Af hverju er ekki sátt um sjávarútveginn? Oddný G. Harðardóttir skrifar 13. ágúst 2021 12:31 Sjávarútvegur er nátengdur sögu og sál íslensku þjóðarinnar. Fiskveiðar og fiskvinnsla hafa lengst af verið okkar mikilvægustu atvinnugreinar og haldið landinu í byggð. Síðustu ár hefur nýsköpun og tækniframfarir breytt greininni og aukið verðmætasköpun með nýjum verðmætum vörum og afurðum úr slori, roði og fiskbeinum, sem áður voru verðlítil eða fleygt í hafið aftur. Hvað er þá að? Hvers vegna ríkir ekki sátt um greinina? Hvers vegna ríkir langvarandi vantraust og ósætti. Helstu ástæðurnar eru þessar: Kvótakerfið og úthlutun kvóta er lokað kerfi. Nýliðun er nánast ómöguleg og kvótinn erfist og helst innan fjölskyldna eða safnast á fárra hendur. Stórútgerðirnar malar gull, verða of valdamiklar í samfélaginu og teygja arma sína of víða í viðskiptalífinu með fjárfestingum utan greinarinnar. Veiðigjöldin sem útgerðir greiða fyrir að fá að nýta sér þjóðarauðlindina eru allt of lág. Þjóðin fær ekki réttlátan hlut í arðinum. Eftirlit með umgengni um fiskveiðiauðlindina er of veikt. Heimildir Fiskistofu eru ekki nægar og lög óskýr og gölluð. Jafnræði skortir á milli þeirra sem treysta á fiskmarkaði til að kaupa fisk til vinnslu og hinna sem stunda bæði veiðar og vinnslu. Allt of lítill hluti afla sem veiddur er fer á fiskmarkaði. Sjómenn sjá erlendar útgerðir selja afla sinn á hærra verði en þær íslensku. Svindl hefur verið upplýst víða þegar ísprósenta í körum er áætluð við hafnarvog og ósamræmi er á milli endurvigtunar afla í vinnslustöðvum og vigtunar á hafnarvog. Endurvigtunin sem er í höndum útgerðanna sjálfra, ræður niðurstöðu og þar með hlut og launum sjómanna. Þá er heimavigtun uppsjávarafla ónákvæm. Útgerðarmönnum er treyst fyrir því sjálfum að segja til um hve mikið að auðlindinni þeir nýta hvort sem er með endurvigtun eða heimavigtun. Tækni sem nú þegar er um borð í bátum og skipum og á vinnslustöðvum og gefur nákvæmar upplýsingar um magn og þyngd afla er ekki nýtt til eftirlits. Brottkast er mikið. Eftirlitið hefur helst verið með smærri bátum en brottkastið er einnig mikið á þeim stóru þó það sé ekki eins sýnilegt. Næsta ríkisstjórn verður að standa í lappirnar og taka á þessum göllum. Allt umhverfið er stórum útgerðum í hag og þeim sem stunda bæði veiðar og vinnslu á kostnað annarra. Og Fiskistofa er fjársvelt. Við í Samfylkingunni ætlum að endurskoða lögin um stjórn fiskveiða og lögin um eftirlit og heimildir Fiskistofu, vinna gegn samþjöppun, stuðla að nýliðun í greininni og hámarka arð þjóðarinnar af auðlindinni. Kjósum Samfylkinguna jafnaðarmannaflokk Íslands 25. september! Höfundur er þingmaður og oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Sjávarútvegur Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Sjávarútvegur er nátengdur sögu og sál íslensku þjóðarinnar. Fiskveiðar og fiskvinnsla hafa lengst af verið okkar mikilvægustu atvinnugreinar og haldið landinu í byggð. Síðustu ár hefur nýsköpun og tækniframfarir breytt greininni og aukið verðmætasköpun með nýjum verðmætum vörum og afurðum úr slori, roði og fiskbeinum, sem áður voru verðlítil eða fleygt í hafið aftur. Hvað er þá að? Hvers vegna ríkir ekki sátt um greinina? Hvers vegna ríkir langvarandi vantraust og ósætti. Helstu ástæðurnar eru þessar: Kvótakerfið og úthlutun kvóta er lokað kerfi. Nýliðun er nánast ómöguleg og kvótinn erfist og helst innan fjölskyldna eða safnast á fárra hendur. Stórútgerðirnar malar gull, verða of valdamiklar í samfélaginu og teygja arma sína of víða í viðskiptalífinu með fjárfestingum utan greinarinnar. Veiðigjöldin sem útgerðir greiða fyrir að fá að nýta sér þjóðarauðlindina eru allt of lág. Þjóðin fær ekki réttlátan hlut í arðinum. Eftirlit með umgengni um fiskveiðiauðlindina er of veikt. Heimildir Fiskistofu eru ekki nægar og lög óskýr og gölluð. Jafnræði skortir á milli þeirra sem treysta á fiskmarkaði til að kaupa fisk til vinnslu og hinna sem stunda bæði veiðar og vinnslu. Allt of lítill hluti afla sem veiddur er fer á fiskmarkaði. Sjómenn sjá erlendar útgerðir selja afla sinn á hærra verði en þær íslensku. Svindl hefur verið upplýst víða þegar ísprósenta í körum er áætluð við hafnarvog og ósamræmi er á milli endurvigtunar afla í vinnslustöðvum og vigtunar á hafnarvog. Endurvigtunin sem er í höndum útgerðanna sjálfra, ræður niðurstöðu og þar með hlut og launum sjómanna. Þá er heimavigtun uppsjávarafla ónákvæm. Útgerðarmönnum er treyst fyrir því sjálfum að segja til um hve mikið að auðlindinni þeir nýta hvort sem er með endurvigtun eða heimavigtun. Tækni sem nú þegar er um borð í bátum og skipum og á vinnslustöðvum og gefur nákvæmar upplýsingar um magn og þyngd afla er ekki nýtt til eftirlits. Brottkast er mikið. Eftirlitið hefur helst verið með smærri bátum en brottkastið er einnig mikið á þeim stóru þó það sé ekki eins sýnilegt. Næsta ríkisstjórn verður að standa í lappirnar og taka á þessum göllum. Allt umhverfið er stórum útgerðum í hag og þeim sem stunda bæði veiðar og vinnslu á kostnað annarra. Og Fiskistofa er fjársvelt. Við í Samfylkingunni ætlum að endurskoða lögin um stjórn fiskveiða og lögin um eftirlit og heimildir Fiskistofu, vinna gegn samþjöppun, stuðla að nýliðun í greininni og hámarka arð þjóðarinnar af auðlindinni. Kjósum Samfylkinguna jafnaðarmannaflokk Íslands 25. september! Höfundur er þingmaður og oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar