Minnst 30 nemendur Flensborgar með Covid-19 eftir útskriftarferð Eiður Þór Árnason skrifar 25. júlí 2021 17:41 Flestir í ferðinni útskrifuðust frá Flensborg í vor. Vísir/Vilhelm Síðustu daga hafa 30 útskriftarnemendur Flensborgarskólans greinst með Covid-19 eftir heimkomu þeirra úr 80 manna útskriftarferð á Krít. Allir nemendurnir eru nú ýmist í sóttkví eða einangrun en hópurinn kom til landsins á föstudagskvöld. Erla Sigríður Ragnarsdóttir, skólameistari Flensborgarskólans, segir í samtali við Vísi að ferðin hafi hvorki verið á vegum skólans né nemendafélags. Óneitanlega sé um að ræða leiðinlegar fregnir nú undir lok sumars. DV greindi fyrst frá málinu en flestir í ferðinni útskrifuðust frá skólanum í vor. Hópurinn kom til Íslands með erlendu leiguflugi auk annarra farþega. Samkvæmt heimildum Vísis var ekki búið að senda alla farþega vélarinnar í sóttkví fyrr í dag og hefur það leitt til mikillar óvissu meðal farþega. Að sögn almannavarna er þó öllum um borð gert að fara í sóttkví og eiga nú allir að vera búnir að fá sent boð þess efnis. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, hvetur farþega sem eru efins um stöðu sína til að nýta sér netspjallið á Covid.is. Stilltir og flottir krakkar Erla segist hafa komið batakveðjum á ferðalangana og beðið þá um að fara varlega. Hún hefur fulla trú á því að stúdentarnir hafi fylgt helstu tilmælum þar sem þeir þekki þessar reglur „Þau eru hlýðin og við erum nú vön ýmsu í framhaldsskólanum. Þau kunna allar þessar reglur, hafa staðið sig ofboðslega vel og fengu ítrekað hrós í vetur. Þetta eru stilltir og flottir krakkar en auðvitað er líf og fjör þegar maður er nítján eða tvítugur og fer í sína fyrstu ferð saman,“ segir Erla. Fréttin var uppfærð klukkan 18:35 með upplýsingum frá almannavörnum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grikkland Framhaldsskólar Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Íslendingar erlendis Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Erla Sigríður Ragnarsdóttir, skólameistari Flensborgarskólans, segir í samtali við Vísi að ferðin hafi hvorki verið á vegum skólans né nemendafélags. Óneitanlega sé um að ræða leiðinlegar fregnir nú undir lok sumars. DV greindi fyrst frá málinu en flestir í ferðinni útskrifuðust frá skólanum í vor. Hópurinn kom til Íslands með erlendu leiguflugi auk annarra farþega. Samkvæmt heimildum Vísis var ekki búið að senda alla farþega vélarinnar í sóttkví fyrr í dag og hefur það leitt til mikillar óvissu meðal farþega. Að sögn almannavarna er þó öllum um borð gert að fara í sóttkví og eiga nú allir að vera búnir að fá sent boð þess efnis. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, hvetur farþega sem eru efins um stöðu sína til að nýta sér netspjallið á Covid.is. Stilltir og flottir krakkar Erla segist hafa komið batakveðjum á ferðalangana og beðið þá um að fara varlega. Hún hefur fulla trú á því að stúdentarnir hafi fylgt helstu tilmælum þar sem þeir þekki þessar reglur „Þau eru hlýðin og við erum nú vön ýmsu í framhaldsskólanum. Þau kunna allar þessar reglur, hafa staðið sig ofboðslega vel og fengu ítrekað hrós í vetur. Þetta eru stilltir og flottir krakkar en auðvitað er líf og fjör þegar maður er nítján eða tvítugur og fer í sína fyrstu ferð saman,“ segir Erla. Fréttin var uppfærð klukkan 18:35 með upplýsingum frá almannavörnum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grikkland Framhaldsskólar Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Íslendingar erlendis Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira