu tímum samkomutakmarkana þannig ég hef lítið lesið upp úr henni. En ég mun líka lesa upp nýtt efni úr nýju sögunni minni. Viðra kerlinguna aðeins – hleypa henni út og leyfa fólki að heyra smá tóna úr henni.“ Kápa ljóðabókar Viktoríu.Forlagið Fólk þyrst í að koma fram Þegar Viktoría auglýsti á Twitter eftir fleiri höfundum fyrir viðburðinn, létu viðbrögðin ekki á sér standa. „Ég setti inn á Twitter hvort einhver hefði áhuga að taka þátt og bjóst við kannski nokkrum hræðum sem hefðu áhuga en Internetið mitt sprakk. Fólk er mjög þyrst í að koma undan kóveitslæðunum og anda að sér fersku lofti. Lesa upp efni sem margir hafa setið yfir á þessum lágstemmdu tímum, fólk vil lesa upp. Viðra hugmyndir sínar, sýna sig og sjá aðra. Það kom mér ekkert á óvart en samt, það er flókið að koma fólki fyrir sig á þessum tímum þegar maður er í svona lítilli snertingu við það. En þarna úti eru augljósa margir sem vilja deila og það segir manni að ég þarf að halda fleiri svona kvöld og þar er ég heppin því ég er með dásamlega skrifstofu í Gröndalshúsi með aðganga að góðu rými til að halda fleiri svona viðburði. Það voru ansi margir sem ég þurfti að neita um þátttöku þannig ég mun hundrað prósent gera þetta aftur í haust.“ Skáldsaga í vinnslu Viktoría er líka með mörg önnur spennandi járn í eldinum. „Fyrir utan að koma sér í einhverja alheims rútínu eftir sólarsumarið mikla með barnauppeldi og uppvaski þá er ég að byrja með í samvinnu við Reykjavíkurborg, Skapandi skrif námskeið í félagsmiðstöðvum borgarinnar fyrir eldri borgara. Það á eftir að vera algjör veisla fyrir mig og fyrir þátttakendur líka. Þetta verður leikandi skemmtilegt og spennandi.“ Að auki er hún byrjuð að skrifa aðra bók. „Já ég er að skrifa skáldsögu sem verður líklega að bíói og leikhúsi þar mun hin al íslenska og raunsæilega íslenska kerling vera í fararbroddi, sú sem ýtir óþægindum undir mottur, blótar og segir fólki almennt að fara fjandans til vegna sára sem hafa aldrei gróið. Við þekkjum flest þessa kerlingu, hún er eins og íslenskt náttúra, falleg, hrjúf og á sama tíma eldfim. Það sem er líka mjög skemmtilegt við þessa sögu er að hún dvelur um tíma á Keflavíkurvelli á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar og þar eru ýmsir puntar varðandi það tímabil í Íslandssögunni sem vert er að skoða og fletta ofan af, varðandi konur sem þar dvöldu og framkomu við þær. Þetta er fullkomin tímapunktur að koma þessari sögu út í öllu þessu tali um kynferðisofbeldi og að setja mörk. Umræðan hefur verið dálítið einsleit – það er svolítið þannig að kynferðisofbeldi er bara eitthvað eitt, fólk á vera reitt og öskra og skammast. En ofbeldi er svo marglaga, það er svo hræðilegt og ógeðslega og sárt og vont en líka oft á tíðum ljúfsárt og órætt og allar heimsins tilfinningar. Þetta er svo flókið málefni en umræðan hefur verið svolítið einsleit.“ Nánari upplýsingar um viðburð Viktoríu er að finna á Facebook.
Ljóðlist Menning Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Í lagi að liggja undir sæng í stað þess að hlaupa upp á tíu fjöll á viku „Ég hef skrifað frá því ég var barn og það hefur alltaf verið stóri draumurinn minn að gefa út bók,“ segir Viktoría Blöndal sem á föstudaginn sendir frá sér sína fyrstu bók 1,5/10,5. Um er að ræða ljóð og styttri texta um hversdagsleikann á hráan og beinskeyttan hátt. 5. júlí 2020 07:00 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Fleiri fréttir Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Sjá meira
Í lagi að liggja undir sæng í stað þess að hlaupa upp á tíu fjöll á viku „Ég hef skrifað frá því ég var barn og það hefur alltaf verið stóri draumurinn minn að gefa út bók,“ segir Viktoría Blöndal sem á föstudaginn sendir frá sér sína fyrstu bók 1,5/10,5. Um er að ræða ljóð og styttri texta um hversdagsleikann á hráan og beinskeyttan hátt. 5. júlí 2020 07:00