Regnbogafjölskyldan mín Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir skrifar 3. ágúst 2021 17:16 Þetta er fjölskyldan mín. Hún samanstendur af tveimur mömmum, litlum strák og ketti. Við erum ekkert öðruvísi en aðrar fjölskyldur. Hafragrautur á morgnanna, gleymist að taka úr þvottavélinni endrum og eins, ömmur og afar sækja á leikskólann þegar mömmurnar eru á haus og það hanga blaut útiföt í forstofunni. Ég var vön að fá sting í magann þegar ég las barnabækur með syni mínum og las um hinn dularfulla pabba sem ekki er til á okkar heimili. Að strákurinn minn myndi upplifa að við værum öðruvísi. En staðreyndin er sú að á sumum heimilum eru pabbi og mamma, á öðrum heimilum tveir pabbar, tvær mömmur, ein mamma, einn pabbi, tvær mömmur og einn pabbi; allskonar foreldrar og foreldrasett. Á sumum heimilum eru systkini, eldri, yngri, hálf-, stjúp-, fá eða mörg. Það er dýrmætt og mikilvægt að við fögnum þessu og fjöllum um þennan fjölbreytileika. Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir og fjölskylda.Aðsend Fjölskyldur eru nefnilega ólíkari en bækur, myndir og sjónvarpsefni vilja vera láta, þar sem hin hefðbundna kjarnafjölskylda með mömmu, pabba og tveimur börnum ræður ríkjum. En íslenska kerfið notar kjarnafjölskylduna til eftirprentunar sem veldur fjölbreyttum fjölskyldum oft miklum vandræðum og býr til óréttlæti. Dæmi um þetta eru pappírar sem hinsegin foreldrar þurfa að skila eftir fæðingu barns til að sanna hverjir séu foreldrar þess eftir frjósemisaðstoð. Sís-gagnkynja pör sem glíma við ófrjósemisvanda þurfa þess hins vegar ekki, þó þau nýti sér sömu aðstoð hjá sama aðila. Annað dæmi er jafn aðgangur foreldra sem ekki búa saman að t.d. upplýsingum frá hinu opinbera er varða barnið og að stuðningi vegna fatlaðra og langveikra barna á heimili sem ekki telst lögheimili. Öll kerfi eru mannanna verk og þau eiga að vinna fyrir okkur. Íslenskt samfélag er fjölbreytt og kerfið okkar þarf að taka mið af okkur sem það byggjum og fjarlægja hindranir sem fjölskyldur þurfa að klofa — ofan á allt hitt! Höfundur er hinsegin móðir og skipar 3. sæti Samfylkingarinnar – jafnaðarmannaflokks Íslands í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Þetta er fjölskyldan mín. Hún samanstendur af tveimur mömmum, litlum strák og ketti. Við erum ekkert öðruvísi en aðrar fjölskyldur. Hafragrautur á morgnanna, gleymist að taka úr þvottavélinni endrum og eins, ömmur og afar sækja á leikskólann þegar mömmurnar eru á haus og það hanga blaut útiföt í forstofunni. Ég var vön að fá sting í magann þegar ég las barnabækur með syni mínum og las um hinn dularfulla pabba sem ekki er til á okkar heimili. Að strákurinn minn myndi upplifa að við værum öðruvísi. En staðreyndin er sú að á sumum heimilum eru pabbi og mamma, á öðrum heimilum tveir pabbar, tvær mömmur, ein mamma, einn pabbi, tvær mömmur og einn pabbi; allskonar foreldrar og foreldrasett. Á sumum heimilum eru systkini, eldri, yngri, hálf-, stjúp-, fá eða mörg. Það er dýrmætt og mikilvægt að við fögnum þessu og fjöllum um þennan fjölbreytileika. Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir og fjölskylda.Aðsend Fjölskyldur eru nefnilega ólíkari en bækur, myndir og sjónvarpsefni vilja vera láta, þar sem hin hefðbundna kjarnafjölskylda með mömmu, pabba og tveimur börnum ræður ríkjum. En íslenska kerfið notar kjarnafjölskylduna til eftirprentunar sem veldur fjölbreyttum fjölskyldum oft miklum vandræðum og býr til óréttlæti. Dæmi um þetta eru pappírar sem hinsegin foreldrar þurfa að skila eftir fæðingu barns til að sanna hverjir séu foreldrar þess eftir frjósemisaðstoð. Sís-gagnkynja pör sem glíma við ófrjósemisvanda þurfa þess hins vegar ekki, þó þau nýti sér sömu aðstoð hjá sama aðila. Annað dæmi er jafn aðgangur foreldra sem ekki búa saman að t.d. upplýsingum frá hinu opinbera er varða barnið og að stuðningi vegna fatlaðra og langveikra barna á heimili sem ekki telst lögheimili. Öll kerfi eru mannanna verk og þau eiga að vinna fyrir okkur. Íslenskt samfélag er fjölbreytt og kerfið okkar þarf að taka mið af okkur sem það byggjum og fjarlægja hindranir sem fjölskyldur þurfa að klofa — ofan á allt hitt! Höfundur er hinsegin móðir og skipar 3. sæti Samfylkingarinnar – jafnaðarmannaflokks Íslands í Suðvesturkjördæmi.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun