Bandaríska körfuboltalandsliðið svaraði fyrir sig með risasigri í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2021 07:30 Damian Lillard skoraði fimmtán af stigum sínum í fyrri hálfleiknum. AP/Charlie Neibergall Bandaríska körfuboltalandsliðið er komið á blað á Ólympíuleikunum í Tókýó eftir 54 stiga sigur á Íran, 120-66, í öðrum leik sínum á leikunum. Bandaríska liðið tapaði fyrsta leik sínum á mótinu sem var á móti Frökkum en það var fyrsta tap Bandaríkjamanna í körfuboltakeppni Ólympíuleikanna í næstum því tuttugu ár. 25 leikja sigurganga liðsins á ÓL endaði í fyrsta leik en í nótt var allt annað að sjá til leikmanna liðsins. Bandaríkjamenn keyrðu yfir Írana og voru komnir með þrjátíu stiga forskot í hálfleik, 60-30. Final from #Tokyo2020 #Basketball Preliminary Round action:#USABMNT 120, Iran 66Damian Lillard: 21 PTS (7 3PM)Devin Booker: 16 PTSJayson Tatum: 14 PTSZach LaVine: 13 PTSKevin Durant: 10 PTS, 5 AST, 3 BLK pic.twitter.com/mMd4FkYCAM— NBA (@NBA) July 28, 2021 Damian Lillard var stigahæstur með 21 stig á 23 mínútum en hann skoraði sjö þrista í leiknum og gaf einnig fimm stoðsendingar. Devin Booker var með 16 stig á 19 mínútum, Jayson Tatum skoraði 14 stig og Zach Lavine var með 13 stig og 8 stoðsendingar. Kevin Durant var síðan með 10 stig, 5 fráköst, 5 stoðsendingar, 3 varin skot og 2 stolna bolta á 19 mínútum. Damian Lillard is the 4th player in Men's United States Basketball history to make 7 3-pointers in an Olympics game, joining Kevin Durant, Carmelo Anthony, and Klay Thompson. Anthony has the record for a single game with 10. pic.twitter.com/I53me8O9Gb— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) July 28, 2021 Gregg Popovich, þjálfari bandaríska liðsins, gerði meðal annars tvær breytingar á byrjunarliðinu sínu frá því í Frakkleiknum því þeir Jrue Holiday og Devin Booker komu báðir inn í liðið. Með því kom betra jafnvægi og meiri hraði í liðið enda skoraði liðið 19 hraðaupphlaupsstig í fyrri hálfleiknum. Sex leikmenn bandaríska liðsins skoruðu fleiri en eina þriggja stiga körfu og liðið skorað alls nítján þrista í leiknum. Bandaríkjamenn geta því tryggt sér sæti í úrslitakeppninni með sigri á Tékkum í næsta leik. Körfubolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira
Bandaríska liðið tapaði fyrsta leik sínum á mótinu sem var á móti Frökkum en það var fyrsta tap Bandaríkjamanna í körfuboltakeppni Ólympíuleikanna í næstum því tuttugu ár. 25 leikja sigurganga liðsins á ÓL endaði í fyrsta leik en í nótt var allt annað að sjá til leikmanna liðsins. Bandaríkjamenn keyrðu yfir Írana og voru komnir með þrjátíu stiga forskot í hálfleik, 60-30. Final from #Tokyo2020 #Basketball Preliminary Round action:#USABMNT 120, Iran 66Damian Lillard: 21 PTS (7 3PM)Devin Booker: 16 PTSJayson Tatum: 14 PTSZach LaVine: 13 PTSKevin Durant: 10 PTS, 5 AST, 3 BLK pic.twitter.com/mMd4FkYCAM— NBA (@NBA) July 28, 2021 Damian Lillard var stigahæstur með 21 stig á 23 mínútum en hann skoraði sjö þrista í leiknum og gaf einnig fimm stoðsendingar. Devin Booker var með 16 stig á 19 mínútum, Jayson Tatum skoraði 14 stig og Zach Lavine var með 13 stig og 8 stoðsendingar. Kevin Durant var síðan með 10 stig, 5 fráköst, 5 stoðsendingar, 3 varin skot og 2 stolna bolta á 19 mínútum. Damian Lillard is the 4th player in Men's United States Basketball history to make 7 3-pointers in an Olympics game, joining Kevin Durant, Carmelo Anthony, and Klay Thompson. Anthony has the record for a single game with 10. pic.twitter.com/I53me8O9Gb— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) July 28, 2021 Gregg Popovich, þjálfari bandaríska liðsins, gerði meðal annars tvær breytingar á byrjunarliðinu sínu frá því í Frakkleiknum því þeir Jrue Holiday og Devin Booker komu báðir inn í liðið. Með því kom betra jafnvægi og meiri hraði í liðið enda skoraði liðið 19 hraðaupphlaupsstig í fyrri hálfleiknum. Sex leikmenn bandaríska liðsins skoruðu fleiri en eina þriggja stiga körfu og liðið skorað alls nítján þrista í leiknum. Bandaríkjamenn geta því tryggt sér sæti í úrslitakeppninni með sigri á Tékkum í næsta leik.
Körfubolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira