Slökkviliði hefur nú tekist að slökkva eldinn en svartur reykur var um tíma áberandi í Laugardal. Töluverður eldur var í miðjubílnum til að byrja með og tók um fimm mínútur að slökkva eldinn, að sögn aðstoðarvarðstjóra. Ekkert liggur fyrir um orsök eldsvoðans að svo stöddu.
Sunna Sæmundsdóttir fréttamaður ræddi við Guðjón aðstoðarvarðstjóra hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins á vettvangi.
Fréttin hefur verið uppfærð.

