Andrés prins kærður fyrir nauðgun Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. ágúst 2021 22:34 Andrés hefur áður neitað ásökunum Giuffre, sem hefur nú lagt fram kæru á hendur honum. Steve Parsons/Pool Photo via AP Andrés prins, sonur Elísabetar Englandsdrottningar, hefur verið kærður fyrir kynferðisofbeldi. Kærandi í málinu er Virginia Giuffre, sem segir brot Andrésar gegn sér hafa átt sér stað þegar hún var sautján ára gömul. AP-fréttaveitan greinir frá því að lögmenn Giuffre hafi lagt kæruna fyrir alríkisdómstól í New York-ríki í Bandaríkjunum. „Ég ætla að draga Andrés prins til ábyrgðar fyrir það sem hann gerði mér. Hinir valdamiklu og ríku eru ekki undanskildir því að þurfa að taka ábyrgð á gjörðum sínum. Ég vona að önnur fórnarlömb muni sjá að það er hægt að lifa öðruvísi en í þögn og ótta, og endurheimta líf sitt með því að segja frá og krefjast réttlætis,“ segir í yfirlýsingu frá Giuffre. Þar segir einnig að ákvörðunin um að leggja fram kæru á hendur Andrési hafi ekki verið auðveld. „Sem móðir og eiginkona set ég fjölskyldu mína ávallt í fyrsta sæti, og ég veit að þessi ákvörðun mun valda mér frekari árásum frá Andrési og hans fólki, en ég veit að ef ég léti ekki kné fylgja kviði, myndi ég vera að bregðast [fórnarlömbum Andrésar] og fórnarlömbum í hvívetna.“ Áður hefur verið fjallað um ásakanir Giuffre á hendur Andrési, sem sagði í viðtali árið 2019 að hann myndi ekki eftir því að hafa hitt Giuffre, sem segir brot hans hafa átt sér stað árið 2001. Í kærunni segir að prinsinn hafi misnotað Giuffre í fjölda skipta þegar hún var undir lögaldri. Þar segir til að mynda að í eitt skipti hafi prinsinn misnotað Giuffre á heimili hennar í London, og að barnaníðingurinn Jeffrey Epstein og Ghislaine Maxwell hafi tekið þátt í ofbeldinu. Sú síðastnefnda hefur verið ákærð fyrir mansal í tengslum við mál Epstein. Réttarhöld yfir henni fara fram í New York í nóvember. Epstein svipti sig lífi í fangaklefa í ágúst 2019, mánuði eftir að hann var handtekinn vegna gruns um mansal. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Kóngafólk Kynferðisofbeldi Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Bretland Mál Andrésar prins MeToo Tengdar fréttir Nær öll nöfn þurrkuð út úr framburði Maxwell um Epstein Búið var að má út nær öll nöfn úr framburði Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu og fyrrverandi kærustu Jeffreys Epstein, þegar hann var gerður opinber í dag. Maxwell hafnaði því að hafa hjálpað Epstein og Andrési Bretaprins að finna hjásvæfur undir lögaldri. 22. október 2020 16:47 Vitnisburður Ghislaine Maxwell gerður opinber Áfrýjunardómstóll í New York-ríki telur almenning eiga rétt á því að vitnisburður Ghislaine Maxell, samverkakonu og fyrrverandi kærustu auðkýfingsins Jeffrey Epstein, verði gerður opinber. 19. október 2020 22:06 Reyna að koma í veg fyrir opinberun gagna í gömlu máli gegn Epstein Lögmenn bresku athafnakonunnar Ghislaine Maxwell, sem hefur verið ákærð fyrir að aðstoða barnaníðinginn Jeffrey Epstein við mansal, segja ekki hægt að opinbera það sem hún sagði í vitnaleiðslu árið 2016. 21. ágúst 2020 08:29 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Sjá meira
AP-fréttaveitan greinir frá því að lögmenn Giuffre hafi lagt kæruna fyrir alríkisdómstól í New York-ríki í Bandaríkjunum. „Ég ætla að draga Andrés prins til ábyrgðar fyrir það sem hann gerði mér. Hinir valdamiklu og ríku eru ekki undanskildir því að þurfa að taka ábyrgð á gjörðum sínum. Ég vona að önnur fórnarlömb muni sjá að það er hægt að lifa öðruvísi en í þögn og ótta, og endurheimta líf sitt með því að segja frá og krefjast réttlætis,“ segir í yfirlýsingu frá Giuffre. Þar segir einnig að ákvörðunin um að leggja fram kæru á hendur Andrési hafi ekki verið auðveld. „Sem móðir og eiginkona set ég fjölskyldu mína ávallt í fyrsta sæti, og ég veit að þessi ákvörðun mun valda mér frekari árásum frá Andrési og hans fólki, en ég veit að ef ég léti ekki kné fylgja kviði, myndi ég vera að bregðast [fórnarlömbum Andrésar] og fórnarlömbum í hvívetna.“ Áður hefur verið fjallað um ásakanir Giuffre á hendur Andrési, sem sagði í viðtali árið 2019 að hann myndi ekki eftir því að hafa hitt Giuffre, sem segir brot hans hafa átt sér stað árið 2001. Í kærunni segir að prinsinn hafi misnotað Giuffre í fjölda skipta þegar hún var undir lögaldri. Þar segir til að mynda að í eitt skipti hafi prinsinn misnotað Giuffre á heimili hennar í London, og að barnaníðingurinn Jeffrey Epstein og Ghislaine Maxwell hafi tekið þátt í ofbeldinu. Sú síðastnefnda hefur verið ákærð fyrir mansal í tengslum við mál Epstein. Réttarhöld yfir henni fara fram í New York í nóvember. Epstein svipti sig lífi í fangaklefa í ágúst 2019, mánuði eftir að hann var handtekinn vegna gruns um mansal. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Kóngafólk Kynferðisofbeldi Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Bretland Mál Andrésar prins MeToo Tengdar fréttir Nær öll nöfn þurrkuð út úr framburði Maxwell um Epstein Búið var að má út nær öll nöfn úr framburði Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu og fyrrverandi kærustu Jeffreys Epstein, þegar hann var gerður opinber í dag. Maxwell hafnaði því að hafa hjálpað Epstein og Andrési Bretaprins að finna hjásvæfur undir lögaldri. 22. október 2020 16:47 Vitnisburður Ghislaine Maxwell gerður opinber Áfrýjunardómstóll í New York-ríki telur almenning eiga rétt á því að vitnisburður Ghislaine Maxell, samverkakonu og fyrrverandi kærustu auðkýfingsins Jeffrey Epstein, verði gerður opinber. 19. október 2020 22:06 Reyna að koma í veg fyrir opinberun gagna í gömlu máli gegn Epstein Lögmenn bresku athafnakonunnar Ghislaine Maxwell, sem hefur verið ákærð fyrir að aðstoða barnaníðinginn Jeffrey Epstein við mansal, segja ekki hægt að opinbera það sem hún sagði í vitnaleiðslu árið 2016. 21. ágúst 2020 08:29 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Sjá meira
Nær öll nöfn þurrkuð út úr framburði Maxwell um Epstein Búið var að má út nær öll nöfn úr framburði Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu og fyrrverandi kærustu Jeffreys Epstein, þegar hann var gerður opinber í dag. Maxwell hafnaði því að hafa hjálpað Epstein og Andrési Bretaprins að finna hjásvæfur undir lögaldri. 22. október 2020 16:47
Vitnisburður Ghislaine Maxwell gerður opinber Áfrýjunardómstóll í New York-ríki telur almenning eiga rétt á því að vitnisburður Ghislaine Maxell, samverkakonu og fyrrverandi kærustu auðkýfingsins Jeffrey Epstein, verði gerður opinber. 19. október 2020 22:06
Reyna að koma í veg fyrir opinberun gagna í gömlu máli gegn Epstein Lögmenn bresku athafnakonunnar Ghislaine Maxwell, sem hefur verið ákærð fyrir að aðstoða barnaníðinginn Jeffrey Epstein við mansal, segja ekki hægt að opinbera það sem hún sagði í vitnaleiðslu árið 2016. 21. ágúst 2020 08:29
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent