Erlent

Bein út­sending: Ný skýrsla Lofts­lags­nefndar Sam­einuðu þjóðanna kynnt

Atli Ísleifsson skrifar
António Guterres er aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.
António Guterres er aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. EPA

Ný skýrsla Loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna, sem sögð er fela í sér alvarlega aðvörun til stjórnvalda í ríkjum heims um að draga stórlega úr losun gróðurhúsalofttegunda, verður kynnt á blaðamannafundi sem hefst núna klukkan átta.

Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan.

Skýrslan er unnin af IPCC, alþjóðlegum rannsóknarhópi á vegum Sameinuðu þjóðanna og byggir á rúmlega 14 þúsund rannsóknum vísindamanna alls staðar að úr heiminum. Í henni eru raktar allra nýjustu forsendur um þróun loftlagsins á næstu áratugum, að því er segir í frétt BBC

Síðasta stóra skýrsla IPCC kom út fyrir átta árum, árið 2013, en vísindamenn segja að þeir hafi lært mikið síðan þá.

Skýrslan verður aðalumræðuefni leiðtoga 196 ríkja á loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í bresku höfuðborginnni Glasgow í Skotlandi í nóvember næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×