Andrés prins kærður fyrir nauðgun Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. ágúst 2021 22:34 Andrés hefur áður neitað ásökunum Giuffre, sem hefur nú lagt fram kæru á hendur honum. Steve Parsons/Pool Photo via AP Andrés prins, sonur Elísabetar Englandsdrottningar, hefur verið kærður fyrir kynferðisofbeldi. Kærandi í málinu er Virginia Giuffre, sem segir brot Andrésar gegn sér hafa átt sér stað þegar hún var sautján ára gömul. AP-fréttaveitan greinir frá því að lögmenn Giuffre hafi lagt kæruna fyrir alríkisdómstól í New York-ríki í Bandaríkjunum. „Ég ætla að draga Andrés prins til ábyrgðar fyrir það sem hann gerði mér. Hinir valdamiklu og ríku eru ekki undanskildir því að þurfa að taka ábyrgð á gjörðum sínum. Ég vona að önnur fórnarlömb muni sjá að það er hægt að lifa öðruvísi en í þögn og ótta, og endurheimta líf sitt með því að segja frá og krefjast réttlætis,“ segir í yfirlýsingu frá Giuffre. Þar segir einnig að ákvörðunin um að leggja fram kæru á hendur Andrési hafi ekki verið auðveld. „Sem móðir og eiginkona set ég fjölskyldu mína ávallt í fyrsta sæti, og ég veit að þessi ákvörðun mun valda mér frekari árásum frá Andrési og hans fólki, en ég veit að ef ég léti ekki kné fylgja kviði, myndi ég vera að bregðast [fórnarlömbum Andrésar] og fórnarlömbum í hvívetna.“ Áður hefur verið fjallað um ásakanir Giuffre á hendur Andrési, sem sagði í viðtali árið 2019 að hann myndi ekki eftir því að hafa hitt Giuffre, sem segir brot hans hafa átt sér stað árið 2001. Í kærunni segir að prinsinn hafi misnotað Giuffre í fjölda skipta þegar hún var undir lögaldri. Þar segir til að mynda að í eitt skipti hafi prinsinn misnotað Giuffre á heimili hennar í London, og að barnaníðingurinn Jeffrey Epstein og Ghislaine Maxwell hafi tekið þátt í ofbeldinu. Sú síðastnefnda hefur verið ákærð fyrir mansal í tengslum við mál Epstein. Réttarhöld yfir henni fara fram í New York í nóvember. Epstein svipti sig lífi í fangaklefa í ágúst 2019, mánuði eftir að hann var handtekinn vegna gruns um mansal. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Kóngafólk Kynferðisofbeldi Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Bretland Mál Andrésar prins MeToo Tengdar fréttir Nær öll nöfn þurrkuð út úr framburði Maxwell um Epstein Búið var að má út nær öll nöfn úr framburði Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu og fyrrverandi kærustu Jeffreys Epstein, þegar hann var gerður opinber í dag. Maxwell hafnaði því að hafa hjálpað Epstein og Andrési Bretaprins að finna hjásvæfur undir lögaldri. 22. október 2020 16:47 Vitnisburður Ghislaine Maxwell gerður opinber Áfrýjunardómstóll í New York-ríki telur almenning eiga rétt á því að vitnisburður Ghislaine Maxell, samverkakonu og fyrrverandi kærustu auðkýfingsins Jeffrey Epstein, verði gerður opinber. 19. október 2020 22:06 Reyna að koma í veg fyrir opinberun gagna í gömlu máli gegn Epstein Lögmenn bresku athafnakonunnar Ghislaine Maxwell, sem hefur verið ákærð fyrir að aðstoða barnaníðinginn Jeffrey Epstein við mansal, segja ekki hægt að opinbera það sem hún sagði í vitnaleiðslu árið 2016. 21. ágúst 2020 08:29 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fleiri fréttir Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Sjá meira
AP-fréttaveitan greinir frá því að lögmenn Giuffre hafi lagt kæruna fyrir alríkisdómstól í New York-ríki í Bandaríkjunum. „Ég ætla að draga Andrés prins til ábyrgðar fyrir það sem hann gerði mér. Hinir valdamiklu og ríku eru ekki undanskildir því að þurfa að taka ábyrgð á gjörðum sínum. Ég vona að önnur fórnarlömb muni sjá að það er hægt að lifa öðruvísi en í þögn og ótta, og endurheimta líf sitt með því að segja frá og krefjast réttlætis,“ segir í yfirlýsingu frá Giuffre. Þar segir einnig að ákvörðunin um að leggja fram kæru á hendur Andrési hafi ekki verið auðveld. „Sem móðir og eiginkona set ég fjölskyldu mína ávallt í fyrsta sæti, og ég veit að þessi ákvörðun mun valda mér frekari árásum frá Andrési og hans fólki, en ég veit að ef ég léti ekki kné fylgja kviði, myndi ég vera að bregðast [fórnarlömbum Andrésar] og fórnarlömbum í hvívetna.“ Áður hefur verið fjallað um ásakanir Giuffre á hendur Andrési, sem sagði í viðtali árið 2019 að hann myndi ekki eftir því að hafa hitt Giuffre, sem segir brot hans hafa átt sér stað árið 2001. Í kærunni segir að prinsinn hafi misnotað Giuffre í fjölda skipta þegar hún var undir lögaldri. Þar segir til að mynda að í eitt skipti hafi prinsinn misnotað Giuffre á heimili hennar í London, og að barnaníðingurinn Jeffrey Epstein og Ghislaine Maxwell hafi tekið þátt í ofbeldinu. Sú síðastnefnda hefur verið ákærð fyrir mansal í tengslum við mál Epstein. Réttarhöld yfir henni fara fram í New York í nóvember. Epstein svipti sig lífi í fangaklefa í ágúst 2019, mánuði eftir að hann var handtekinn vegna gruns um mansal. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Kóngafólk Kynferðisofbeldi Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Bretland Mál Andrésar prins MeToo Tengdar fréttir Nær öll nöfn þurrkuð út úr framburði Maxwell um Epstein Búið var að má út nær öll nöfn úr framburði Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu og fyrrverandi kærustu Jeffreys Epstein, þegar hann var gerður opinber í dag. Maxwell hafnaði því að hafa hjálpað Epstein og Andrési Bretaprins að finna hjásvæfur undir lögaldri. 22. október 2020 16:47 Vitnisburður Ghislaine Maxwell gerður opinber Áfrýjunardómstóll í New York-ríki telur almenning eiga rétt á því að vitnisburður Ghislaine Maxell, samverkakonu og fyrrverandi kærustu auðkýfingsins Jeffrey Epstein, verði gerður opinber. 19. október 2020 22:06 Reyna að koma í veg fyrir opinberun gagna í gömlu máli gegn Epstein Lögmenn bresku athafnakonunnar Ghislaine Maxwell, sem hefur verið ákærð fyrir að aðstoða barnaníðinginn Jeffrey Epstein við mansal, segja ekki hægt að opinbera það sem hún sagði í vitnaleiðslu árið 2016. 21. ágúst 2020 08:29 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fleiri fréttir Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Sjá meira
Nær öll nöfn þurrkuð út úr framburði Maxwell um Epstein Búið var að má út nær öll nöfn úr framburði Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu og fyrrverandi kærustu Jeffreys Epstein, þegar hann var gerður opinber í dag. Maxwell hafnaði því að hafa hjálpað Epstein og Andrési Bretaprins að finna hjásvæfur undir lögaldri. 22. október 2020 16:47
Vitnisburður Ghislaine Maxwell gerður opinber Áfrýjunardómstóll í New York-ríki telur almenning eiga rétt á því að vitnisburður Ghislaine Maxell, samverkakonu og fyrrverandi kærustu auðkýfingsins Jeffrey Epstein, verði gerður opinber. 19. október 2020 22:06
Reyna að koma í veg fyrir opinberun gagna í gömlu máli gegn Epstein Lögmenn bresku athafnakonunnar Ghislaine Maxwell, sem hefur verið ákærð fyrir að aðstoða barnaníðinginn Jeffrey Epstein við mansal, segja ekki hægt að opinbera það sem hún sagði í vitnaleiðslu árið 2016. 21. ágúst 2020 08:29