Bandaríkjamenn fá annað tækifæri gegn Frökkum sem lifðu af þrennu Doncic Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2021 12:57 Rudy Gobert var hetja Frakka þegar hann varði lokaskot Slóvena í leiknum. AP/Charlie Neibergall Frakkland er komið í úrslitaleikinn í körfubolta karla eftir eins stigs sigur Slóveníu, 90-89, í seinni undanúrslitaleik körfuboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Tókýó. Þrenna og átján stoðsendingar frá Luka Doncic dugðu ekki. Leikurinn var æsispennandi og úrslitin réðust ekki fyrr en á lokasekúndunum. Slóvenar fengu lokasóknina en Rudy Gobert, besti varnarmaðurinn í NBA-deildinni, varði lokaskot þeirra og Frakkar fögnuðu sigri. It's France vs. the US in the men's basketball final! The two teams met in the group stage already. The score? 83-76 to France #Tokyo2020 pic.twitter.com/VT0AnlJ7wD— DW Sports (@dw_sports) August 5, 2021 Frakkar og Slóvenar höfðu unnið alla leiki sína á mótinu og Frakkar unnu meðal annars Bandaríkjamenn í fyrsta leik. Bandaríkjamenn hafa ekki tapað síðan og liðin mætast aftur í úrslitaleiknum á laugardaginn Luka Doncic var með þrennu í leiknum en hann skoraði 16 stig, tók 10 fráköst og gaf 18 stoðsendingar. Frakkar réðu illa við hann í byrjun leiks en svo tókst þeim betur að loka á hann. Doncic hitti aðeins úr 5 af 18 skotum sínum í leiknum. Þetta var samt fyrsta þrennan á Ólympíuleikum síðan að LeBron James náði því í London 2012. Nando De Colo skoraði 25 stig, tók 7 fráköst og gaf 5 stoðsendingar hjá Frökkum og Evan Fournier var með 23 stig. Rudy Gobert skoraði 9 stig, tók 16 fráköst og varði 4 skot. Timothé Luwawu-Cabarrot var með 15 stig og hitti úr 3 af 4 þriggja stiga skotum. TRIPLE DOUBLE @luka7doncic with the 3rd triple in #Olympics history and 1st since @KingJames at London 2012.#Tokyo2020 #Basketball pic.twitter.com/xwvJ504IeL— FIBA | #Basketball #Tokyo2020 (@FIBA) August 5, 2021 Mike Tobey var stigahæstur hjá Slóvenum með 23 stig og Klemen Prepelic skoraði 17 stig. Slóvenar með Doncic í fararbroddi komust mest átta stigum yfir í fyrsta leikhlutanum, 25-17, og var Luka með átta stig og fimm stoðsendingar á þessum upphafskafla leiksins. Frakkar voru búnir að minnka það niður í tvö stig, 29-27, fyrir lok leikhlutans. Leikurinn var áfram æsispennandi í öðrum leikhlutanum en eftir hann voru Slóvenar áfram tveimur stigum yfir, 44-42. Doncic var kominn með tólf stig, sjö fráköst og átta stoðsendingar í hálfleik. Frakkarnir byrjuðu seinni hálfleikinn sterkt og tóku frumkvæðið í leiknum með því að vinna þriðja leikhlutann 29-21 og leiða þar með sex stigum fyrir lokaleikhlutann. Slóvenar þurftu eitthvað sérstakt frá Doncic í lokaleikhlutanum en honum gekk illa að skora í seinni hálfleiknum. Leikurinn var áfram jafn og Doncic dældi stoðsendingunum. Slóvenum tókst að minnka muninn niður í eitt stig og vinna boltann en besti varnarmaðurinn í NBA deildinni kláraði leikinn með fyrrnefndu vörðu skoti. Körfubolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Sjá meira
Leikurinn var æsispennandi og úrslitin réðust ekki fyrr en á lokasekúndunum. Slóvenar fengu lokasóknina en Rudy Gobert, besti varnarmaðurinn í NBA-deildinni, varði lokaskot þeirra og Frakkar fögnuðu sigri. It's France vs. the US in the men's basketball final! The two teams met in the group stage already. The score? 83-76 to France #Tokyo2020 pic.twitter.com/VT0AnlJ7wD— DW Sports (@dw_sports) August 5, 2021 Frakkar og Slóvenar höfðu unnið alla leiki sína á mótinu og Frakkar unnu meðal annars Bandaríkjamenn í fyrsta leik. Bandaríkjamenn hafa ekki tapað síðan og liðin mætast aftur í úrslitaleiknum á laugardaginn Luka Doncic var með þrennu í leiknum en hann skoraði 16 stig, tók 10 fráköst og gaf 18 stoðsendingar. Frakkar réðu illa við hann í byrjun leiks en svo tókst þeim betur að loka á hann. Doncic hitti aðeins úr 5 af 18 skotum sínum í leiknum. Þetta var samt fyrsta þrennan á Ólympíuleikum síðan að LeBron James náði því í London 2012. Nando De Colo skoraði 25 stig, tók 7 fráköst og gaf 5 stoðsendingar hjá Frökkum og Evan Fournier var með 23 stig. Rudy Gobert skoraði 9 stig, tók 16 fráköst og varði 4 skot. Timothé Luwawu-Cabarrot var með 15 stig og hitti úr 3 af 4 þriggja stiga skotum. TRIPLE DOUBLE @luka7doncic with the 3rd triple in #Olympics history and 1st since @KingJames at London 2012.#Tokyo2020 #Basketball pic.twitter.com/xwvJ504IeL— FIBA | #Basketball #Tokyo2020 (@FIBA) August 5, 2021 Mike Tobey var stigahæstur hjá Slóvenum með 23 stig og Klemen Prepelic skoraði 17 stig. Slóvenar með Doncic í fararbroddi komust mest átta stigum yfir í fyrsta leikhlutanum, 25-17, og var Luka með átta stig og fimm stoðsendingar á þessum upphafskafla leiksins. Frakkar voru búnir að minnka það niður í tvö stig, 29-27, fyrir lok leikhlutans. Leikurinn var áfram æsispennandi í öðrum leikhlutanum en eftir hann voru Slóvenar áfram tveimur stigum yfir, 44-42. Doncic var kominn með tólf stig, sjö fráköst og átta stoðsendingar í hálfleik. Frakkarnir byrjuðu seinni hálfleikinn sterkt og tóku frumkvæðið í leiknum með því að vinna þriðja leikhlutann 29-21 og leiða þar með sex stigum fyrir lokaleikhlutann. Slóvenar þurftu eitthvað sérstakt frá Doncic í lokaleikhlutanum en honum gekk illa að skora í seinni hálfleiknum. Leikurinn var áfram jafn og Doncic dældi stoðsendingunum. Slóvenum tókst að minnka muninn niður í eitt stig og vinna boltann en besti varnarmaðurinn í NBA deildinni kláraði leikinn með fyrrnefndu vörðu skoti.
Körfubolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Sjá meira