Erlent

Ís­land einn besti staðurinn til að búa á komi til ragnaraka

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Ísland er talinn vera einn besti staðurinn til þess að búa á ef kæmi til mikillar fjármálakreppu, loftslagsbreytinga, náttúruhamfara eða alvarlegs heimsfaraldurs.
Ísland er talinn vera einn besti staðurinn til þess að búa á ef kæmi til mikillar fjármálakreppu, loftslagsbreytinga, náttúruhamfara eða alvarlegs heimsfaraldurs. Vísir/Vilhelm

Nýja Sjáland, Ísland, Bretland, Tasmanía og Írland eru bestu staðirnir til að búa á ef siðmenningin myndi ríða til falls. Þessu er í það minnsta haldið fram í nýrri rannsókn sem breska blaðið Guardian fjallar um.

Slíkt áfall gæti samkvæmt skýrslunni komið til af ýmsum ástæðum, mikilli fjármálakreppu, loftslagsbreytingum, náttúruhamförum eða alvarlegs heimsfaraldurs.

Rannsakendur við Anglia Ruskin háskólann á Englandi flokkuðu því lönd heims og röðuðu þeim eftir því hvar væri best að búa, kæmi til slíks áfalls.

Litið var til fæðuöryggis, hversu auðvelt væri að verja landamæri ríkisins, sjálfbærri orkuframleiðslu og svo framvegis.

Strjálbýlar eyjur á borð við Nýja Sjáland og Ísland komu því best út úr útreikningum fræðinganna en mannmörgu löndin á meginlandi heimsálfanna væru hins vegar verr í stakk búin til að takast á við slíkar áskoranir.

Nýja Sjáland þótti koma best út sökum jarðhita, vatnsafls, öflugs landbúnaðs og hve dreifðir íbúarnir eru um eyjuna.

Það kom rannsakendum nokkuð á óvart hve vel Bretland kom út úr rannsókninni. Bretar framleiða aðeins um helming af matvælum sínum sjálfir og ekki sérlega fljótir að innleiða nýja tækni.

Prófessor Aled Jones hjá Anglia Ruskin háskólanum bendir á að fæðuskortur, fjármálakreppa og heimsfaraldur hafi átt sér á síðustu árum, en við séum bara heppin að það hafi ekki allt gerst á sama tíma.

„Þegar maður fer að sjá þessa hluti gerast, þá byrjar maður að hafa áhyggjur, en ég vona að við áttum okkur á því sem fyrst hve mikilvæg seiglan er.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×